Mesta Íslandsmeistarapressan er á liðinu í níunda sæti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2024 11:01 Tindastóll varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn á síðasta tímabili. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Subway Körfuboltakvöld fór yfir það í síðasta þætti sínum á hverjum væri mesta Íslandsmeistarapressan nú þegar aðeins sex leikir eru eftir af deildarkeppninni. Sérfræðingarnir Helgi Már Magnússon og Matthías Orri Sigurðarson völdu báðir fimm lið, leikmenn eða þjálfara í Subway deild karla sem eru með mestu pressuna á sér að vinna Íslandsmeistaratitilinn í vor. „Núna eru línurnar aðeins farnar að skýrast að einhverju leyti. Þá fer maður að pæla á hverjum er mest pressa að verða Íslandsmeistari. Ekki bara að komast í úrslitakeppnina eða ná einhverju sæti. Ég og Matti völdum fimm. Þú mátt velja leikmann, þjálfara eða lið,“ sagði Helgi Már Magnússon. Þeir félagar völdu listann sitt í hvoru lagi en voru engu að síður nokkuð sammála. Þar á meðal um það lið sem er með mesta Íslandsmeistarapressu á sér. Klippa: Körfuboltakvöld: Mesta Íslandsmeistarapressan í dag Áður en kom að tilkynna fyrsta sætið þá nefndu þeir DeAndre Kane og Big Baby hjá Grindavík, Keflavík, Finn Frey Stefánsson og stjórn Vals, Grafarvogsdrengina sem hafa aldrei orðið Íslandsmeistarar, Arnar Guðjóns og Ægi/Anti combóið og aftur Finn og Kristófer sem hafa aldrei orðið Íslandsmeistarar án Pavels Ermolinskij. Þegar kom að fyrsta sætinu þá stigu sérfræðingarnir aftur á móti í takt. Tindastóll er í níunda sæti deildarinnar og í raun fyrir utan úrslitakeppnina í dag en sérfræðingarnir eru samt harðir á því að Íslandsmeistarapressan sé mest á Sauðárkróki. „Fyrsta sætið hjá mér er Pavel og Keyshawn Woods. Þetta er fyrsta tímabilið sem Pavel fær nánast allan peninginn sem hann vill til að búa sér til lið. Það er augljóst að hann er nógu góður þjálfari og nógu góður mótivator. Hann veit allt um körfubolta en hvernig var leikmannavalið hjá honum,“ spurði Matthías Orri. Velur netagerðamaður Ameríkanana? „Hann endar á að velja bara leikmenn sem hann hefur spilað með eða þjálfað áður. Þekktar stærðir sem maður skilur alveg en það er eitthvað sem hefur vantað þarna. Það var góður Króksari sem sagði við mig um daginn, sérstaklega með að fá Keyshawn Woods í lokin, að það sé ekki gott þegar netagerðarmenn eru farnir að velja Ameríkanana. Hvað er til í því veit ég ekki,“ sagði Matthías. „Ég var með Tindastól líka. Auðvitað er pressa á þeim. Við erum búnir að tala um þetta margoft í vetur. Þetta er besta lið landsins finnst mér. Best mannað og þeir leggja mikið í það sem er vel. Ég vil að lið séu að keyra á þetta. Það fylgir því pressa að vera Íslandsmeistari og ég hefði sagt þetta þótt þeir væru ekki búnir að tapa leik í vetur,“ sagði Helgi Már. Með skotmark á bakinu „Burt séð frá stöðunni í deildinni akkúrat núna. Þetta er liðið sem er ríkjandi Íslandsmeistari og það er meira en að segja það að verja titilinn. Þú ert með ákveðið skotmark á bakinu og með Valsarana andandi ofan í hálsmálið á þér. Auðvitað er mesta pressan á þeim,“ sagði Helgi. „Þeir eru með alvöru aðdáendahóp og þetta er fólk sem krefst árangurs. Það er mesta pressan á þeim,“ sagði Helgi Már. Það má sjá alla umfjöllunina um Íslandsmeistarapressuna hér fyrir ofan. Subway-deild karla Tindastóll Körfuboltakvöld Valur Keflavík ÍF UMF Grindavík Stjarnan UMF Álftanes Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Sérfræðingarnir Helgi Már Magnússon og Matthías Orri Sigurðarson völdu báðir fimm lið, leikmenn eða þjálfara í Subway deild karla sem eru með mestu pressuna á sér að vinna Íslandsmeistaratitilinn í vor. „Núna eru línurnar aðeins farnar að skýrast að einhverju leyti. Þá fer maður að pæla á hverjum er mest pressa að verða Íslandsmeistari. Ekki bara að komast í úrslitakeppnina eða ná einhverju sæti. Ég og Matti völdum fimm. Þú mátt velja leikmann, þjálfara eða lið,“ sagði Helgi Már Magnússon. Þeir félagar völdu listann sitt í hvoru lagi en voru engu að síður nokkuð sammála. Þar á meðal um það lið sem er með mesta Íslandsmeistarapressu á sér. Klippa: Körfuboltakvöld: Mesta Íslandsmeistarapressan í dag Áður en kom að tilkynna fyrsta sætið þá nefndu þeir DeAndre Kane og Big Baby hjá Grindavík, Keflavík, Finn Frey Stefánsson og stjórn Vals, Grafarvogsdrengina sem hafa aldrei orðið Íslandsmeistarar, Arnar Guðjóns og Ægi/Anti combóið og aftur Finn og Kristófer sem hafa aldrei orðið Íslandsmeistarar án Pavels Ermolinskij. Þegar kom að fyrsta sætinu þá stigu sérfræðingarnir aftur á móti í takt. Tindastóll er í níunda sæti deildarinnar og í raun fyrir utan úrslitakeppnina í dag en sérfræðingarnir eru samt harðir á því að Íslandsmeistarapressan sé mest á Sauðárkróki. „Fyrsta sætið hjá mér er Pavel og Keyshawn Woods. Þetta er fyrsta tímabilið sem Pavel fær nánast allan peninginn sem hann vill til að búa sér til lið. Það er augljóst að hann er nógu góður þjálfari og nógu góður mótivator. Hann veit allt um körfubolta en hvernig var leikmannavalið hjá honum,“ spurði Matthías Orri. Velur netagerðamaður Ameríkanana? „Hann endar á að velja bara leikmenn sem hann hefur spilað með eða þjálfað áður. Þekktar stærðir sem maður skilur alveg en það er eitthvað sem hefur vantað þarna. Það var góður Króksari sem sagði við mig um daginn, sérstaklega með að fá Keyshawn Woods í lokin, að það sé ekki gott þegar netagerðarmenn eru farnir að velja Ameríkanana. Hvað er til í því veit ég ekki,“ sagði Matthías. „Ég var með Tindastól líka. Auðvitað er pressa á þeim. Við erum búnir að tala um þetta margoft í vetur. Þetta er besta lið landsins finnst mér. Best mannað og þeir leggja mikið í það sem er vel. Ég vil að lið séu að keyra á þetta. Það fylgir því pressa að vera Íslandsmeistari og ég hefði sagt þetta þótt þeir væru ekki búnir að tapa leik í vetur,“ sagði Helgi Már. Með skotmark á bakinu „Burt séð frá stöðunni í deildinni akkúrat núna. Þetta er liðið sem er ríkjandi Íslandsmeistari og það er meira en að segja það að verja titilinn. Þú ert með ákveðið skotmark á bakinu og með Valsarana andandi ofan í hálsmálið á þér. Auðvitað er mesta pressan á þeim,“ sagði Helgi. „Þeir eru með alvöru aðdáendahóp og þetta er fólk sem krefst árangurs. Það er mesta pressan á þeim,“ sagði Helgi Már. Það má sjá alla umfjöllunina um Íslandsmeistarapressuna hér fyrir ofan.
Subway-deild karla Tindastóll Körfuboltakvöld Valur Keflavík ÍF UMF Grindavík Stjarnan UMF Álftanes Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli