Smitandi pest í skemmtiferðaskipi: Íslenskt veitingafólk gáttað á lélegum sóttvörnum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. febrúar 2024 21:41 Jóhann Helgi og Margrét lögðu af stað með skemmtiferðaskipi frá Katar þann 3. janúar og ljúka ferð sinni 25. febrúar í Máritíus. „Heilt yfir algjörlega frábær ferð,“ segir Jóhann í samtali við fréttastofu. Aðsend Íslensk hjón, sem reka hótel og veitingastað í Flóahreppi, furðuðu sig á lélegum smitvörnum á skemmtiferðaskipi þegar magapest geisaði um borð á dögunum, svo mjög að yfirmaður veitingastaðanna um borð fékk frá þeim tiltal. Jóhann Helgi Hlöðversson er ásamt konu sinni, Margréti Ormsdóttur í siglingu um Afríku og Asíu. Hjónin, sem eru eigendur Hotel Vatnsholt og veitingastaðarins Blind Raven Restaurant létu í sér heyra á dögunum þegar bráðsmitandi magapest geisaði upp meðal farþega. Í Facebook færslu sem Jóhann birti í gær lýsir hann bágbornum smitvörnum á veitingastað skipsins. Allir gestir fengju að skammta á diskana sína sjálfir á hlaðborðinu þrátt fyrir að pestin væri nú þegar búin að gera vart við sig. Veitingastaðurinn eftir að veitingastjórinn fékk tiltal frá hjónunum. Aðsend Hann segir Margréti hafa gengið fram á yfirmann veitingastaðanna og sagt honum að það yrði að breyta strax um aðferðir í mötuneytinu vegna pestarinnar, en fengið það svar að ástandið væri ekki á neyðarstigi og því nóg að skipta um áhöld á korters fresti, sem henni þætti þó bagalegt. Og daginn eftir hafi hún veikst. En í kjölfarið hefðu starfsmenn veitingastaðarins betrumbætt smitvarnir til muna. „Þegar ég skottaðist upp í matsal í hádeginu var allt orðið eins og Magga sagði að það ætti að vera. Nú fékk engin að snerta neitt! Það var búið að girða af vatns- og djúsvélarnar ásamt kaffinu. Þar stóð þjónn sem tók pantanir. Eins var með hlaðborðið, þar setti þjónn á diskinn það sem hver vildi,“ skrifar Jóhann í Facebook færslu. Hjónin voru á leið til Madagaskar frá Suður-Ameríku þegar fréttastofa náði tali af þeim. Aðsend „Við höfum reynslu í sóttvörnum á veitingastað þar sem við tókum þátt í því, ásamt öðrum hótelum, í Covid-faraldrinum að bjóða upp á neyðaraðstoð,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. „Jú það varð faraldur en ég held að hann sé í rénum,“ segir Jóhann sem telur þó að ástandið um borð sé að batna. „Samt er skipstjórinn enn mjög um hugsað um velferð allra um borð og ítrekar reglulega í hátalarakerfi skipsins mikilvægi þess að snerta ekki handriðin í skipinu. Veitingastaðir Ferðalög Íslendingar erlendis Flóahreppur Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Sjá meira
Jóhann Helgi Hlöðversson er ásamt konu sinni, Margréti Ormsdóttur í siglingu um Afríku og Asíu. Hjónin, sem eru eigendur Hotel Vatnsholt og veitingastaðarins Blind Raven Restaurant létu í sér heyra á dögunum þegar bráðsmitandi magapest geisaði upp meðal farþega. Í Facebook færslu sem Jóhann birti í gær lýsir hann bágbornum smitvörnum á veitingastað skipsins. Allir gestir fengju að skammta á diskana sína sjálfir á hlaðborðinu þrátt fyrir að pestin væri nú þegar búin að gera vart við sig. Veitingastaðurinn eftir að veitingastjórinn fékk tiltal frá hjónunum. Aðsend Hann segir Margréti hafa gengið fram á yfirmann veitingastaðanna og sagt honum að það yrði að breyta strax um aðferðir í mötuneytinu vegna pestarinnar, en fengið það svar að ástandið væri ekki á neyðarstigi og því nóg að skipta um áhöld á korters fresti, sem henni þætti þó bagalegt. Og daginn eftir hafi hún veikst. En í kjölfarið hefðu starfsmenn veitingastaðarins betrumbætt smitvarnir til muna. „Þegar ég skottaðist upp í matsal í hádeginu var allt orðið eins og Magga sagði að það ætti að vera. Nú fékk engin að snerta neitt! Það var búið að girða af vatns- og djúsvélarnar ásamt kaffinu. Þar stóð þjónn sem tók pantanir. Eins var með hlaðborðið, þar setti þjónn á diskinn það sem hver vildi,“ skrifar Jóhann í Facebook færslu. Hjónin voru á leið til Madagaskar frá Suður-Ameríku þegar fréttastofa náði tali af þeim. Aðsend „Við höfum reynslu í sóttvörnum á veitingastað þar sem við tókum þátt í því, ásamt öðrum hótelum, í Covid-faraldrinum að bjóða upp á neyðaraðstoð,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. „Jú það varð faraldur en ég held að hann sé í rénum,“ segir Jóhann sem telur þó að ástandið um borð sé að batna. „Samt er skipstjórinn enn mjög um hugsað um velferð allra um borð og ítrekar reglulega í hátalarakerfi skipsins mikilvægi þess að snerta ekki handriðin í skipinu.
Veitingastaðir Ferðalög Íslendingar erlendis Flóahreppur Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Sjá meira