Vinsæll áhrifavaldur dæmdur fyrir að beita eigin börn ofbeldi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. febrúar 2024 07:10 Franke var með 2,3 milljón fylgjendur á YouTube. Sex barna móðir, sem öðlaðist vinsældir og frægð fyrir að deila uppeldisráðum á YouTube-rás sinni, hefur verið dæmd í fjögurra til 60 ára fangelsi fyrir illa meðferð á börnum. Ruby Franke, 42 ára, var handtekin í borginni Ivins í Utah í Bandaríkjunum í ágúst síðastliðnum eftir að vannærður 12 ára sonur hennar flúði heimili Jodi Hildebrant, eiganda lífstílsfyrirtækis og samstarfskonu Franke, og bað nágranna um að gefa sér vatn og brauð. Drengurinn var með djúps ár og hafði verið bundinn niður með teipi. Ein dætra Franke fannst við leit á heimili Hildebrant og reyndist í svipuðu ástandi og bróðir hennar. Eftir að Franke var handtekin deildi elsta dóttir hennar, Shari Franke, mynd á Instagram af lögregluþjónum með myndatextanum: „Loksins“. Franke og Hildebrant voru báðar ákærðar fyrir að hafa beitt börn Franke ofbeldi og hlaut Hildebrant sama dóm og Franke. Báðar hlutu fjóra dóma og refsingu upp á eitt til fimmtán ár en það verður undir nefnd um reynslulausn komið hvenær þær verða látnar lausar. Franke í dómsal í desember.AP/St. George News/Ron Chaffin Við ákvörðun refsingarinnar bað Franke börn sín afsökunar og sagðist hafa talið að „myrkur væri ljós og að rétt væri rangt“. Hún myndi gera hvað sem er fyrir þau en hefði tekið allt frá þeim sem var „mjúkt og öruggt og gott“. Við meðferð málsins hafði Franke freistað þess að koma sökunni yfir á Hildebrant og sagst vera undir áhrifum hennar. Hildebrant sagðist óskað þess að börnin yrðu heil andlega og líkamlega. Uppeldisaðferðir Franke höfðu vakið áhyggjur í nokkurn tíma áður en hún var handtekinn og nokkrir 2,3 milljóna fylgenda hennar gert yfirvöldum viðvart. Í einu myndskeiðanna sáust Franke og eiginmaður hennar til að mynda tilkynna tveimur yngstu börnunum að þau fengju engar jólagjafir frá jólasveininum, þar sem þau væru sjálfselsk og hefðu ekki brugðist rétt við refsingum sem þeim var úthlutað, sem fólust meðal annars í að missa úr skóla og þrífa heimilið. Bandaríkin Erlend sakamál Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Fleiri fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Sjá meira
Ruby Franke, 42 ára, var handtekin í borginni Ivins í Utah í Bandaríkjunum í ágúst síðastliðnum eftir að vannærður 12 ára sonur hennar flúði heimili Jodi Hildebrant, eiganda lífstílsfyrirtækis og samstarfskonu Franke, og bað nágranna um að gefa sér vatn og brauð. Drengurinn var með djúps ár og hafði verið bundinn niður með teipi. Ein dætra Franke fannst við leit á heimili Hildebrant og reyndist í svipuðu ástandi og bróðir hennar. Eftir að Franke var handtekin deildi elsta dóttir hennar, Shari Franke, mynd á Instagram af lögregluþjónum með myndatextanum: „Loksins“. Franke og Hildebrant voru báðar ákærðar fyrir að hafa beitt börn Franke ofbeldi og hlaut Hildebrant sama dóm og Franke. Báðar hlutu fjóra dóma og refsingu upp á eitt til fimmtán ár en það verður undir nefnd um reynslulausn komið hvenær þær verða látnar lausar. Franke í dómsal í desember.AP/St. George News/Ron Chaffin Við ákvörðun refsingarinnar bað Franke börn sín afsökunar og sagðist hafa talið að „myrkur væri ljós og að rétt væri rangt“. Hún myndi gera hvað sem er fyrir þau en hefði tekið allt frá þeim sem var „mjúkt og öruggt og gott“. Við meðferð málsins hafði Franke freistað þess að koma sökunni yfir á Hildebrant og sagst vera undir áhrifum hennar. Hildebrant sagðist óskað þess að börnin yrðu heil andlega og líkamlega. Uppeldisaðferðir Franke höfðu vakið áhyggjur í nokkurn tíma áður en hún var handtekinn og nokkrir 2,3 milljóna fylgenda hennar gert yfirvöldum viðvart. Í einu myndskeiðanna sáust Franke og eiginmaður hennar til að mynda tilkynna tveimur yngstu börnunum að þau fengju engar jólagjafir frá jólasveininum, þar sem þau væru sjálfselsk og hefðu ekki brugðist rétt við refsingum sem þeim var úthlutað, sem fólust meðal annars í að missa úr skóla og þrífa heimilið.
Bandaríkin Erlend sakamál Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Fleiri fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Sjá meira