Kristján segir Hval ætla að krefjast skaðabóta Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. janúar 2024 07:20 Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. Vísir/Vilhelm Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. segir fyrirtækið ætla að sækja bætur vegna þess stórfellda tjóns sem ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um tímabundna stöðvun hvalveiða síðasta sumar hafi valdið félaginu og starfsmönnum þess, í ljósi álits Umboðsmanns Alþingis. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu. Álit umboðsmanns birtist í gær og var niðurstaða hans sú að frestunin hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í lögum. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, sagðist í samtali við fréttastofu í gær taka álitið alvarlega en sagðist ekki ætla að segja af sér vegna málsins. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. segir í Morgunblaðinu að niðurstaða umboðsmanns sé afdráttarlaus og skýr um það að ráðherra hafi brotið gegn atvinnu-og eignaréttindum. Svandís hafi látið eigin pólitísk sjónarmið ráða för hvað sem öðrum hagsmunum hafi liðið. Þá er haft eftir lögmanni fyrirtækisins að álit umboðsmanns sé í samræmi við meginforsendur málatilbúnaðar Hvals hf. Ráðherra hafi hvorki gætt að stjórnarskrárvörðum réttindum Hvals né lagasjónarmiðum sem bjuggu að baki reglugerðarheimild sem finna megi í 4. grein laga um hvalveiðar og því sé reglugerðin án lagastoðar. Fréttastofa ræddi við Teit Björn Einarsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins og Gísla Rafn Ólafsson, þingmann Pírata, um álit umboðsmanns um hvalveiðibann matvælaráðherra, í gærkvöldi. Teitur segir ráðherrann hafa beðið álitshnekki. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins líti álit umboðsmanns alvarlegum augum. Gísli segir Pírata telja eðlilegast að Svandís segi af sér ráðherraembætti. Hvalveiðar Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Svandís eigi það við eigin samvisku hverjar afleiðingarnar verði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir álit Umboðsmanns Alþingis um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að banna hvalveiðar í sumar vera skýrt og afdráttarlaus. 5. janúar 2024 16:37 „Í mínum huga hefur svona álit afleiðingar“ Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis um hvalveiðibann matvælaráðherra ekki koma sér á óvart. 5. janúar 2024 14:23 Tekur álitið alvarlega en hyggst ekki segja af sér Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að hún hafi ekki átt annan kost en að bregðast við með því að fresta upphafi hvalveiða við upphaf vertíðar. Hún segist taka álit umboðsmanns Alþingis alvarlega og að hún muni áfram berjast fyrir breytingum á „úreltum“ hvalveiðilögum. 5. janúar 2024 14:08 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Sjá meira
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu. Álit umboðsmanns birtist í gær og var niðurstaða hans sú að frestunin hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í lögum. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, sagðist í samtali við fréttastofu í gær taka álitið alvarlega en sagðist ekki ætla að segja af sér vegna málsins. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. segir í Morgunblaðinu að niðurstaða umboðsmanns sé afdráttarlaus og skýr um það að ráðherra hafi brotið gegn atvinnu-og eignaréttindum. Svandís hafi látið eigin pólitísk sjónarmið ráða för hvað sem öðrum hagsmunum hafi liðið. Þá er haft eftir lögmanni fyrirtækisins að álit umboðsmanns sé í samræmi við meginforsendur málatilbúnaðar Hvals hf. Ráðherra hafi hvorki gætt að stjórnarskrárvörðum réttindum Hvals né lagasjónarmiðum sem bjuggu að baki reglugerðarheimild sem finna megi í 4. grein laga um hvalveiðar og því sé reglugerðin án lagastoðar. Fréttastofa ræddi við Teit Björn Einarsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins og Gísla Rafn Ólafsson, þingmann Pírata, um álit umboðsmanns um hvalveiðibann matvælaráðherra, í gærkvöldi. Teitur segir ráðherrann hafa beðið álitshnekki. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins líti álit umboðsmanns alvarlegum augum. Gísli segir Pírata telja eðlilegast að Svandís segi af sér ráðherraembætti.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Svandís eigi það við eigin samvisku hverjar afleiðingarnar verði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir álit Umboðsmanns Alþingis um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að banna hvalveiðar í sumar vera skýrt og afdráttarlaus. 5. janúar 2024 16:37 „Í mínum huga hefur svona álit afleiðingar“ Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis um hvalveiðibann matvælaráðherra ekki koma sér á óvart. 5. janúar 2024 14:23 Tekur álitið alvarlega en hyggst ekki segja af sér Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að hún hafi ekki átt annan kost en að bregðast við með því að fresta upphafi hvalveiða við upphaf vertíðar. Hún segist taka álit umboðsmanns Alþingis alvarlega og að hún muni áfram berjast fyrir breytingum á „úreltum“ hvalveiðilögum. 5. janúar 2024 14:08 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Sjá meira
Svandís eigi það við eigin samvisku hverjar afleiðingarnar verði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir álit Umboðsmanns Alþingis um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að banna hvalveiðar í sumar vera skýrt og afdráttarlaus. 5. janúar 2024 16:37
„Í mínum huga hefur svona álit afleiðingar“ Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis um hvalveiðibann matvælaráðherra ekki koma sér á óvart. 5. janúar 2024 14:23
Tekur álitið alvarlega en hyggst ekki segja af sér Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að hún hafi ekki átt annan kost en að bregðast við með því að fresta upphafi hvalveiða við upphaf vertíðar. Hún segist taka álit umboðsmanns Alþingis alvarlega og að hún muni áfram berjast fyrir breytingum á „úreltum“ hvalveiðilögum. 5. janúar 2024 14:08