Hætt á Instagram eftir fullyrðingar um lýtaaðgerðir Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. janúar 2024 12:37 Erin Moriarty segist miður sín yfir umræðunni um útlit hennar. Chelsea Guglielmino/Getty Images Bandaríska leikkonan Erin Moriarty er hætt á Instagram og gagnrýnir fréttakonuna Megyn Kelly harðlega vegna dylgna hennar um að Moriarty hafi gengist undir lýtaaðgerðir. Leikkonan, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í ofurhetjuþáttunum The Boys, segir í yfirlýsingu að hún hafi aldrei búist við því að þurfa að tjá sig um slík mál á opinberum vettvangi. Ástæðan er sú að Kelly nefndi Moriarty í hlaðvarpsþætti sínum sem dæmi um ungmenni sem undirgengst hefðu lýtaaðgerðir. Þá birti hún mynd af leikkonunni. „Fleiri og fleiri ungar konur eru að gera þetta,“ sagði Kelly í hlaðvarpinu. „Þetta snýst ekki um andstöðu gegn lýtaaðgerðum, en þetta snýst um þessa þráhyggju um að breyta þér í falsútgáfu af þér...mér finnst þetta eins og merki um geðsjúkdóm. Ég vil komast í hausinn á þessum ungu konum og segja: „Plís, ekki gera þetta.“ Klippu úr þættinum má horfa á hér fyrir neðan. Megan Kelly on Actress Erin Moriarty's radical transformation with what seems like plastic surgery pic.twitter.com/15xe9ptTXc— Sociat USA (@SociatUSA) January 28, 2024 Segist í áfalli yfir ummælunum Í yfirlýsingu sinni segist bandaríska leikkonan aldrei hafa lent í viðlíka einelti og nú. Hún segist hafa fengið send skilaboð um ummæli Megyn og að hún sé í áfalli vegna málsins. Mynd sem Megyn hafi birt af leikkonunni og sagt að væri árs gömul mynd, væri í raun tíu ára gömul. Hin nýja mynd hafi verið af leikkonunni þar sem hún hafi verið með mikinn farða á sér. Hún segist ekki ætla að sætta sig við að talað sé um sig á þennan hátt. „Þetta er áreitni. Þetta eru falsfréttir,“ segir leikkonan. Hún segist ekki ætla að opna Instagram aftur um hríð, mögulega aldrei aftur. Yfirlýsing leikkonunnar í heild sinni: Hollywood Bandaríkin Lýtalækningar Mest lesið Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Leikkonan, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í ofurhetjuþáttunum The Boys, segir í yfirlýsingu að hún hafi aldrei búist við því að þurfa að tjá sig um slík mál á opinberum vettvangi. Ástæðan er sú að Kelly nefndi Moriarty í hlaðvarpsþætti sínum sem dæmi um ungmenni sem undirgengst hefðu lýtaaðgerðir. Þá birti hún mynd af leikkonunni. „Fleiri og fleiri ungar konur eru að gera þetta,“ sagði Kelly í hlaðvarpinu. „Þetta snýst ekki um andstöðu gegn lýtaaðgerðum, en þetta snýst um þessa þráhyggju um að breyta þér í falsútgáfu af þér...mér finnst þetta eins og merki um geðsjúkdóm. Ég vil komast í hausinn á þessum ungu konum og segja: „Plís, ekki gera þetta.“ Klippu úr þættinum má horfa á hér fyrir neðan. Megan Kelly on Actress Erin Moriarty's radical transformation with what seems like plastic surgery pic.twitter.com/15xe9ptTXc— Sociat USA (@SociatUSA) January 28, 2024 Segist í áfalli yfir ummælunum Í yfirlýsingu sinni segist bandaríska leikkonan aldrei hafa lent í viðlíka einelti og nú. Hún segist hafa fengið send skilaboð um ummæli Megyn og að hún sé í áfalli vegna málsins. Mynd sem Megyn hafi birt af leikkonunni og sagt að væri árs gömul mynd, væri í raun tíu ára gömul. Hin nýja mynd hafi verið af leikkonunni þar sem hún hafi verið með mikinn farða á sér. Hún segist ekki ætla að sætta sig við að talað sé um sig á þennan hátt. „Þetta er áreitni. Þetta eru falsfréttir,“ segir leikkonan. Hún segist ekki ætla að opna Instagram aftur um hríð, mögulega aldrei aftur. Yfirlýsing leikkonunnar í heild sinni:
Hollywood Bandaríkin Lýtalækningar Mest lesið Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira