Körfuboltakvöld: „Ef ég hefði pissað í hálfleik hefði ég líklega ekki fallið“ Smári Jökull Jónsson skrifar 13. janúar 2024 14:01 Ómar Sævarsson er sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds og fyrrum leikmaður Grindavíkur. Subway Körfuboltakvöld var á dagskrá Stöðvar 2 Sport í gær. Þar sagði sérfræðingurinn Ómar Sævarsson söguna af því þegar hann féll á lyfjaprófi árið 2013. Stefán Árni Pálsson stýrði Subway Körfuboltakvöldi í gær þar sem farið var yfir allt það helsta sem gerðist í síðustu umferð Subway-deildar karla. Ómar Sævarsson og Teitur Örlygsson voru sérfræðingar þáttarins og sagði Ómar söguna af því þegar hann féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik Grindavíkur og Stjörnunnar árið 2013. „Ég hef nú ekki séð þessa frétt lengi. Ég forðaðist að horfa á fjölmiðla á þessum tíma,“ sagði Ómar eftir að hafa séð frétt Stöðvar 2 frá því þegar málið kom upp. „Við í Grindavík hoppum upp í rútu á leið í höllina og þegar við komum í rútuna þá sit ég við hliðina á Ryan Pettinella sem er að fá sér orkudrykk. Ég spyr hann hvort þetta sé ekki viðbjóðslegt því það var eitthvað bragð af þessu en hann sagði að þetta væri allt í lagi. Ég tek flöskuna og tek tvo sopa og hugsa að þetta sé nú allt í lagi, þetta sé ekki svo slæmt.“ Ómar sagðist ekkert spá meira í þessu en sagði að allir leikmenn vissu að tveir þeirra væru teknir í lyfjapróf eftir bikarúrslitaleik og að hann hefði oftar en ekki verið sá útvaldi. „Ég ákvað því viljandi að pissa ekki í hálfleik. Síðan kom reyndar í ljós að þetta var svo fáránlega lítið magn að ef ég hefði pissað í hálfleik þá hefði ég líklega ekki fallið.“ Ómar sagðist ekki hafa haft neinar áhyggjur eftir prófið en fékk síðan símtal nokkrum vikum seinna og var viss um að verið væri að grínast í sér. Þessa skemmtilega innslag úr þættinum má sjá hér fyrir neðan þar sem Ómar segir meðal annars frá afar duglegum starfsmanni lyfjaeftirlitsins sem sinnti starfi sínu og vel það. Klippa: Körfuboltakvöld - Lyfjaprófssaga Ómars Sævarssonar Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Stefán Árni Pálsson stýrði Subway Körfuboltakvöldi í gær þar sem farið var yfir allt það helsta sem gerðist í síðustu umferð Subway-deildar karla. Ómar Sævarsson og Teitur Örlygsson voru sérfræðingar þáttarins og sagði Ómar söguna af því þegar hann féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik Grindavíkur og Stjörnunnar árið 2013. „Ég hef nú ekki séð þessa frétt lengi. Ég forðaðist að horfa á fjölmiðla á þessum tíma,“ sagði Ómar eftir að hafa séð frétt Stöðvar 2 frá því þegar málið kom upp. „Við í Grindavík hoppum upp í rútu á leið í höllina og þegar við komum í rútuna þá sit ég við hliðina á Ryan Pettinella sem er að fá sér orkudrykk. Ég spyr hann hvort þetta sé ekki viðbjóðslegt því það var eitthvað bragð af þessu en hann sagði að þetta væri allt í lagi. Ég tek flöskuna og tek tvo sopa og hugsa að þetta sé nú allt í lagi, þetta sé ekki svo slæmt.“ Ómar sagðist ekkert spá meira í þessu en sagði að allir leikmenn vissu að tveir þeirra væru teknir í lyfjapróf eftir bikarúrslitaleik og að hann hefði oftar en ekki verið sá útvaldi. „Ég ákvað því viljandi að pissa ekki í hálfleik. Síðan kom reyndar í ljós að þetta var svo fáránlega lítið magn að ef ég hefði pissað í hálfleik þá hefði ég líklega ekki fallið.“ Ómar sagðist ekki hafa haft neinar áhyggjur eftir prófið en fékk síðan símtal nokkrum vikum seinna og var viss um að verið væri að grínast í sér. Þessa skemmtilega innslag úr þættinum má sjá hér fyrir neðan þar sem Ómar segir meðal annars frá afar duglegum starfsmanni lyfjaeftirlitsins sem sinnti starfi sínu og vel það. Klippa: Körfuboltakvöld - Lyfjaprófssaga Ómars Sævarssonar
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira