Skammist ykkar! Sigurþóra Bergsdóttir og Rúnar Unnþórsson skrifa 21. janúar 2024 19:31 Við erum foreldrar og teljum okkur tilneydd að tjá okkur um þáttaröð um Sigurð Þórðarson (einnig þekktur sem Siggi hakkari) og umfjöllun um hana til að standa vörð um minningu og mannorð sonar okkar Bergs Snæs. Við getum ekki látið óátalið að Sigurði sé veittur vettvangur til að áreita son okkar yfir gröf og dauða með aðstoð óvandaðs dansks þáttagerðafólks og með stuðningi Stöðvar 2 - sem kaus að kaupa þessa þætti, sýna í dagskrá sinni, og nýta visir.is til að koma þáttunum á framfæri. Við áttum samskipti við danska þáttagerðarfólkið fyrir rúmum tveimur árum síðan. Í þeim tókum við skýrt fram að við vildum ekki vera tengd gerð þessara þátta og að við vorum þeirrar skoðunar að það ætti alls ekki að gera þessa þætti, Ástæðan er að við vitum að Sigurður er hræðilegur maður og öll umfjöllun um hann mun aðeins fæða skrímslið sem hann er. Sigurður beitti son okkar hrottalegu ofbeldi í þrjú ár, þegar sonur okkar var 14-17 ára. Hann hélt áfram að áreita son okkar og reyna að halda sambandi við hann alveg þar til hann tók sitt eigið líf, 19 ára. Þegar málið var rannsakað neitaði Sigurður að kannast við son okkar, þrátt fyrir sannfærandi vitnisburð hans á ofbeldinu til lögreglu. Að sögn rannsóknalögreglu var vitnisburðurinn samhljóma vitnisburðum annarra fórnarlamba Sigurðar. Saksóknari ákvað, engu að síður, að fella niður mál sonar okkar vegna neitunar Sigurðar. Þrátt fyrir að hægt væri að afsanna þessi orð Sigurðar. Nú hafa þessir þættir verið gerðir, Stöð 2 keypti þáttaröðina og eru þættirnir aðgengilegir á þeirra miðlum. Svo virðist sem okkar helsti ótti um efnistök hafi raungerst. Það er, að Í þáttunum fær Sigurður vettvang til að bulla án ritskoðunar. Þekkjandi sögu Sigurðar höfðum við varað þáttagerðafólkið við því að gera þetta með þeim hætti en höfðum verið fullvissuð um að svo yrði ekki. Viku fyrir birtingu fyrsta þáttarins, fengum við tölvupóst frá þáttagerðafólkinu þar sem fullyrt var að tekið hefði verið tillit til okkar óska um að birta ekki mynd af syni okkar. Við þökkuðum þeim fyrir að láta okkur vita, ítrekuðum andstöðu okkar við þessa þætti, spurðum ekkert um efnistök og afþökkuðum að láta hafa eitthvað eftir okkur. Þáttagerðarfólkið sleppti að segja okkur að það er myndskeið í þáttunum þar sem Sigurður fer að leiði sonar okkar og nafnið hans á legsteininum sýnt í nærmynd. Það er eitthvað sem, í okkar villtustu draumum, okkur hefði ekki dottið í hug. Að fara með mann sem vitað var - út frá okkar samskiptum - að við fyrirlítum og viljum ekkert tengjast á heilagan stað sem er grafreitur sonar okkar. Þetta er svo ótrúlega ófyrirleitið að við bara getum ekki náð utan um það. Hver gerir svona! Þessu til viðbótar lýgur þáttagerðarfólkið um að það hafi unnið þættina með samþykki okkar. Með því snúa þau hnífnum enn frekar í sárinu. Segja má að vinnubrögðin séu í besta falli ófagleg en gætu vel talist siðblind, og bera vott um fégirni. Ef danska þáttagerðarfólkið fellur í seinni flokkinn þá má segja að það sé ekki mikið betra en skrímslið sem þættirnir fjalla um. Hvað varðar fjölmiðla Sýnar þá vita þeir betur. Þeir þekkja sögu Sigurðar. Það að Stöð 2 hafi keypt þessa þætti og sýnt ber vott um dómgreindarleysi sem jaðrar við siðleysi. Síðan er höfuðið bitið af skömminni með óvönduðum fréttaflutningi um þættina á visir.is. Allt til að græða pening. Skömm þeirra sem tóku þátt í þessu er mikil. Það hefur tekið okkur aðstandendur mjög langan tíma að læra að lifa með þessum harmleik. Gerð og sýning þessarar þáttaraðar hefur ýft upp sárið og umfjöllun visir.is um þessa þáttaröð hefur virkað eins og að nudda salti í sárið. Við höfum vissulega fengið leiðréttingu á visir.is í formi yfirlýsingar fjölskyldu en lygar danska þáttagerðafólksins standa þarna enn. Vert er að nefna að Sigurður á ótal fórnalömb sem þjást nú vegna þessarar umfjöllunar og viljum við senda þeim kveðju og faðm. Við bjóðum þeim öllum að hafa samband við okkur sem vilja, við viljum veita þeim allan þann styrk og aðstoð sem við getum. Við viljum hvetja ykkur öll til að hunsa þessa þætti og að mótmæla að Stöð 2 sýni þetta. Helst vildum við að þættirnir verði teknir af dagskrá. Við munum anda okkur í gegnum þetta, hugsa fallega til sonar okkar og allra fórnarlamba Sigurðar, og vona að storminn lægi sem fyrst. Við vildum ekki tjá okkur um þetta, töldum okkur tilneydd en höfum nú sagt allt sem þarf. Höfundar eru foreldrar Bergs Snæs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mál Sigga hakkara Sigurþóra Bergsdóttir Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Við erum foreldrar og teljum okkur tilneydd að tjá okkur um þáttaröð um Sigurð Þórðarson (einnig þekktur sem Siggi hakkari) og umfjöllun um hana til að standa vörð um minningu og mannorð sonar okkar Bergs Snæs. Við getum ekki látið óátalið að Sigurði sé veittur vettvangur til að áreita son okkar yfir gröf og dauða með aðstoð óvandaðs dansks þáttagerðafólks og með stuðningi Stöðvar 2 - sem kaus að kaupa þessa þætti, sýna í dagskrá sinni, og nýta visir.is til að koma þáttunum á framfæri. Við áttum samskipti við danska þáttagerðarfólkið fyrir rúmum tveimur árum síðan. Í þeim tókum við skýrt fram að við vildum ekki vera tengd gerð þessara þátta og að við vorum þeirrar skoðunar að það ætti alls ekki að gera þessa þætti, Ástæðan er að við vitum að Sigurður er hræðilegur maður og öll umfjöllun um hann mun aðeins fæða skrímslið sem hann er. Sigurður beitti son okkar hrottalegu ofbeldi í þrjú ár, þegar sonur okkar var 14-17 ára. Hann hélt áfram að áreita son okkar og reyna að halda sambandi við hann alveg þar til hann tók sitt eigið líf, 19 ára. Þegar málið var rannsakað neitaði Sigurður að kannast við son okkar, þrátt fyrir sannfærandi vitnisburð hans á ofbeldinu til lögreglu. Að sögn rannsóknalögreglu var vitnisburðurinn samhljóma vitnisburðum annarra fórnarlamba Sigurðar. Saksóknari ákvað, engu að síður, að fella niður mál sonar okkar vegna neitunar Sigurðar. Þrátt fyrir að hægt væri að afsanna þessi orð Sigurðar. Nú hafa þessir þættir verið gerðir, Stöð 2 keypti þáttaröðina og eru þættirnir aðgengilegir á þeirra miðlum. Svo virðist sem okkar helsti ótti um efnistök hafi raungerst. Það er, að Í þáttunum fær Sigurður vettvang til að bulla án ritskoðunar. Þekkjandi sögu Sigurðar höfðum við varað þáttagerðafólkið við því að gera þetta með þeim hætti en höfðum verið fullvissuð um að svo yrði ekki. Viku fyrir birtingu fyrsta þáttarins, fengum við tölvupóst frá þáttagerðafólkinu þar sem fullyrt var að tekið hefði verið tillit til okkar óska um að birta ekki mynd af syni okkar. Við þökkuðum þeim fyrir að láta okkur vita, ítrekuðum andstöðu okkar við þessa þætti, spurðum ekkert um efnistök og afþökkuðum að láta hafa eitthvað eftir okkur. Þáttagerðarfólkið sleppti að segja okkur að það er myndskeið í þáttunum þar sem Sigurður fer að leiði sonar okkar og nafnið hans á legsteininum sýnt í nærmynd. Það er eitthvað sem, í okkar villtustu draumum, okkur hefði ekki dottið í hug. Að fara með mann sem vitað var - út frá okkar samskiptum - að við fyrirlítum og viljum ekkert tengjast á heilagan stað sem er grafreitur sonar okkar. Þetta er svo ótrúlega ófyrirleitið að við bara getum ekki náð utan um það. Hver gerir svona! Þessu til viðbótar lýgur þáttagerðarfólkið um að það hafi unnið þættina með samþykki okkar. Með því snúa þau hnífnum enn frekar í sárinu. Segja má að vinnubrögðin séu í besta falli ófagleg en gætu vel talist siðblind, og bera vott um fégirni. Ef danska þáttagerðarfólkið fellur í seinni flokkinn þá má segja að það sé ekki mikið betra en skrímslið sem þættirnir fjalla um. Hvað varðar fjölmiðla Sýnar þá vita þeir betur. Þeir þekkja sögu Sigurðar. Það að Stöð 2 hafi keypt þessa þætti og sýnt ber vott um dómgreindarleysi sem jaðrar við siðleysi. Síðan er höfuðið bitið af skömminni með óvönduðum fréttaflutningi um þættina á visir.is. Allt til að græða pening. Skömm þeirra sem tóku þátt í þessu er mikil. Það hefur tekið okkur aðstandendur mjög langan tíma að læra að lifa með þessum harmleik. Gerð og sýning þessarar þáttaraðar hefur ýft upp sárið og umfjöllun visir.is um þessa þáttaröð hefur virkað eins og að nudda salti í sárið. Við höfum vissulega fengið leiðréttingu á visir.is í formi yfirlýsingar fjölskyldu en lygar danska þáttagerðafólksins standa þarna enn. Vert er að nefna að Sigurður á ótal fórnalömb sem þjást nú vegna þessarar umfjöllunar og viljum við senda þeim kveðju og faðm. Við bjóðum þeim öllum að hafa samband við okkur sem vilja, við viljum veita þeim allan þann styrk og aðstoð sem við getum. Við viljum hvetja ykkur öll til að hunsa þessa þætti og að mótmæla að Stöð 2 sýni þetta. Helst vildum við að þættirnir verði teknir af dagskrá. Við munum anda okkur í gegnum þetta, hugsa fallega til sonar okkar og allra fórnarlamba Sigurðar, og vona að storminn lægi sem fyrst. Við vildum ekki tjá okkur um þetta, töldum okkur tilneydd en höfum nú sagt allt sem þarf. Höfundar eru foreldrar Bergs Snæs.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar