Kym Valentine, meðleikkona Martin úr þáttunum, greindi frá fréttunum í dag. Dánarorsök Beckwith liggur ekki fyrir.

„Það hryggir mig svo að segja þetta. Okkar kæri vinur, Troy Beckwith, er fallinn frá,“ skrifaði Valentine í Facebook-færslu.
„Annar meðlimur úr okkar sjónvarpsfjölskyldu sem er farinn alltof snemma. Það verður enginn jarðarför að beiðni Troy,“ skrifaði hún einnig.
Beckwith átti stuttan leiklistarferil á tíunda áratungnum. Hann er þekktastur fyrir leik sinn sem illlmennið Michael „Sicko Micko“ Martin í áströlsku sápuóperunni Nágrönnum á árunum 1992 til 1998.
„Sicko Micko“ naut mikilla vinsælda hjá aðdáendum þáttanna og hefur yfirleitt endað ofarlega á listum yfir bestu karaktera Nágranna.