Fram kemur í umfjöllun Sky fréttastofunnar um málið að myndband af athæfinu hafi vakið mikla athygli. Myndbandinu var hlaðið upp á japanska spjallvefinn Bakusai.
Örfáum klukkustundum síðan báðust forsvarsmenn keðjunnar afsökunar á samfélagsmiðlum. Veitingastaðurinn er í Amagasaki borg og var honum lokað í kjölfarið og starfsmenn beittir viðurlögum samkvæmt stefnu fyrirtækisins, að því er segir í frétt Sky.
Domino's Japan has apologized after someone uploaded a video that appears to show one of its employees picking his nose whole kneading pizza dough. The branch in question (in Amagasaki) was swiftly closed and the people involved may face legal action.pic.twitter.com/oeiqmMp6fY
— Jeffrey J. Hall (@mrjeffu) February 12, 2024
Fleiri dæmi
Þess er getið í frétt miðilsins að önnur myndbönd í svipuðum stíl hafi reynst afar vinsæl í Japan að undanförnu. Þannig hafa birst fjöldi myndbanda þar sem má sjá gesti fara ósæmilega með matvæli á súsí veitingastöðum í landinu.
Þrír hafa verið handteknir í kjölfar slíkra myndbanda. Í einu má sjá viðskiptavin á veitingastað sleikja fingurna á sér og snerta súsí bita á færibandi sem ætlaðir voru öðrum viðskiptavinum.
Í öðrum myndböndum má meðal annars sjá viðskiptavini setja wasabi á súsí bita sem í boði voru fyrir aðra viðskiptavini og sleikja skeiðar sem ætlaðar eru til sameinginlegra notkunar.