Körfuboltakvöld: „Ef ég hefði pissað í hálfleik hefði ég líklega ekki fallið“ Smári Jökull Jónsson skrifar 13. janúar 2024 14:01 Ómar Sævarsson er sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds og fyrrum leikmaður Grindavíkur. Subway Körfuboltakvöld var á dagskrá Stöðvar 2 Sport í gær. Þar sagði sérfræðingurinn Ómar Sævarsson söguna af því þegar hann féll á lyfjaprófi árið 2013. Stefán Árni Pálsson stýrði Subway Körfuboltakvöldi í gær þar sem farið var yfir allt það helsta sem gerðist í síðustu umferð Subway-deildar karla. Ómar Sævarsson og Teitur Örlygsson voru sérfræðingar þáttarins og sagði Ómar söguna af því þegar hann féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik Grindavíkur og Stjörnunnar árið 2013. „Ég hef nú ekki séð þessa frétt lengi. Ég forðaðist að horfa á fjölmiðla á þessum tíma,“ sagði Ómar eftir að hafa séð frétt Stöðvar 2 frá því þegar málið kom upp. „Við í Grindavík hoppum upp í rútu á leið í höllina og þegar við komum í rútuna þá sit ég við hliðina á Ryan Pettinella sem er að fá sér orkudrykk. Ég spyr hann hvort þetta sé ekki viðbjóðslegt því það var eitthvað bragð af þessu en hann sagði að þetta væri allt í lagi. Ég tek flöskuna og tek tvo sopa og hugsa að þetta sé nú allt í lagi, þetta sé ekki svo slæmt.“ Ómar sagðist ekkert spá meira í þessu en sagði að allir leikmenn vissu að tveir þeirra væru teknir í lyfjapróf eftir bikarúrslitaleik og að hann hefði oftar en ekki verið sá útvaldi. „Ég ákvað því viljandi að pissa ekki í hálfleik. Síðan kom reyndar í ljós að þetta var svo fáránlega lítið magn að ef ég hefði pissað í hálfleik þá hefði ég líklega ekki fallið.“ Ómar sagðist ekki hafa haft neinar áhyggjur eftir prófið en fékk síðan símtal nokkrum vikum seinna og var viss um að verið væri að grínast í sér. Þessa skemmtilega innslag úr þættinum má sjá hér fyrir neðan þar sem Ómar segir meðal annars frá afar duglegum starfsmanni lyfjaeftirlitsins sem sinnti starfi sínu og vel það. Klippa: Körfuboltakvöld - Lyfjaprófssaga Ómars Sævarssonar Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Sjá meira
Stefán Árni Pálsson stýrði Subway Körfuboltakvöldi í gær þar sem farið var yfir allt það helsta sem gerðist í síðustu umferð Subway-deildar karla. Ómar Sævarsson og Teitur Örlygsson voru sérfræðingar þáttarins og sagði Ómar söguna af því þegar hann féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik Grindavíkur og Stjörnunnar árið 2013. „Ég hef nú ekki séð þessa frétt lengi. Ég forðaðist að horfa á fjölmiðla á þessum tíma,“ sagði Ómar eftir að hafa séð frétt Stöðvar 2 frá því þegar málið kom upp. „Við í Grindavík hoppum upp í rútu á leið í höllina og þegar við komum í rútuna þá sit ég við hliðina á Ryan Pettinella sem er að fá sér orkudrykk. Ég spyr hann hvort þetta sé ekki viðbjóðslegt því það var eitthvað bragð af þessu en hann sagði að þetta væri allt í lagi. Ég tek flöskuna og tek tvo sopa og hugsa að þetta sé nú allt í lagi, þetta sé ekki svo slæmt.“ Ómar sagðist ekkert spá meira í þessu en sagði að allir leikmenn vissu að tveir þeirra væru teknir í lyfjapróf eftir bikarúrslitaleik og að hann hefði oftar en ekki verið sá útvaldi. „Ég ákvað því viljandi að pissa ekki í hálfleik. Síðan kom reyndar í ljós að þetta var svo fáránlega lítið magn að ef ég hefði pissað í hálfleik þá hefði ég líklega ekki fallið.“ Ómar sagðist ekki hafa haft neinar áhyggjur eftir prófið en fékk síðan símtal nokkrum vikum seinna og var viss um að verið væri að grínast í sér. Þessa skemmtilega innslag úr þættinum má sjá hér fyrir neðan þar sem Ómar segir meðal annars frá afar duglegum starfsmanni lyfjaeftirlitsins sem sinnti starfi sínu og vel það. Klippa: Körfuboltakvöld - Lyfjaprófssaga Ómars Sævarssonar
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Sjá meira