Til skoðunar að fleiri í bið geti sótt um niðurgreiðslu Lovísa Arnardóttir skrifar 19. janúar 2024 11:15 Árelía Eydís Guðmundsdóttir er formaður skóla- og frístundaráðs í Reykjavíkurborg. Hún er borgarfulltrúi Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm Alls hafa fimmtíu einstaklingar sótt um niðurgreiðslu til Reykjavíkurborgar vegna barna sem eru 18 mánaða eða eldri og eru enn hjá dagforeldrum. Opnað var fyrir umsóknir um niðurgreiðslur í síðustu viku. Skóla- og frístundasvið skoðar nú hvort hægt sé að veita fleirum niðurgreiðslu. Niðurgreiðslan er tilkomin vegna þess að börnin ættu samkvæmt viðmiðum borgarinnar að vera komin inn á einhvern leikskóla borgarinnar. Leikskólar eru töluvert ódýrari en að vera hjá dagforeldrum. Foreldrar og forráðamenn greiða um 35 þúsund fyrir mánuð í leikskóla en greiðslur til dagforeldra geta numið allt að 90 þúsund krónum eða jafnvel meira á mánuði. Frá því að opnað var fyrir umsóknir um niðurgreiðslur hafa fimmtíu sótt um. „Umsóknir eru teknar fyrir og afgreiddar jafnóðum uppfylla þær öll skilyrði aukinnar niðurgreiðslu,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður skóla- og frístundaráðs í Reykjavíkurborg. Ekki gætt að jafnræði Frá því að tilkynnt var um niðurgreiðsluna hafa foreldrar barna sem eru 18 mánaða eða eldri og eru ekki hjá dagforeldrum en ekki í leikskóla kvartað undan því að ekki sé gætt að jafnræði við niðurgreiðsluna. Arnór Bjarki Svarfdal, faðir 21 mánaða stúlku, sagði í viðtali í síðustu viku að dóttir væri hvergi komin inn og hann ekki getað unnið fulla vinnu. Hann fái ekki niðurgreiðslu en verði fyrir um 200 þúsund króna tekjutapi mánaðarlega. Árelía Eydís segir það til skoðunar hjá skóla- og frístundasviði borgarinnar hvort hægt sé að opna fyrir umsóknir annarra foreldra fyrir niðurgreiðslu en bara þeirra sem eru með börn í dagforeldrakerfinu. Niðurgreiðslan var kynnt fyrst síðasta sumar sem liður í styrkingu dagforeldrakerfisins. Árelía Eydís segir að skóla- og frístundaráð taki málið ekki fyrir fyrr en sviðið hafi skoðað málið ítarlega og að það muni taka einhvern tíma. Skóla - og menntamál Leikskólar Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Samþykktu breytingar á dagforeldrakerfinu Borgarráð samþykkti tvær megin breytingar á dagforeldrakerfinu á fundi sínum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 14. desember 2023 13:18 Geta átt von á um mörg hundruð þúsunda endurgreiðslu Foreldrar barna 18 mánaða og eldri geta átt von á mörg hundruð þúsunda endurgreiðslu eftir áramót frá Reykjavíkurborg vegna greiddra dagforeldragjalda. Ný gjaldskrá og aukinn stuðningur við foreldra voru samþykkt á fundi borgarráðs í dag. Alls eru um 100 til 200 börn á þessum aldri enn hjá dagforeldrum. 14. desember 2023 20:01 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Niðurgreiðslan er tilkomin vegna þess að börnin ættu samkvæmt viðmiðum borgarinnar að vera komin inn á einhvern leikskóla borgarinnar. Leikskólar eru töluvert ódýrari en að vera hjá dagforeldrum. Foreldrar og forráðamenn greiða um 35 þúsund fyrir mánuð í leikskóla en greiðslur til dagforeldra geta numið allt að 90 þúsund krónum eða jafnvel meira á mánuði. Frá því að opnað var fyrir umsóknir um niðurgreiðslur hafa fimmtíu sótt um. „Umsóknir eru teknar fyrir og afgreiddar jafnóðum uppfylla þær öll skilyrði aukinnar niðurgreiðslu,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður skóla- og frístundaráðs í Reykjavíkurborg. Ekki gætt að jafnræði Frá því að tilkynnt var um niðurgreiðsluna hafa foreldrar barna sem eru 18 mánaða eða eldri og eru ekki hjá dagforeldrum en ekki í leikskóla kvartað undan því að ekki sé gætt að jafnræði við niðurgreiðsluna. Arnór Bjarki Svarfdal, faðir 21 mánaða stúlku, sagði í viðtali í síðustu viku að dóttir væri hvergi komin inn og hann ekki getað unnið fulla vinnu. Hann fái ekki niðurgreiðslu en verði fyrir um 200 þúsund króna tekjutapi mánaðarlega. Árelía Eydís segir það til skoðunar hjá skóla- og frístundasviði borgarinnar hvort hægt sé að opna fyrir umsóknir annarra foreldra fyrir niðurgreiðslu en bara þeirra sem eru með börn í dagforeldrakerfinu. Niðurgreiðslan var kynnt fyrst síðasta sumar sem liður í styrkingu dagforeldrakerfisins. Árelía Eydís segir að skóla- og frístundaráð taki málið ekki fyrir fyrr en sviðið hafi skoðað málið ítarlega og að það muni taka einhvern tíma.
Skóla - og menntamál Leikskólar Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Samþykktu breytingar á dagforeldrakerfinu Borgarráð samþykkti tvær megin breytingar á dagforeldrakerfinu á fundi sínum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 14. desember 2023 13:18 Geta átt von á um mörg hundruð þúsunda endurgreiðslu Foreldrar barna 18 mánaða og eldri geta átt von á mörg hundruð þúsunda endurgreiðslu eftir áramót frá Reykjavíkurborg vegna greiddra dagforeldragjalda. Ný gjaldskrá og aukinn stuðningur við foreldra voru samþykkt á fundi borgarráðs í dag. Alls eru um 100 til 200 börn á þessum aldri enn hjá dagforeldrum. 14. desember 2023 20:01 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Samþykktu breytingar á dagforeldrakerfinu Borgarráð samþykkti tvær megin breytingar á dagforeldrakerfinu á fundi sínum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 14. desember 2023 13:18
Geta átt von á um mörg hundruð þúsunda endurgreiðslu Foreldrar barna 18 mánaða og eldri geta átt von á mörg hundruð þúsunda endurgreiðslu eftir áramót frá Reykjavíkurborg vegna greiddra dagforeldragjalda. Ný gjaldskrá og aukinn stuðningur við foreldra voru samþykkt á fundi borgarráðs í dag. Alls eru um 100 til 200 börn á þessum aldri enn hjá dagforeldrum. 14. desember 2023 20:01