Hætt á Instagram eftir fullyrðingar um lýtaaðgerðir Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. janúar 2024 12:37 Erin Moriarty segist miður sín yfir umræðunni um útlit hennar. Chelsea Guglielmino/Getty Images Bandaríska leikkonan Erin Moriarty er hætt á Instagram og gagnrýnir fréttakonuna Megyn Kelly harðlega vegna dylgna hennar um að Moriarty hafi gengist undir lýtaaðgerðir. Leikkonan, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í ofurhetjuþáttunum The Boys, segir í yfirlýsingu að hún hafi aldrei búist við því að þurfa að tjá sig um slík mál á opinberum vettvangi. Ástæðan er sú að Kelly nefndi Moriarty í hlaðvarpsþætti sínum sem dæmi um ungmenni sem undirgengst hefðu lýtaaðgerðir. Þá birti hún mynd af leikkonunni. „Fleiri og fleiri ungar konur eru að gera þetta,“ sagði Kelly í hlaðvarpinu. „Þetta snýst ekki um andstöðu gegn lýtaaðgerðum, en þetta snýst um þessa þráhyggju um að breyta þér í falsútgáfu af þér...mér finnst þetta eins og merki um geðsjúkdóm. Ég vil komast í hausinn á þessum ungu konum og segja: „Plís, ekki gera þetta.“ Klippu úr þættinum má horfa á hér fyrir neðan. Megan Kelly on Actress Erin Moriarty's radical transformation with what seems like plastic surgery pic.twitter.com/15xe9ptTXc— Sociat USA (@SociatUSA) January 28, 2024 Segist í áfalli yfir ummælunum Í yfirlýsingu sinni segist bandaríska leikkonan aldrei hafa lent í viðlíka einelti og nú. Hún segist hafa fengið send skilaboð um ummæli Megyn og að hún sé í áfalli vegna málsins. Mynd sem Megyn hafi birt af leikkonunni og sagt að væri árs gömul mynd, væri í raun tíu ára gömul. Hin nýja mynd hafi verið af leikkonunni þar sem hún hafi verið með mikinn farða á sér. Hún segist ekki ætla að sætta sig við að talað sé um sig á þennan hátt. „Þetta er áreitni. Þetta eru falsfréttir,“ segir leikkonan. Hún segist ekki ætla að opna Instagram aftur um hríð, mögulega aldrei aftur. Yfirlýsing leikkonunnar í heild sinni: Hollywood Bandaríkin Lýtalækningar Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Leikkonan, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í ofurhetjuþáttunum The Boys, segir í yfirlýsingu að hún hafi aldrei búist við því að þurfa að tjá sig um slík mál á opinberum vettvangi. Ástæðan er sú að Kelly nefndi Moriarty í hlaðvarpsþætti sínum sem dæmi um ungmenni sem undirgengst hefðu lýtaaðgerðir. Þá birti hún mynd af leikkonunni. „Fleiri og fleiri ungar konur eru að gera þetta,“ sagði Kelly í hlaðvarpinu. „Þetta snýst ekki um andstöðu gegn lýtaaðgerðum, en þetta snýst um þessa þráhyggju um að breyta þér í falsútgáfu af þér...mér finnst þetta eins og merki um geðsjúkdóm. Ég vil komast í hausinn á þessum ungu konum og segja: „Plís, ekki gera þetta.“ Klippu úr þættinum má horfa á hér fyrir neðan. Megan Kelly on Actress Erin Moriarty's radical transformation with what seems like plastic surgery pic.twitter.com/15xe9ptTXc— Sociat USA (@SociatUSA) January 28, 2024 Segist í áfalli yfir ummælunum Í yfirlýsingu sinni segist bandaríska leikkonan aldrei hafa lent í viðlíka einelti og nú. Hún segist hafa fengið send skilaboð um ummæli Megyn og að hún sé í áfalli vegna málsins. Mynd sem Megyn hafi birt af leikkonunni og sagt að væri árs gömul mynd, væri í raun tíu ára gömul. Hin nýja mynd hafi verið af leikkonunni þar sem hún hafi verið með mikinn farða á sér. Hún segist ekki ætla að sætta sig við að talað sé um sig á þennan hátt. „Þetta er áreitni. Þetta eru falsfréttir,“ segir leikkonan. Hún segist ekki ætla að opna Instagram aftur um hríð, mögulega aldrei aftur. Yfirlýsing leikkonunnar í heild sinni:
Hollywood Bandaríkin Lýtalækningar Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira