„Ég held að þetta sé liðið til að vinna“ Siggeir Ævarsson skrifar 6. janúar 2024 16:46 Arnar Guðjónsson er alltaf líflegur á hliðarlínunni Vísir/Hulda Margrét Arnar Guðjónsson tapaði tvo daga í röð gegn Njarðvík þessa helgina. Fyrst í gær með karlaliðið og nú aftur í dag með kvennaliðið en Njarðvík vann leikinn í dag nokkuð örugglega, lokatölur 60-79. Arnar var nú samt nokkuð léttur og sagði Njarðvíkinga alltaf vera velkomna í Garðabæinn þegar hann var spurður hvort þeim yrði boðið á Þrettándagleðina í kvöld. „Þeir eru bara alltaf velkomnir! Þeir voru bara miklu betri en við í dag.“ – Sagði Arnar og hló. Stjarnan lenti í djúpri holu í upphafi leiks og skoruðu ekki körfu utan af velli fyrr en í stöðunni 4-15. Stjörnukonur voru í raun að berjast upp úr þessari holu allan leikinn en náðu aldrei að brúa bilið þrátt fyrir góða baráttu á köflum. „Þessar stelpur eru duglegar og mér fannst við halda áfram að keppa allan tímann. Við vorum bara að spila við lið sem er betra en við eins og staðan er í dag. Ég er mjög hrifinn af því sem Njarðvíkingar eru að gera. Þeir eru að gefa helling af ungum stelpum tækifæri, þó svo að þær séu núna með þrjá erlenda leikmenn og svo þann fjórða á bekknum, þá eru þær að spila helling af ungum stelpum. “ Arnar var auðmjúkur eftir tapaði og hrósaði andstæðingum sínum í hástert og telur Njarðvíkinga vera líklegasta til að fara alla leið þegar upp er staðið. „Ég held að þegar þær fara að þrengja róteringuna í úrslitakeppninni, og mér sýnist að þessi Ameríkani sé líka svolítið góður, þá held ég að þetta sé liðið til að vinna í raun og veru. En ég er mjög hrifinn af því að núna, þegar hver einasti leikur skiptir kannski ekki miklu máli þá eru þær samt sem áður að spila helling af efnilegum stelpum. Bara „kudos“ á Njarðvík. Mér finnst mjög skemmtilegt sem þær eru að gera, helling af stelpum sem fá tækifæri, og þegar þær fara að þrengja róteringu eru ekki mörg lið sem geta unnið þær held ég.“ Talandi um róteringu. Það voru bara tíu leikmenn á skýrslu hjá Stjörnunni í dag. Hvernig er útlitið með hópinn í næstu leikjum? „Við erum bara með meiddar stelpur. Það hafa verið heilahristingar og snúinn ökkli. Við pottþétt tökum einhverja eina tvær upp úr unglingastarfinu og höldum áfram. Það er alveg á hreinu hvað við erum að reyna að gera. Kannski voru það útlendingarnir okkar sem voru mest í sviðsljósinu í dag en við erum að reyna að gefa okkar stelpum tækifæri til að bæta sig og spila. Það er markmiðið eins og staðan er í dag, okkur langar að verða eins og liðin sem eru að keppa um Íslandsmeistaratitilinn þegar fram líða stundir. Það er alveg á hreinu.“ Tíu liða deild komin til að vera en leikirnir of margir Nú styttist í að deildinni verði skipt upp og Stjarnan er hársbreidd frá því að tryggja sig í efri hlutann. Arnari lá mikið á hjarta um þetta nýja fyrirkomulag, sem hann styður eindregið en vill þó gera breytingar og jafna leikjafjöldann samanborið við úrvalsdeild karla. „Ég var talsmaður þess að fara í tíu liða deild og ég er ennþá á því að tíu liða deildin sé góð. Ég held að við höfum gert ein mistök með því að fara í tvöfalda umferð eftir splitt. Ég held að hún ætti bara að vera einföld. Þá ertu kominn í 22 leiki eins og karlamegin og ég held að það sé eitthvað sem ætti að skoða í sumar. Ég held að það sé mátulegt álag og mér finnst eðlilegt að það séu jafn margir leiki karla- og kvennamegin.“ „Það gefur augaleið að rekstur á kvennaliðum virðist vera strembnari. Það þarf sama fjölda af sjálfboðaliðum alltaf til að setja þetta upp. Þannig að ég held að það sé mjög smart ef það eru jafn margir leikir karla- og kvennamegin, ég held að það sé leið til að fara. En ef við förum í skiptingu að fara þá í einfalda umferð, þá ertu kominn með 22 leiki miðað við að það séu tíu liða deild.“ Tíu liða deild ódýr afsökun Blika fyrir því að hætta rekstri Arnar lauk viðtalinu á að ræða stöðuna í Kópavogi, en Breiðablik dró lið sitt úr keppni rétt fyrir áramót. Arnar er á því að sterk tíu liða efsta deild sé rétta leiðin til að fara og gefi liðunum í 1. deild meira andýrmi til að byggja upp. „Tíu liða deildin er búin að ganga ágætlega. Blikarnir hafa eitthvað verið að halda því fram að ástæðan fyrir því að þeir þurftu að segja sig úr keppni sé tíu liða deild. Liðin sem komu upp, Þór Akureyri og Snæfell, ég sé ekki leikmenn þar sem hefðu verið í Breiðablik í átta liða deild þannig að ég held að Blikarnir hefðu alveg jafn mikið hætt sínum rekstri í átta leið deild eins og tíu liða. Ég held að það sé ódýr afsökun.“ „Ég held að rétta leiðin sé að halda áfram í tíu liða deild, það er bara búið að sjást í vetur. Það er hellingur af jöfnum leikjum. Við og Þór Akureyri erum búin að vinna allskonar lið og við komum upp. Fjölnir er búið að vinna t.d. Þór Akureyri og Snæfell er búið að vera yfir í hálfleik gegn bestu liðum landsins. Íþróttir eru líka þannig að það tapa alltaf einhverjir, það eru alltaf einhverjir lélegastir. Það verður þannig þó við verðum í þriggja liða deild, þá verður þriðja liðið lélegast.“ „Ég held að tíu liða deild sé best ef ég horfi á þetta frá mínum bæjardyrum. Stelpurnar mínar eru að fá geðveika leiki. Það er ekkert smávegis fyrir þessar stelpur að fá að spila á móti t.d. einum af mínum uppáhalds leikmönnum fyrr og síðar, Emilie Hesseldal. Bara geggjað að fá fjóra leiki vonandi ef við náum okkar í efri hlutann á móti þessum stelpum. Að vera að keppa á móti Dani Rodriguez og þessum gellum fjórum sinnum á ári. Ég held að það sé miklu betra.“ „Þetta er allavega mín skoðun að þetta sé rétta leiðin. Þá frekar að það sé auðveldara að koma inn í 1. deildina. Ef þú horfir á lið eins og Ármann sem byrjaði fyrir fjórum árum síðan. Þær myndu ekki byrja eins og 1. deildin var í fyrra. Þú ert með lið á höfuðborgarsvæðinu með tvo erlenda leikmenn í 1. deild kvenna. Ef að öll liðin eru þannig er rosalega erfitt að byrja nýtt prógramm kvennamegin og koma inn. Þannig að ég held að það sé miklu betra að reyna að vera með toppinn góðan og byggja undir. Sorglegt að Blikarnir hafi þurft að hætta en það er ekki útaf tíu liða deild, það er út af einhverju allt öðru. Körfubolti Subway-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
„Þeir eru bara alltaf velkomnir! Þeir voru bara miklu betri en við í dag.“ – Sagði Arnar og hló. Stjarnan lenti í djúpri holu í upphafi leiks og skoruðu ekki körfu utan af velli fyrr en í stöðunni 4-15. Stjörnukonur voru í raun að berjast upp úr þessari holu allan leikinn en náðu aldrei að brúa bilið þrátt fyrir góða baráttu á köflum. „Þessar stelpur eru duglegar og mér fannst við halda áfram að keppa allan tímann. Við vorum bara að spila við lið sem er betra en við eins og staðan er í dag. Ég er mjög hrifinn af því sem Njarðvíkingar eru að gera. Þeir eru að gefa helling af ungum stelpum tækifæri, þó svo að þær séu núna með þrjá erlenda leikmenn og svo þann fjórða á bekknum, þá eru þær að spila helling af ungum stelpum. “ Arnar var auðmjúkur eftir tapaði og hrósaði andstæðingum sínum í hástert og telur Njarðvíkinga vera líklegasta til að fara alla leið þegar upp er staðið. „Ég held að þegar þær fara að þrengja róteringuna í úrslitakeppninni, og mér sýnist að þessi Ameríkani sé líka svolítið góður, þá held ég að þetta sé liðið til að vinna í raun og veru. En ég er mjög hrifinn af því að núna, þegar hver einasti leikur skiptir kannski ekki miklu máli þá eru þær samt sem áður að spila helling af efnilegum stelpum. Bara „kudos“ á Njarðvík. Mér finnst mjög skemmtilegt sem þær eru að gera, helling af stelpum sem fá tækifæri, og þegar þær fara að þrengja róteringu eru ekki mörg lið sem geta unnið þær held ég.“ Talandi um róteringu. Það voru bara tíu leikmenn á skýrslu hjá Stjörnunni í dag. Hvernig er útlitið með hópinn í næstu leikjum? „Við erum bara með meiddar stelpur. Það hafa verið heilahristingar og snúinn ökkli. Við pottþétt tökum einhverja eina tvær upp úr unglingastarfinu og höldum áfram. Það er alveg á hreinu hvað við erum að reyna að gera. Kannski voru það útlendingarnir okkar sem voru mest í sviðsljósinu í dag en við erum að reyna að gefa okkar stelpum tækifæri til að bæta sig og spila. Það er markmiðið eins og staðan er í dag, okkur langar að verða eins og liðin sem eru að keppa um Íslandsmeistaratitilinn þegar fram líða stundir. Það er alveg á hreinu.“ Tíu liða deild komin til að vera en leikirnir of margir Nú styttist í að deildinni verði skipt upp og Stjarnan er hársbreidd frá því að tryggja sig í efri hlutann. Arnari lá mikið á hjarta um þetta nýja fyrirkomulag, sem hann styður eindregið en vill þó gera breytingar og jafna leikjafjöldann samanborið við úrvalsdeild karla. „Ég var talsmaður þess að fara í tíu liða deild og ég er ennþá á því að tíu liða deildin sé góð. Ég held að við höfum gert ein mistök með því að fara í tvöfalda umferð eftir splitt. Ég held að hún ætti bara að vera einföld. Þá ertu kominn í 22 leiki eins og karlamegin og ég held að það sé eitthvað sem ætti að skoða í sumar. Ég held að það sé mátulegt álag og mér finnst eðlilegt að það séu jafn margir leiki karla- og kvennamegin.“ „Það gefur augaleið að rekstur á kvennaliðum virðist vera strembnari. Það þarf sama fjölda af sjálfboðaliðum alltaf til að setja þetta upp. Þannig að ég held að það sé mjög smart ef það eru jafn margir leikir karla- og kvennamegin, ég held að það sé leið til að fara. En ef við förum í skiptingu að fara þá í einfalda umferð, þá ertu kominn með 22 leiki miðað við að það séu tíu liða deild.“ Tíu liða deild ódýr afsökun Blika fyrir því að hætta rekstri Arnar lauk viðtalinu á að ræða stöðuna í Kópavogi, en Breiðablik dró lið sitt úr keppni rétt fyrir áramót. Arnar er á því að sterk tíu liða efsta deild sé rétta leiðin til að fara og gefi liðunum í 1. deild meira andýrmi til að byggja upp. „Tíu liða deildin er búin að ganga ágætlega. Blikarnir hafa eitthvað verið að halda því fram að ástæðan fyrir því að þeir þurftu að segja sig úr keppni sé tíu liða deild. Liðin sem komu upp, Þór Akureyri og Snæfell, ég sé ekki leikmenn þar sem hefðu verið í Breiðablik í átta liða deild þannig að ég held að Blikarnir hefðu alveg jafn mikið hætt sínum rekstri í átta leið deild eins og tíu liða. Ég held að það sé ódýr afsökun.“ „Ég held að rétta leiðin sé að halda áfram í tíu liða deild, það er bara búið að sjást í vetur. Það er hellingur af jöfnum leikjum. Við og Þór Akureyri erum búin að vinna allskonar lið og við komum upp. Fjölnir er búið að vinna t.d. Þór Akureyri og Snæfell er búið að vera yfir í hálfleik gegn bestu liðum landsins. Íþróttir eru líka þannig að það tapa alltaf einhverjir, það eru alltaf einhverjir lélegastir. Það verður þannig þó við verðum í þriggja liða deild, þá verður þriðja liðið lélegast.“ „Ég held að tíu liða deild sé best ef ég horfi á þetta frá mínum bæjardyrum. Stelpurnar mínar eru að fá geðveika leiki. Það er ekkert smávegis fyrir þessar stelpur að fá að spila á móti t.d. einum af mínum uppáhalds leikmönnum fyrr og síðar, Emilie Hesseldal. Bara geggjað að fá fjóra leiki vonandi ef við náum okkar í efri hlutann á móti þessum stelpum. Að vera að keppa á móti Dani Rodriguez og þessum gellum fjórum sinnum á ári. Ég held að það sé miklu betra.“ „Þetta er allavega mín skoðun að þetta sé rétta leiðin. Þá frekar að það sé auðveldara að koma inn í 1. deildina. Ef þú horfir á lið eins og Ármann sem byrjaði fyrir fjórum árum síðan. Þær myndu ekki byrja eins og 1. deildin var í fyrra. Þú ert með lið á höfuðborgarsvæðinu með tvo erlenda leikmenn í 1. deild kvenna. Ef að öll liðin eru þannig er rosalega erfitt að byrja nýtt prógramm kvennamegin og koma inn. Þannig að ég held að það sé miklu betra að reyna að vera með toppinn góðan og byggja undir. Sorglegt að Blikarnir hafi þurft að hætta en það er ekki útaf tíu liða deild, það er út af einhverju allt öðru.
Körfubolti Subway-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira