Allhvass vindur með dimmum éljum mun ganga yfir fyrri partinn í dag. Veðurstofa Íslands hefur varað við lélegu skyggni og slæmum akstursskilyrðum.
Gular viðvaranir eru í gildi á Suðurlandi, í Faxaflóa og í Breiðafirði. Viðvaranirnar standa yfir til klukkan þrjú, fjögur og fimm.
Nánar upplýsingar um færð á vegum má nálgast á vef Vegagerðarinnar. Upplýsingar um veðurviðvaranir eru á vef Veðurstofunnar.