Saga greindi frá komu drengsins með skemmtilegri mynd í story á Instagram, sem var teikning eftir Eddu Kristínu.
„Annars fæddist lítill langur drengur um daginn. Hér má sjá nákvæma teikningu af honum. Já hann fæddist með hökutopp, normalize it,“ skrifar Saga á léttum nótum við myndina.

Saga og Snorri létu pússa saman árið 2018 við hátíðlega athöfn á Suðureyri á Vestfjörðum þar sem leikkonan Ilmur Kristjánsdóttir gaf þau saman.
Öllu var tjaldað til og kom fjöldi fólks saman til þess að fagna með parinu. Saga og Snorri eru mörgum Íslendingum góðkunn en Saga er með þekktustu grínistum landsins en Snorri er tónlistarmaður og gerði garðinn meðal annars frægan með Sprengjuhöllinni.