Ákvörðun Svandísar hafi verið í samræmi við mat sérfræðinga Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. janúar 2024 11:41 Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra. Vísir/Vilhelm Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, um tímabundna frestun upphafs hvalveiða var í samræmi við mat og ráðgjöf sérfræðinga matvælaráðuneytisins. Þetta er meðal þess sem er fullyrt í tilkynningu frá ráðuneytinu. Þar segir að fullyrðingar um annað séu rangar. Í tilkynningunni segir að sökum framkominna fullyrðinga og umræðu í fjölmiðlum tengdri álits umboðsmanns vegna kvörtunar Hvals hf. um frestun upphafs hvalveiða vilji ráðuneytið koma eftirfarandi á framfæri. Lögðu til reglugerð um frestun Þar segir ennfremur að þegar reglugerð um frestun hafi tekið gildi 20. júní hafi nýbirt álit fagráðs um velferð dýra verið rýnt innan ráðuneytisins. Sérfræðingar ráðuneytisins hafi lagt til í minnisblaði til Svandísar að sett yrði reglugerð til bráðabirgða um frestun upphafs veiða. Segir að stoð reglugerðarinnar sé í lögum um hvalveiðar sem heimili ráðuneytinu að takmarka veiðar við ákveðinntíma árs. Vísað er beint til minnisblaðsins í tilkynningu ráðuneytisins. „Ráðuneytið metur það svo að unnt sé að ná þeim markmiðum sem að er stefnt án þess að kveðið verði á um afdráttarlaust bann við veiðunum, með því að fresta upphafi veiðanna um sinn. Í því skyni er lagt til að sett verði ákvæði til bráðabirgða við reglugerð nr. 163/1973, um hvalveiðar, um að fresta upphafi hvalveiða árið 2023,“ segir meðal annars í minnisblaðinu. „Áður en veiðar geta hafist er ljóst að tryggja þarf að atriði sem lýst er í eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar og fjallað er um í áliti fagráðs endurtaki sig ekki. Í því ljósi og þar sem skammt er þar til áformað er að hefja veiðar er rétt að fresta upphafi vertíðarinnar þannig að ráðrúm gefist til þess að kanna hvort unnt sé að setja reglur sem tryggt geta að veiðar fari fram í samræmi við lög um velferð dýra. Til þess að gæta meðalhófs er þó ekki rétt að fresta upphafi vertíðar lengur en til 31. ágúst nk. að svo stöddu,“ segir í minnisblaðinu til ráðherra. Töldu viðbúið að málið yrði borið undir umboðsmann Þá segir í tilkynningu ráðuneytisins að lagt hafi verið til í minnisblaði sérfræðinganna til Svandísar að á gildistíma reglugerðarinnar yrði haft samráð við Hval hf. Fyrirtækinu yrði þannig veittur kostur á að koma á framfæri sjónarmiðum sínum um þær ráðstafanir sem mögulega yrði gripið til í kjölfarið til að veiðarnar gæti farið fram í samræmi við lög um velferð dýra og lög um hvalveiðar. Ráðuneytið hafi loks tekið fram að óháð því hvaða leið yrði farin væri viðbúið að málið yrði borið undir dómstóla og/eða umboðsmann Alþingis. Ráðuneytið hafi ekki talið forsendur til að spá fyrir um niðurstöðu slíks máls. Það hafi bent á að eins og í öllum málum af þessu tagi gæti reynt á ákvæði stjórnarskrárinnar og eftir atvikum bótaábyrgð ríkisins. Er að gefnu tilefni tekið fram að um sé að ræða sjálfgefna og eðlilega upplýsingagjöf ráðuneytisins til ráðherra. Hvalveiðar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir hagsmuni sína af strandveiðum óverulega Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Þetta er meðal þess sem er fullyrt í tilkynningu frá ráðuneytinu. Þar segir að fullyrðingar um annað séu rangar. Í tilkynningunni segir að sökum framkominna fullyrðinga og umræðu í fjölmiðlum tengdri álits umboðsmanns vegna kvörtunar Hvals hf. um frestun upphafs hvalveiða vilji ráðuneytið koma eftirfarandi á framfæri. Lögðu til reglugerð um frestun Þar segir ennfremur að þegar reglugerð um frestun hafi tekið gildi 20. júní hafi nýbirt álit fagráðs um velferð dýra verið rýnt innan ráðuneytisins. Sérfræðingar ráðuneytisins hafi lagt til í minnisblaði til Svandísar að sett yrði reglugerð til bráðabirgða um frestun upphafs veiða. Segir að stoð reglugerðarinnar sé í lögum um hvalveiðar sem heimili ráðuneytinu að takmarka veiðar við ákveðinntíma árs. Vísað er beint til minnisblaðsins í tilkynningu ráðuneytisins. „Ráðuneytið metur það svo að unnt sé að ná þeim markmiðum sem að er stefnt án þess að kveðið verði á um afdráttarlaust bann við veiðunum, með því að fresta upphafi veiðanna um sinn. Í því skyni er lagt til að sett verði ákvæði til bráðabirgða við reglugerð nr. 163/1973, um hvalveiðar, um að fresta upphafi hvalveiða árið 2023,“ segir meðal annars í minnisblaðinu. „Áður en veiðar geta hafist er ljóst að tryggja þarf að atriði sem lýst er í eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar og fjallað er um í áliti fagráðs endurtaki sig ekki. Í því ljósi og þar sem skammt er þar til áformað er að hefja veiðar er rétt að fresta upphafi vertíðarinnar þannig að ráðrúm gefist til þess að kanna hvort unnt sé að setja reglur sem tryggt geta að veiðar fari fram í samræmi við lög um velferð dýra. Til þess að gæta meðalhófs er þó ekki rétt að fresta upphafi vertíðar lengur en til 31. ágúst nk. að svo stöddu,“ segir í minnisblaðinu til ráðherra. Töldu viðbúið að málið yrði borið undir umboðsmann Þá segir í tilkynningu ráðuneytisins að lagt hafi verið til í minnisblaði sérfræðinganna til Svandísar að á gildistíma reglugerðarinnar yrði haft samráð við Hval hf. Fyrirtækinu yrði þannig veittur kostur á að koma á framfæri sjónarmiðum sínum um þær ráðstafanir sem mögulega yrði gripið til í kjölfarið til að veiðarnar gæti farið fram í samræmi við lög um velferð dýra og lög um hvalveiðar. Ráðuneytið hafi loks tekið fram að óháð því hvaða leið yrði farin væri viðbúið að málið yrði borið undir dómstóla og/eða umboðsmann Alþingis. Ráðuneytið hafi ekki talið forsendur til að spá fyrir um niðurstöðu slíks máls. Það hafi bent á að eins og í öllum málum af þessu tagi gæti reynt á ákvæði stjórnarskrárinnar og eftir atvikum bótaábyrgð ríkisins. Er að gefnu tilefni tekið fram að um sé að ræða sjálfgefna og eðlilega upplýsingagjöf ráðuneytisins til ráðherra.
Hvalveiðar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir hagsmuni sína af strandveiðum óverulega Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira