Körfuboltakvöld um sóknarleik Hamars: „Gefið boltann bara á hann“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. janúar 2024 23:31 Ragnar Nathanaelsson á að fá boltann oftar að mati Körfuboltakvölds. Vísir/Vilhelm Körfuboltakvöld ræddi aðeins sóknarleik Hamars í eins stigs tapinu gegn Haukum í síðustu umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Þar skildu menn einfaldlega ekki af hverju Hamar nýtti ekki styrkleika Ragnars Ágústs Nathanaelssonar, betur þekktur sem Raggi Nat, betur. „Sem betur fer var þessi leikur spennandi því þetta var skelfilegur körfuboltaleikur, alveg bara hryllilegur. Það voru ekki mikil gæði í þessum leik. Hamarsmenn geta sjálfum sér um kennt að hafa ekki unnið þennan leik, Haukarnir voru að biðja þá um að klára þetta,“ sagði Helgi Magnússon um leikinn sem Haukar unnu með einu stigi. Hamar er því enn án sigurs á leiktíðinni. „Það kom leikkafli þar sem þeir náðu varla upp skoti. Það var ákvörðun eftir ákvörðun eftir ákvörðun hjá Hamarsmönnum sem var bara röng,“ sagði Teitur Örlygsson áður en hann spurði hvað Ragnar hefði tekið mörg skot í leiknum. Ragnar skoraði alls 13 stig í leiknum. Hann hitti úr fjórum af fimm skotum sínum úr teignum og nýtti fimm af sex vítaskotum sínum. Einnig tók hann 14 fráköst. „Útlendingarnir taka samtals 50 skot, Franck Kamgain tekur 30 skot,“ benti Teitur á en Kamgain var stigahæstur í liði Hamars með 33 stig. Nýting hans var hins vegar langt frá því að vera jafn góð og Ragnars. Klippa: Körfuboltakvöld um sóknarleik Hamars: Gefið boltann bara á hann „Ofan á það er Raggi galopinn, ítrekað,“ bætti Helgi við áður en Teitur fékk orðið að nýju. Hann benti á að styrkleikar Ragnars hefðu ekki verið nýttir og menn ættu að sjá að hann væri opinn inn á teig. „Þetta er ekkert lítill búningur sem er að rúlla yfir teiginn, þú átt bara að sjá þetta.“ Þá gagnrýndi hann það hvar Ragnar væri að fá boltann á vellinum. „Þar sem hann þarf að drippla boltanum sex sinnum inn á teig, það er ekkert hans bolti. Honum líður illa þar, þetta er ekki hans styrkleiki. Þegar þeir tóku svo þessi háu screen on top of the key, það var eina sóknin sem þeir áttu að spila.“ „Raggi með hátt flatt screen og dýfa sér á hringinn, svo sjáum við hvað gerist. Tökum ákvarðanir út frá því,“ skaut Helgi inn í áður en Teitur átti lokaorðið. „Gefið boltann líka bara á hann, voru að gefa gólfsendingar í lappirnar á honum. Lyftið honum á hann, þá er brotið á Ragga og hann er frábær vítaskytta.“ Körfubolti Subway-deild karla Körfuboltakvöld Hamar Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Sjá meira
„Sem betur fer var þessi leikur spennandi því þetta var skelfilegur körfuboltaleikur, alveg bara hryllilegur. Það voru ekki mikil gæði í þessum leik. Hamarsmenn geta sjálfum sér um kennt að hafa ekki unnið þennan leik, Haukarnir voru að biðja þá um að klára þetta,“ sagði Helgi Magnússon um leikinn sem Haukar unnu með einu stigi. Hamar er því enn án sigurs á leiktíðinni. „Það kom leikkafli þar sem þeir náðu varla upp skoti. Það var ákvörðun eftir ákvörðun eftir ákvörðun hjá Hamarsmönnum sem var bara röng,“ sagði Teitur Örlygsson áður en hann spurði hvað Ragnar hefði tekið mörg skot í leiknum. Ragnar skoraði alls 13 stig í leiknum. Hann hitti úr fjórum af fimm skotum sínum úr teignum og nýtti fimm af sex vítaskotum sínum. Einnig tók hann 14 fráköst. „Útlendingarnir taka samtals 50 skot, Franck Kamgain tekur 30 skot,“ benti Teitur á en Kamgain var stigahæstur í liði Hamars með 33 stig. Nýting hans var hins vegar langt frá því að vera jafn góð og Ragnars. Klippa: Körfuboltakvöld um sóknarleik Hamars: Gefið boltann bara á hann „Ofan á það er Raggi galopinn, ítrekað,“ bætti Helgi við áður en Teitur fékk orðið að nýju. Hann benti á að styrkleikar Ragnars hefðu ekki verið nýttir og menn ættu að sjá að hann væri opinn inn á teig. „Þetta er ekkert lítill búningur sem er að rúlla yfir teiginn, þú átt bara að sjá þetta.“ Þá gagnrýndi hann það hvar Ragnar væri að fá boltann á vellinum. „Þar sem hann þarf að drippla boltanum sex sinnum inn á teig, það er ekkert hans bolti. Honum líður illa þar, þetta er ekki hans styrkleiki. Þegar þeir tóku svo þessi háu screen on top of the key, það var eina sóknin sem þeir áttu að spila.“ „Raggi með hátt flatt screen og dýfa sér á hringinn, svo sjáum við hvað gerist. Tökum ákvarðanir út frá því,“ skaut Helgi inn í áður en Teitur átti lokaorðið. „Gefið boltann líka bara á hann, voru að gefa gólfsendingar í lappirnar á honum. Lyftið honum á hann, þá er brotið á Ragga og hann er frábær vítaskytta.“
Körfubolti Subway-deild karla Körfuboltakvöld Hamar Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti