Íslenska er lykill Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 7. febrúar 2024 10:00 Rúmlega 20% Reykjavíkinga eru erlendir ríkisborgarar. Rúmlega 30 þúsund manns. Auk þeirra er fjöldi Íslendinga sem hér búa af erlendum uppruna. Þetta er velkominn hópur af fólki sem hér hefur ákveðið að búa og starfa, ala hér upp börnin sín og leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Eins og kom fram í Torginu, á Rúv í gær, er mikið ákall allra um að auka tækifæri þessa hóps til að læra og þjálfast í íslensku. Tungumálið okkar opnar dyr að fullri þátttöku í samfélaginu og því þurfum við að byrja stuðninginn strax hjá börnunum. Það þarf að styrkja íslenskukennslu fyrir börn í skólum og gera foreldrum þeirra kleift að þjálfast í tungumálinu okkar. Fjölbreytni í tungumálum nemenda hefur verið áskorun fyrir grunnskólastarf og því hefur Reykjavík tekið mjög meðvitaða ákvörðun um að styrkja skólana okkar til að bregðast við henni. Fjölbreyttur stuðningur til kennslu á íslensku sem annað mál Þrátt fyrir að Reykjavík búi við þá sérstöðu að fá ekki framlög úr Jöfnunarsjóði vegna barna með annað móðurmál en íslensku, líkt og önnur sveitarfélög, höfum við innleitt umtalsverðan stuðning í umhverfi þessara barna undanfarin ár. Enda er stærstur hluti barna sem hafa annað móðurmál en íslensku í reykvískum skólum. Við höfum veitt fjármagni til bæði leik- og grunnskóla vegna kennslu á íslensku sem annað tungumál. Sett var á fót móttökuáætlun fyrir börn á þessum skólastigum sem flytja til landsins, þar sem fjölskyldan er tengd skólum, þjónustumiðstöðum og frístund, í verkefninu “Velkomin í hverfið þitt.” Í Miðju máls og læsis höfum við kennsluráðgjafa með sérþekkingu í móttöku, aðlögun og kennslu íslensku sem annað mál. Þar eru einnig brúarsmiðir sem tala m.a. arabísku, kúrdísku, pólsku og úkraínsku, til stuðnings skólum okkar. Í öllum borgarhlutum eru starfandi íslenskuver fyrir börn í 5.-10. bekk sem eru nýflutt til landsins. Auk þessa eru starfrækt sérstök skólaúrræði fyrir börn frá Úkraínu, sem ekki eru komin í varanlegt húsnæði og stoðdeild Birtu fyrir börn í leit að alþjóðlegri vernd. Framlag borgarinnar inn í þennan málaflokk er fjárfesting en ekki kostnaður, sem mun skila sér margfalt til baka. Þetta vitum við og því samþykkti borgarráð einróma í janúar að styrkja enn betur kennslu barna með annað móðurmál en íslensku. Stór hluti þessa framlags fer í íslenskukennslu, aukin stuðning við kennara til að kenna íslensku sem annað mál og annan stuðning vegna tungumála. En einnig verða til stuðningsteymi barna á flótta með mikla áfallasögu, til að gera þeim betur kleift að vinna úr sínum áföllum og öðlast heilbrigðara líf. Það hafa ekki öll sveitarfélög sama styrk og Reykjavík til að bregðast við mikilli aukningu barna sem þurfa þennan mikla stuðning til að komast inn í tungumálið okkar og samfélag. Hér þurfa sveitarfélögin því saman að taka samtal við ríkið um hvers konar þjónusta eigi að standa til boða til að við getum tekið á móti fólki með þeim sómabrag sem við teljum réttan og komum í veg fyrir jaðarsetningu stórra hópa. Ákall sumra sveitarfélaga um álag skólanna vegna þessa málaflokks er mikið áhyggjuefni. Borgarstjórn stendur saman Borgarstjórn hefur borið gæfu til þess að vera nokkuð sammála um að leggja mikla áherslu á mannréttindi í borginni, sýna mildi og kærleik. Aðgerðaráætlun 2023-2026, sem unnin var þverpólitískt, dregur fram markmið um að vera borg sem byggir á réttlæti, sanngirni og þátttöku íbúa þar sem engin er skilin eftir. Ekki heldur nýir Íslendingar og erlendir ríkisborgarar. Og er ég afar þakklát fyrir þennan samhug í borgarstjórn á tímum þegar samsæriskenningar og jaðarskoðanir grassera um allan heim. Fjárfesting en ekki kostnaður Stóryrði um kostnað samfélagsins við nýja íbúa er gjarnan mjög ýkt og pólariseruð. Innflytjendur eru upp til hópa alveg frábært fólk. Fólk sem hefur bjargir og getu til að fara af stað. Fólk sem treystir sér til að aðlagast nýjum tungumálum, siðum og venjum. Og fólk sem er að langstærstum hluta á vinnumarkaði. Þessu fólki eigum við að taka opnum örmum því í þeirra löngun til að verða partur af íslenskri þjóð felst okkar framtíðarauður. Okkar besta tæki er að opna fyrir innflytjendum dyr að íslensku samfélagi. Ekki síst með því að gefa því aðgang að tungumálinu okkar. Til að samfélagið sé öllum opið, þurfum við að auka samskipti milli ólíkra mál- og menningarhópa, brjóta við niður fordóma og koma í veg fyrir árekstra. Við í Reykjavík sjáum hvað fjölbreytileiki og mannréttindi hafa mikið að segja við þróun borgar og þess vegna opnum við faðminn með samstöðu og mildi. Um það er sátt í borgarstjórn. Höfundur er oddviti Viðreisnar og forseti borgarstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Íslensk tunga Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Rúmlega 20% Reykjavíkinga eru erlendir ríkisborgarar. Rúmlega 30 þúsund manns. Auk þeirra er fjöldi Íslendinga sem hér búa af erlendum uppruna. Þetta er velkominn hópur af fólki sem hér hefur ákveðið að búa og starfa, ala hér upp börnin sín og leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Eins og kom fram í Torginu, á Rúv í gær, er mikið ákall allra um að auka tækifæri þessa hóps til að læra og þjálfast í íslensku. Tungumálið okkar opnar dyr að fullri þátttöku í samfélaginu og því þurfum við að byrja stuðninginn strax hjá börnunum. Það þarf að styrkja íslenskukennslu fyrir börn í skólum og gera foreldrum þeirra kleift að þjálfast í tungumálinu okkar. Fjölbreytni í tungumálum nemenda hefur verið áskorun fyrir grunnskólastarf og því hefur Reykjavík tekið mjög meðvitaða ákvörðun um að styrkja skólana okkar til að bregðast við henni. Fjölbreyttur stuðningur til kennslu á íslensku sem annað mál Þrátt fyrir að Reykjavík búi við þá sérstöðu að fá ekki framlög úr Jöfnunarsjóði vegna barna með annað móðurmál en íslensku, líkt og önnur sveitarfélög, höfum við innleitt umtalsverðan stuðning í umhverfi þessara barna undanfarin ár. Enda er stærstur hluti barna sem hafa annað móðurmál en íslensku í reykvískum skólum. Við höfum veitt fjármagni til bæði leik- og grunnskóla vegna kennslu á íslensku sem annað tungumál. Sett var á fót móttökuáætlun fyrir börn á þessum skólastigum sem flytja til landsins, þar sem fjölskyldan er tengd skólum, þjónustumiðstöðum og frístund, í verkefninu “Velkomin í hverfið þitt.” Í Miðju máls og læsis höfum við kennsluráðgjafa með sérþekkingu í móttöku, aðlögun og kennslu íslensku sem annað mál. Þar eru einnig brúarsmiðir sem tala m.a. arabísku, kúrdísku, pólsku og úkraínsku, til stuðnings skólum okkar. Í öllum borgarhlutum eru starfandi íslenskuver fyrir börn í 5.-10. bekk sem eru nýflutt til landsins. Auk þessa eru starfrækt sérstök skólaúrræði fyrir börn frá Úkraínu, sem ekki eru komin í varanlegt húsnæði og stoðdeild Birtu fyrir börn í leit að alþjóðlegri vernd. Framlag borgarinnar inn í þennan málaflokk er fjárfesting en ekki kostnaður, sem mun skila sér margfalt til baka. Þetta vitum við og því samþykkti borgarráð einróma í janúar að styrkja enn betur kennslu barna með annað móðurmál en íslensku. Stór hluti þessa framlags fer í íslenskukennslu, aukin stuðning við kennara til að kenna íslensku sem annað mál og annan stuðning vegna tungumála. En einnig verða til stuðningsteymi barna á flótta með mikla áfallasögu, til að gera þeim betur kleift að vinna úr sínum áföllum og öðlast heilbrigðara líf. Það hafa ekki öll sveitarfélög sama styrk og Reykjavík til að bregðast við mikilli aukningu barna sem þurfa þennan mikla stuðning til að komast inn í tungumálið okkar og samfélag. Hér þurfa sveitarfélögin því saman að taka samtal við ríkið um hvers konar þjónusta eigi að standa til boða til að við getum tekið á móti fólki með þeim sómabrag sem við teljum réttan og komum í veg fyrir jaðarsetningu stórra hópa. Ákall sumra sveitarfélaga um álag skólanna vegna þessa málaflokks er mikið áhyggjuefni. Borgarstjórn stendur saman Borgarstjórn hefur borið gæfu til þess að vera nokkuð sammála um að leggja mikla áherslu á mannréttindi í borginni, sýna mildi og kærleik. Aðgerðaráætlun 2023-2026, sem unnin var þverpólitískt, dregur fram markmið um að vera borg sem byggir á réttlæti, sanngirni og þátttöku íbúa þar sem engin er skilin eftir. Ekki heldur nýir Íslendingar og erlendir ríkisborgarar. Og er ég afar þakklát fyrir þennan samhug í borgarstjórn á tímum þegar samsæriskenningar og jaðarskoðanir grassera um allan heim. Fjárfesting en ekki kostnaður Stóryrði um kostnað samfélagsins við nýja íbúa er gjarnan mjög ýkt og pólariseruð. Innflytjendur eru upp til hópa alveg frábært fólk. Fólk sem hefur bjargir og getu til að fara af stað. Fólk sem treystir sér til að aðlagast nýjum tungumálum, siðum og venjum. Og fólk sem er að langstærstum hluta á vinnumarkaði. Þessu fólki eigum við að taka opnum örmum því í þeirra löngun til að verða partur af íslenskri þjóð felst okkar framtíðarauður. Okkar besta tæki er að opna fyrir innflytjendum dyr að íslensku samfélagi. Ekki síst með því að gefa því aðgang að tungumálinu okkar. Til að samfélagið sé öllum opið, þurfum við að auka samskipti milli ólíkra mál- og menningarhópa, brjóta við niður fordóma og koma í veg fyrir árekstra. Við í Reykjavík sjáum hvað fjölbreytileiki og mannréttindi hafa mikið að segja við þróun borgar og þess vegna opnum við faðminn með samstöðu og mildi. Um það er sátt í borgarstjórn. Höfundur er oddviti Viðreisnar og forseti borgarstjórnar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun