„Finnst Benni hafa gert það sem Keflavík gerði ekki“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. febrúar 2024 21:16 Benedikt Guðmundsson hefur verið viðloðinn körfubolta lengur en elstu menn muna. Vísir/Diego Frammistaða Dominykas Milka undir lok leiks í sigri Njarðvíkur á Tindastól í síðustu umferðar Subway-deildar karla í körfubolta var til umræðu í Körfuboltakvöldi. Þar fóru menn yfir vel hentar gegn ákveðnum liðum en svo minna gegn öðrum. Fær Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, mikið hrós fyrir hvernig hann hefur nýtt krafta Milka á leiktíðinni. Njarðvík vann eins nauman sigur og hægt er þegar liðið sótti Íslandsmeistara Tindastóls heim á Sauðárkrók þann 15. febrúar. Lokatölur í Síkinu 68-89 og Njarðvík því enn að daðra við 2. sætið á meðan Valur er að stinga af á toppi deildarinnar. Á sama tíma hefur Tindastóll aðeins unnið 9 af 18 leikjum sínum. „Milka skoraði ekki stig fyrr en í fjórða leikhluta en reif alls niður 14 fráköst og tók pláss. Fannst Tindastóll ekki finna nægilega góðar lausnir til að draga hann úr teignum,“ sagði Helgi Magnússon og hélt áfram að lofsama bæði Milka og Chaz Williams. „Það kviknaði á þeim í 4. leikhluta, Chaz gerði vel að þefa Milka uppi undir körfunni. Skilaði sínu þegar þess þurfti. Chaz sömuleiðis, hann var rosalega góður undir lokin. Þeir tveir stýrðu þessu saman.“ Tölfræði Milka er ef til vill ekki frábær en hann var bestur þegar á reyndi.Körfuboltakvöld „Milka, þetta er tröll,“ bætti Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, við áður en Sævar Sævarsson fékk orðið. „Það velkist enginn í vafa um það að maðurinn er góður í körfubolta. Í ákveðnum leikjum er hann frábær en í ákveðnum leikjum hentar Milka ekkert sérstaklega.“ „Finnst Benni hafa gert það sem Keflavík gerði ekki, að finna augnablikið þegar Milka er plús vs. þegar Milka er mínus. Þegar hann er upp á sitt besta eiga vel flest lið í miklum erfiðumleikum með hann en hann getur líka verið dragbítur (e. liability). Þá þarf þjálfarinn að hafa hugrekki til að kippa honum út af. Hann er stór og mikill karakter líka.“ Klippa: Finnst Benni hafa gert það sem Keflavík gerði ekki „Það er ekki búið að koma mér á óvart hvað hann er búinn að vera góður. Það hefur heldur ekkert komið mér á óvart þegar hann hefur ekki verið sérstaklega góður. Benni má hrós fyrir það, hann kann að lesa í þetta – þegar hann sér að Milka hentar ákveðnum liðum betur en öðrum.“ Innslag Körfuboltakvölds má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Þar fer Helgi einnig yfir hversu lítið Milka skaut framan af leik. Körfubolti Subway-deild karla Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Leik lokið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira
Þar fóru menn yfir vel hentar gegn ákveðnum liðum en svo minna gegn öðrum. Fær Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, mikið hrós fyrir hvernig hann hefur nýtt krafta Milka á leiktíðinni. Njarðvík vann eins nauman sigur og hægt er þegar liðið sótti Íslandsmeistara Tindastóls heim á Sauðárkrók þann 15. febrúar. Lokatölur í Síkinu 68-89 og Njarðvík því enn að daðra við 2. sætið á meðan Valur er að stinga af á toppi deildarinnar. Á sama tíma hefur Tindastóll aðeins unnið 9 af 18 leikjum sínum. „Milka skoraði ekki stig fyrr en í fjórða leikhluta en reif alls niður 14 fráköst og tók pláss. Fannst Tindastóll ekki finna nægilega góðar lausnir til að draga hann úr teignum,“ sagði Helgi Magnússon og hélt áfram að lofsama bæði Milka og Chaz Williams. „Það kviknaði á þeim í 4. leikhluta, Chaz gerði vel að þefa Milka uppi undir körfunni. Skilaði sínu þegar þess þurfti. Chaz sömuleiðis, hann var rosalega góður undir lokin. Þeir tveir stýrðu þessu saman.“ Tölfræði Milka er ef til vill ekki frábær en hann var bestur þegar á reyndi.Körfuboltakvöld „Milka, þetta er tröll,“ bætti Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, við áður en Sævar Sævarsson fékk orðið. „Það velkist enginn í vafa um það að maðurinn er góður í körfubolta. Í ákveðnum leikjum er hann frábær en í ákveðnum leikjum hentar Milka ekkert sérstaklega.“ „Finnst Benni hafa gert það sem Keflavík gerði ekki, að finna augnablikið þegar Milka er plús vs. þegar Milka er mínus. Þegar hann er upp á sitt besta eiga vel flest lið í miklum erfiðumleikum með hann en hann getur líka verið dragbítur (e. liability). Þá þarf þjálfarinn að hafa hugrekki til að kippa honum út af. Hann er stór og mikill karakter líka.“ Klippa: Finnst Benni hafa gert það sem Keflavík gerði ekki „Það er ekki búið að koma mér á óvart hvað hann er búinn að vera góður. Það hefur heldur ekkert komið mér á óvart þegar hann hefur ekki verið sérstaklega góður. Benni má hrós fyrir það, hann kann að lesa í þetta – þegar hann sér að Milka hentar ákveðnum liðum betur en öðrum.“ Innslag Körfuboltakvölds má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Þar fer Helgi einnig yfir hversu lítið Milka skaut framan af leik.
Körfubolti Subway-deild karla Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Leik lokið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira