Útilokar ekki að bjóða sig fram til Alþingis Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. janúar 2024 10:21 Dagur B. Eggertsson lætur af störfum sem borgarstjóri 16. janúar næstkomandi. Hann segist nú íhuga næstu skref en út kjörtímabilið verður hann formaður borgarráðs. Vísir/Einar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lætur af störfum sem slíkur 16. janúar næstkomandi eftir tíu ár í borgarstjórastólnum. Hann segist ekki ætla að bjóða sig fram til forseta en útilokar ekki að færa sig yfir í landspólitíkina. Þetta segir Dagur í viðtali á Heimildinni. Dagur lætur af störfum eftir ellefu daga og tekur þá Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í borginni, við af honum. Dagur hefur setið sem borgarstjóri síðan 2014 en þar áður hafði hann gengt embættinu í hundrað daga á milli 2007 og 2008. Þá hefur enginn setið lengur í borgarstjórn en Dagur samkvæmt frétt Heimildarinnar en hann tók fyrst sæti árið 2002 fyrir Reykjavíkurlistann og síðar fyrir Samfylkinguna. Þegar Dagur stendur upp úr borgarstjórastólnum mun hann taka við sem formaður borgarráðs að óbreyttu. Hann segist við Heimildina ekki sjá fyrir sér að fara aftur í borgarstjórnarkosningar en útilokar ekki að hann muni feta aðra vegi í pólitíkinni. „Það fylgir því góð tilfinning að skilja vel við hér í borginni og mér þykir mikið vænt um það að Samfylkingin hefur verið að mælast stærsti flokkurinn í borgarstjórn allt þetta ár. Það er alls ekki sjálfgefið eftir allan þennan tíma. Þannig að ég held að við séum að spila úr sterkri stöðu hér í borginni og Samfylkingin á landsvísu er sannarlega að gera það líka,“ hefur Heimildin eftir Degi og segir hann ekki útiloka að færa sig yfir í landsmálin. Hann hafi ekki velt vöngum um að færa sig yfir á Bessastaði, sem barist verður um í vor og sumar. „Nei, ég hef ekki hugleitt forsetaframboð,“ segir Dagur í viðtali við Heimildina. Ekki náðist í Dag við vinnslu fréttarinnar. Borgarstjórn Reykjavík Alþingi Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Dagur gerir upp borgarstjóratíðina Sprengisandur fer fram á Bylgjunni milli klukkan tíu og tólf í dag að vana. Málefni dagsins eru ný minningarbók hagfræðingsins Þrastar Ólafssonar, Horfinn heimur og borgarstjóratíð Dags B. Eggertssonar fráfarandi borgarstjóra sem verður til viðtals. 1. janúar 2024 10:26 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Þetta segir Dagur í viðtali á Heimildinni. Dagur lætur af störfum eftir ellefu daga og tekur þá Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í borginni, við af honum. Dagur hefur setið sem borgarstjóri síðan 2014 en þar áður hafði hann gengt embættinu í hundrað daga á milli 2007 og 2008. Þá hefur enginn setið lengur í borgarstjórn en Dagur samkvæmt frétt Heimildarinnar en hann tók fyrst sæti árið 2002 fyrir Reykjavíkurlistann og síðar fyrir Samfylkinguna. Þegar Dagur stendur upp úr borgarstjórastólnum mun hann taka við sem formaður borgarráðs að óbreyttu. Hann segist við Heimildina ekki sjá fyrir sér að fara aftur í borgarstjórnarkosningar en útilokar ekki að hann muni feta aðra vegi í pólitíkinni. „Það fylgir því góð tilfinning að skilja vel við hér í borginni og mér þykir mikið vænt um það að Samfylkingin hefur verið að mælast stærsti flokkurinn í borgarstjórn allt þetta ár. Það er alls ekki sjálfgefið eftir allan þennan tíma. Þannig að ég held að við séum að spila úr sterkri stöðu hér í borginni og Samfylkingin á landsvísu er sannarlega að gera það líka,“ hefur Heimildin eftir Degi og segir hann ekki útiloka að færa sig yfir í landsmálin. Hann hafi ekki velt vöngum um að færa sig yfir á Bessastaði, sem barist verður um í vor og sumar. „Nei, ég hef ekki hugleitt forsetaframboð,“ segir Dagur í viðtali við Heimildina. Ekki náðist í Dag við vinnslu fréttarinnar.
Borgarstjórn Reykjavík Alþingi Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Dagur gerir upp borgarstjóratíðina Sprengisandur fer fram á Bylgjunni milli klukkan tíu og tólf í dag að vana. Málefni dagsins eru ný minningarbók hagfræðingsins Þrastar Ólafssonar, Horfinn heimur og borgarstjóratíð Dags B. Eggertssonar fráfarandi borgarstjóra sem verður til viðtals. 1. janúar 2024 10:26 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Dagur gerir upp borgarstjóratíðina Sprengisandur fer fram á Bylgjunni milli klukkan tíu og tólf í dag að vana. Málefni dagsins eru ný minningarbók hagfræðingsins Þrastar Ólafssonar, Horfinn heimur og borgarstjóratíð Dags B. Eggertssonar fráfarandi borgarstjóra sem verður til viðtals. 1. janúar 2024 10:26