Titillinn tekinn af KR: „Þetta er bara klúður“ Sindri Sverrisson skrifar 2. febrúar 2024 10:30 Víkingar og KR-ingar hafa eldað grátt silfur saman á fótboltavellinum síðustu ár. vísir/Hulda Margrét KR-ingar þurfa að öllum líkindum að horfa á eftir Reykjavíkurmeistaratitlinum í fótbolta, sem þeir fögnuðu í gærkvöld, í hendur Víkinga sem verður dæmdur 3-0 sigur í leik liðanna vegna ólöglegs leikmanns KR. Alex Þór Hauksson, nýr leikmaður KR, var ekki kominn með leikheimild þegar leikurinn fór fram en þetta staðfesti Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, við Vísi í morgun. Alex tók þó þátt í leiknum og því verður KR dæmt tap, þrátt fyrir að hafa unnið þennan úrslitaleik í vítaspyrnukeppni. Víkingar þurfa ekki að kæra úrslitin heldur er málið í höndum skrifstofu KSÍ sem reyndar virðist eiga ákveðna sök í málinu. Ákváðu að breyta ekki planinu Málið á sér nefnilega nokkurn aðdraganda. KR-ingar fengu í fyrstu þær upplýsingar frá KSÍ að Alex og Aron Sigurðarson, sem einnig er nýr leikmaður KR, mættu spila leikinn. Það var svo dregið til baka. Bjarni Guðjónsson, framkvæmdastjóri KR, útskýrði nánar hvernig þetta gekk fyrir sig: „Ég talaði við KSÍ í gærmorgun. Þar fengum við þær upplýsingar að þeir væru með leikheimild. Strákarnir fóru svo út á æfingu. Klukkutíma síðar fékk ég svo þær upplýsingar frá KSÍ að þeir væru ekki með leikheimild. Ég var svo í öðrum störfum, sem framkvæmdastjóri félagsins, og náði ekki aftur í Gregg [Ryder, þjálfara KR] fyrr en um fjögurleytið. Þá var búið að ákveða planið fyrir leikinn og við ákváðum af fótboltalegum ástæðum að spila bara leikinn eins og lagt var upp með frá æfingunni í hádeginu,“ segir Bjarni og ljóst að KR-ingar ætla ekki að svekkja sig of mikið á málinu: „Þetta er æfingamót. Auðvitað erum við ekki sáttir með að klára ekki titilinn en við ákváðum að spila þetta svona og sjá hvað gerðist. Við fengum frábæra æfingu út úr þessu og þar við situr Þetta er bara klúður. Við erum þá með fjörutíu svona titla en þeir fara í sinn sjötta. Við erum alveg ágætir og þetta hefur lítið að segja þegar út í alvöruna er komið í sumar.“ Bjarni Guðjónsson er framkvæmdastjóri KR.vísir Fengu ekki að spila á sama degi og Valur eða Fram hefðu fengið Það er í höndum skrifstofu KSÍ að úrskurða um leiki á mótum á undirbúningstímabilinu, svo félög sem taka þátt í leiknum þurfa ekki að kæra úrslit eins og ef um leik í bikarkeppninni eða á Íslandsmótinu væri að ræða. Það munaði aðeins einum degi að Alex mætti spila fyrir KR því í dag er hann kominn með leikheimild. Það sama má segja um Aron og einnig nýja leikmenn Víkings sem ekki tóku þátt í leiknum í gær. Bjarni lætur það þó ekki svekkja sig: „En það er auðvitað svolítið spes að KR fái að vita það á miðvikudagskvöldi klukkan 22 að það verði spilað daginn eftir klukkan 18,“ segir Bjarni en það varð ljóst eftir 3-2 sigur Fram á Val á miðvikudag hvaða lið myndu spila úrslitaleikinn. „ Við reyndum að færa leikinn, fram í helgina eða bara til 4. mars eins og ef að Valur eða Fram hefði átt að spila leikinn í stað okkar. En KR gat ekki fengið það, og allt í góðu með það.“ Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík KR Besta deild karla KSÍ Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Alex Þór Hauksson, nýr leikmaður KR, var ekki kominn með leikheimild þegar leikurinn fór fram en þetta staðfesti Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, við Vísi í morgun. Alex tók þó þátt í leiknum og því verður KR dæmt tap, þrátt fyrir að hafa unnið þennan úrslitaleik í vítaspyrnukeppni. Víkingar þurfa ekki að kæra úrslitin heldur er málið í höndum skrifstofu KSÍ sem reyndar virðist eiga ákveðna sök í málinu. Ákváðu að breyta ekki planinu Málið á sér nefnilega nokkurn aðdraganda. KR-ingar fengu í fyrstu þær upplýsingar frá KSÍ að Alex og Aron Sigurðarson, sem einnig er nýr leikmaður KR, mættu spila leikinn. Það var svo dregið til baka. Bjarni Guðjónsson, framkvæmdastjóri KR, útskýrði nánar hvernig þetta gekk fyrir sig: „Ég talaði við KSÍ í gærmorgun. Þar fengum við þær upplýsingar að þeir væru með leikheimild. Strákarnir fóru svo út á æfingu. Klukkutíma síðar fékk ég svo þær upplýsingar frá KSÍ að þeir væru ekki með leikheimild. Ég var svo í öðrum störfum, sem framkvæmdastjóri félagsins, og náði ekki aftur í Gregg [Ryder, þjálfara KR] fyrr en um fjögurleytið. Þá var búið að ákveða planið fyrir leikinn og við ákváðum af fótboltalegum ástæðum að spila bara leikinn eins og lagt var upp með frá æfingunni í hádeginu,“ segir Bjarni og ljóst að KR-ingar ætla ekki að svekkja sig of mikið á málinu: „Þetta er æfingamót. Auðvitað erum við ekki sáttir með að klára ekki titilinn en við ákváðum að spila þetta svona og sjá hvað gerðist. Við fengum frábæra æfingu út úr þessu og þar við situr Þetta er bara klúður. Við erum þá með fjörutíu svona titla en þeir fara í sinn sjötta. Við erum alveg ágætir og þetta hefur lítið að segja þegar út í alvöruna er komið í sumar.“ Bjarni Guðjónsson er framkvæmdastjóri KR.vísir Fengu ekki að spila á sama degi og Valur eða Fram hefðu fengið Það er í höndum skrifstofu KSÍ að úrskurða um leiki á mótum á undirbúningstímabilinu, svo félög sem taka þátt í leiknum þurfa ekki að kæra úrslit eins og ef um leik í bikarkeppninni eða á Íslandsmótinu væri að ræða. Það munaði aðeins einum degi að Alex mætti spila fyrir KR því í dag er hann kominn með leikheimild. Það sama má segja um Aron og einnig nýja leikmenn Víkings sem ekki tóku þátt í leiknum í gær. Bjarni lætur það þó ekki svekkja sig: „En það er auðvitað svolítið spes að KR fái að vita það á miðvikudagskvöldi klukkan 22 að það verði spilað daginn eftir klukkan 18,“ segir Bjarni en það varð ljóst eftir 3-2 sigur Fram á Val á miðvikudag hvaða lið myndu spila úrslitaleikinn. „ Við reyndum að færa leikinn, fram í helgina eða bara til 4. mars eins og ef að Valur eða Fram hefði átt að spila leikinn í stað okkar. En KR gat ekki fengið það, og allt í góðu með það.“
Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík KR Besta deild karla KSÍ Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira