Við viljum þau heim - strax! Álfhildur Leifsdóttir og Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifa 9. febrúar 2024 17:00 Við biðlum til þín utanríkisráðherra að sýna fram á að verndarkerfið okkar standi undir nafni og hlustað sé á ákaft og ítrekað ákall eftir aðstoð við fólk á Gaza sem hefur rétt á fjölskyldusameiningu. Ákall sem er stöðugt sárara, enda langt í frá að þeirri ógn sem palestínsku þjóðinni stafar af síonistum sé að linna og er þjóðin smám saman að þurrkast út. Á meðan bíður fólkið í þínu boði svangt, veikt, máttlítið, hrætt og fullt af söknuði eftir ástvinum hér á landi, sífellt óttaslegið um að það lifi ekki af til sameiningar. Það sem þrjár konur geta en utanríkisráðherra ekki? Hvernig stendur á því að kerfið nái ekki utan um að koma þessu fólki til landsins,á meðan þrjár ofurhetjur skunda galvaskar til Gaza og sækja nokkur heim, án teljandi hindrana þó vissulega með aðstoð kunnugra. Aðstoð sem þú sem utanríkisráðherra ættir að horfa til að verði nýtt til bjargar systrum okkar og bræðrum á Gaza. Í þinni stöðu getur þú auðvitað gengið enn hraðar og af meira bolmagni til verks í formi fjármagns og valda. Það er til skammar að þjóð sem kennir sig við frjálslyndi, jafnrétti og umburðarlyndi skuli bregðast þeim sem minnst mega sín á ögurstundu. Manngæska eða hræðsluáróður? Með því að sækja rúmlega hundrað manns sem hafa fengið dvalarleyfi hérlendis erum við ekki að hleypa öllum að. Sú orðræða þín er einungis hræðsluáróður sem elur á fordómum. Með því að greiða götu þessa fólks hingað til lands erum við að sýna manngæsku og samúð með litlum hópi á raunastundu, fólks sem við höfum þegar veitt dvalarleyfi. Fólk sem á hér ættingja sem það þráir heitt að sameinast, fólk sem vill hingað koma til að eiga friðsamlegt líf og ala börnin sín upp fjarri hörmungum þjóðernishreinsana. Það er skylda okkar sem velmegandi þjóðar að taka þátt í að veita skjól og stuðning þeim sem búa við hörmungar. Alþjóðalög og samþykktir okkar á alþjóðavísu einfaldlega krefjast þess. Nauðsyn eða ónauðsynleg valdbeiting? Við fordæmum aðgerðir þínar að frysta framlög til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna. Stofnunin hefur um áratuga skeið gegnt lykilhlutverki í því að koma aðstoð til flóttafólks á Gaza og á Vesturbakkanum ekki síst í kjölfar átakanna milli Hamas og Ísrael sem brutust út í október. Það var ekki Flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna í Palestínu (UNRWA) sem tók þátt í árásinni 7. október, heldur eru nokkrir starfsmenn hennar grunaðir um að hafa tekið þátt með einhverjum hætti og hefur þeim verið vikið úr starfi meðan málið er rannsakað. Ályktun Alþingis frá því seint á síðasta ári er skýr, Alþingi er einhuga um að beita sér fyrir mannúðaraðstoð á svæðinu og er mikilvægt að árétta það. Við trúum á mennskuna Heimsákall um bjargir til handa palestínsku þjóðinni er stöðugt og ákaft. Við getum ekki skorast undan og verðum að svara þessu kalli þó fyrr hefði verið. Tími undirbúnings er liðinn og tími aðgerða löngu kominn. Engar hörmungar eru verri en þær að vakna með barni sínu að morgni og vita ekki hvort það sofni við hlið manns að kveldi eða verði liðið lík. Við getum bjargað þessum mannslífum strax og eigum ekki að hika við það. Álfhildur er oddviti VG og óháðra í Skagafirði og Hólmfríður oddviti VG í Suðurkjördæmi. Höfundar sitja einnig í stjórn Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vinstri græn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Álfhildur Leifsdóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Við biðlum til þín utanríkisráðherra að sýna fram á að verndarkerfið okkar standi undir nafni og hlustað sé á ákaft og ítrekað ákall eftir aðstoð við fólk á Gaza sem hefur rétt á fjölskyldusameiningu. Ákall sem er stöðugt sárara, enda langt í frá að þeirri ógn sem palestínsku þjóðinni stafar af síonistum sé að linna og er þjóðin smám saman að þurrkast út. Á meðan bíður fólkið í þínu boði svangt, veikt, máttlítið, hrætt og fullt af söknuði eftir ástvinum hér á landi, sífellt óttaslegið um að það lifi ekki af til sameiningar. Það sem þrjár konur geta en utanríkisráðherra ekki? Hvernig stendur á því að kerfið nái ekki utan um að koma þessu fólki til landsins,á meðan þrjár ofurhetjur skunda galvaskar til Gaza og sækja nokkur heim, án teljandi hindrana þó vissulega með aðstoð kunnugra. Aðstoð sem þú sem utanríkisráðherra ættir að horfa til að verði nýtt til bjargar systrum okkar og bræðrum á Gaza. Í þinni stöðu getur þú auðvitað gengið enn hraðar og af meira bolmagni til verks í formi fjármagns og valda. Það er til skammar að þjóð sem kennir sig við frjálslyndi, jafnrétti og umburðarlyndi skuli bregðast þeim sem minnst mega sín á ögurstundu. Manngæska eða hræðsluáróður? Með því að sækja rúmlega hundrað manns sem hafa fengið dvalarleyfi hérlendis erum við ekki að hleypa öllum að. Sú orðræða þín er einungis hræðsluáróður sem elur á fordómum. Með því að greiða götu þessa fólks hingað til lands erum við að sýna manngæsku og samúð með litlum hópi á raunastundu, fólks sem við höfum þegar veitt dvalarleyfi. Fólk sem á hér ættingja sem það þráir heitt að sameinast, fólk sem vill hingað koma til að eiga friðsamlegt líf og ala börnin sín upp fjarri hörmungum þjóðernishreinsana. Það er skylda okkar sem velmegandi þjóðar að taka þátt í að veita skjól og stuðning þeim sem búa við hörmungar. Alþjóðalög og samþykktir okkar á alþjóðavísu einfaldlega krefjast þess. Nauðsyn eða ónauðsynleg valdbeiting? Við fordæmum aðgerðir þínar að frysta framlög til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna. Stofnunin hefur um áratuga skeið gegnt lykilhlutverki í því að koma aðstoð til flóttafólks á Gaza og á Vesturbakkanum ekki síst í kjölfar átakanna milli Hamas og Ísrael sem brutust út í október. Það var ekki Flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna í Palestínu (UNRWA) sem tók þátt í árásinni 7. október, heldur eru nokkrir starfsmenn hennar grunaðir um að hafa tekið þátt með einhverjum hætti og hefur þeim verið vikið úr starfi meðan málið er rannsakað. Ályktun Alþingis frá því seint á síðasta ári er skýr, Alþingi er einhuga um að beita sér fyrir mannúðaraðstoð á svæðinu og er mikilvægt að árétta það. Við trúum á mennskuna Heimsákall um bjargir til handa palestínsku þjóðinni er stöðugt og ákaft. Við getum ekki skorast undan og verðum að svara þessu kalli þó fyrr hefði verið. Tími undirbúnings er liðinn og tími aðgerða löngu kominn. Engar hörmungar eru verri en þær að vakna með barni sínu að morgni og vita ekki hvort það sofni við hlið manns að kveldi eða verði liðið lík. Við getum bjargað þessum mannslífum strax og eigum ekki að hika við það. Álfhildur er oddviti VG og óháðra í Skagafirði og Hólmfríður oddviti VG í Suðurkjördæmi. Höfundar sitja einnig í stjórn Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun