Tóku brúðkaupsmyndirnar í Melabúðinni: „Skemmtilegasta búðin á landinu“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. janúar 2024 16:20 Ef vel er að gáð má sjá að myndin er í raun fjölskyldumynd. Aldís Pálsdóttir Þau Klara Rún Ragnarsdóttir og Birgir Már Arnórsson gengu nýlega í hjónaband. En í stað hinna hefðbundnu brúðkaupsmynda sem gjarnan eru teknar í náttúrunni eða í ljósmyndaveri í tilefni þess áfanga ákváðu þau að myndirnar yrðu teknar í Melabúðinni. Klara, sem er verkefnastjóri dagskrár hjá HönnunarMars, segir enga sérstaka sögu eða ástæðu liggja að baki valinu á Melabúðinni sem staðsetningu á brúðkaupsmyndunum. „Okkur finnst þetta bara skemmtileg búð,“ segir hún í samtali við fréttakonu. Hún segist hafa sótt innblástur á fagurkeraforritinu Pinterest en þar hafði hún verið að leita að óvenjulegum og skemmtilegum hugmyndum að brúðkaupsmyndum þegar hún hnaut um myndir teknar í matvörubúð. „Og þá var Melabúðin það fyrsta sem mér datt í hug. Ég talaði við Aldísi, sem var að taka myndirnar, og sagði henni frá pælingunum. Og henni leist mjög vel á og talaði við þau niðri í Melabúð,“ segir Klara. „Aldís er svo auðvitað snillingur á myndavélinni svo þetta gat ekki klikkað.“ Klara og Birgir ofursvöl brúðhjón í Melabúðinni. Aldís Pálsdóttir Melabúðarmyndirnar eiga vel við vegna þess að Klara og Birgir höfðu ákveðið að hafa brúðkaupið lítið og sætt og óhefðbundið. „Við ákváðum að láta gefa okkur saman hjá sýslumanni þannig að okkur langaði til þess að gera þetta svolítið óvenjulegt,“ segir Klara. Birgir og Klara höfðu ákveðið að láta gefa sig saman þann 5. janúar en sögðu nær engum fyrr en tveimur dögum fyrr. „Við buðum nánustu fjölskyldu út að borða á La Primavera í Marshallhúsinu og svo vinum okkar í tryllt karókí partý eftir það.“ Fjölskyldan myndaðist vel við vegginn. Aldís Pálsdóttir Auk Melabúðarmyndanna voru teknar fjölskyldumyndir við grafítí-vegg. Klara segir þetta allt hafa komið vel út. „Við erum enn í skýjunum eftir þennan dásamlega dag. Og svo ánægð að eiga þessar geggjuðu myndir til minningar um daginn,“ segir Klara. „Svo erum við búin að finna fyrir því hvað það fannst öllum þetta skemmtilegt, og þeim í Melabúðinni fannst þetta alveg geggjað.“ Aldís Pálsdóttir ljósmyndari tók myndirnar. Aldís Pálsdóttir Þannig að búðarferðir eru ekkert sérstaklega heilög stund hjá ykkur? Þetta var meira hugsað út frá fagurfræðinni? „Nei þetta er ekki tengt því, en Melabúðin er samt skemmtilegasta búðin á landinu,“ segir Klara. Hún kann starfsfólkinu í Melabúðinni miklar þakkir fyrir móttökurnar. „Ég vona að Melabúðin verði bara aðal staðurinn núna.“ Ljósmyndun Brúðkaup Ástin og lífið Matvöruverslun Reykjavík Tímamót Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fleiri fréttir Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Sjá meira
Klara, sem er verkefnastjóri dagskrár hjá HönnunarMars, segir enga sérstaka sögu eða ástæðu liggja að baki valinu á Melabúðinni sem staðsetningu á brúðkaupsmyndunum. „Okkur finnst þetta bara skemmtileg búð,“ segir hún í samtali við fréttakonu. Hún segist hafa sótt innblástur á fagurkeraforritinu Pinterest en þar hafði hún verið að leita að óvenjulegum og skemmtilegum hugmyndum að brúðkaupsmyndum þegar hún hnaut um myndir teknar í matvörubúð. „Og þá var Melabúðin það fyrsta sem mér datt í hug. Ég talaði við Aldísi, sem var að taka myndirnar, og sagði henni frá pælingunum. Og henni leist mjög vel á og talaði við þau niðri í Melabúð,“ segir Klara. „Aldís er svo auðvitað snillingur á myndavélinni svo þetta gat ekki klikkað.“ Klara og Birgir ofursvöl brúðhjón í Melabúðinni. Aldís Pálsdóttir Melabúðarmyndirnar eiga vel við vegna þess að Klara og Birgir höfðu ákveðið að hafa brúðkaupið lítið og sætt og óhefðbundið. „Við ákváðum að láta gefa okkur saman hjá sýslumanni þannig að okkur langaði til þess að gera þetta svolítið óvenjulegt,“ segir Klara. Birgir og Klara höfðu ákveðið að láta gefa sig saman þann 5. janúar en sögðu nær engum fyrr en tveimur dögum fyrr. „Við buðum nánustu fjölskyldu út að borða á La Primavera í Marshallhúsinu og svo vinum okkar í tryllt karókí partý eftir það.“ Fjölskyldan myndaðist vel við vegginn. Aldís Pálsdóttir Auk Melabúðarmyndanna voru teknar fjölskyldumyndir við grafítí-vegg. Klara segir þetta allt hafa komið vel út. „Við erum enn í skýjunum eftir þennan dásamlega dag. Og svo ánægð að eiga þessar geggjuðu myndir til minningar um daginn,“ segir Klara. „Svo erum við búin að finna fyrir því hvað það fannst öllum þetta skemmtilegt, og þeim í Melabúðinni fannst þetta alveg geggjað.“ Aldís Pálsdóttir ljósmyndari tók myndirnar. Aldís Pálsdóttir Þannig að búðarferðir eru ekkert sérstaklega heilög stund hjá ykkur? Þetta var meira hugsað út frá fagurfræðinni? „Nei þetta er ekki tengt því, en Melabúðin er samt skemmtilegasta búðin á landinu,“ segir Klara. Hún kann starfsfólkinu í Melabúðinni miklar þakkir fyrir móttökurnar. „Ég vona að Melabúðin verði bara aðal staðurinn núna.“
Ljósmyndun Brúðkaup Ástin og lífið Matvöruverslun Reykjavík Tímamót Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fleiri fréttir Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Sjá meira