Útilokar ekki að bjóða sig fram til Alþingis Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. janúar 2024 10:21 Dagur B. Eggertsson lætur af störfum sem borgarstjóri 16. janúar næstkomandi. Hann segist nú íhuga næstu skref en út kjörtímabilið verður hann formaður borgarráðs. Vísir/Einar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lætur af störfum sem slíkur 16. janúar næstkomandi eftir tíu ár í borgarstjórastólnum. Hann segist ekki ætla að bjóða sig fram til forseta en útilokar ekki að færa sig yfir í landspólitíkina. Þetta segir Dagur í viðtali á Heimildinni. Dagur lætur af störfum eftir ellefu daga og tekur þá Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í borginni, við af honum. Dagur hefur setið sem borgarstjóri síðan 2014 en þar áður hafði hann gengt embættinu í hundrað daga á milli 2007 og 2008. Þá hefur enginn setið lengur í borgarstjórn en Dagur samkvæmt frétt Heimildarinnar en hann tók fyrst sæti árið 2002 fyrir Reykjavíkurlistann og síðar fyrir Samfylkinguna. Þegar Dagur stendur upp úr borgarstjórastólnum mun hann taka við sem formaður borgarráðs að óbreyttu. Hann segist við Heimildina ekki sjá fyrir sér að fara aftur í borgarstjórnarkosningar en útilokar ekki að hann muni feta aðra vegi í pólitíkinni. „Það fylgir því góð tilfinning að skilja vel við hér í borginni og mér þykir mikið vænt um það að Samfylkingin hefur verið að mælast stærsti flokkurinn í borgarstjórn allt þetta ár. Það er alls ekki sjálfgefið eftir allan þennan tíma. Þannig að ég held að við séum að spila úr sterkri stöðu hér í borginni og Samfylkingin á landsvísu er sannarlega að gera það líka,“ hefur Heimildin eftir Degi og segir hann ekki útiloka að færa sig yfir í landsmálin. Hann hafi ekki velt vöngum um að færa sig yfir á Bessastaði, sem barist verður um í vor og sumar. „Nei, ég hef ekki hugleitt forsetaframboð,“ segir Dagur í viðtali við Heimildina. Ekki náðist í Dag við vinnslu fréttarinnar. Borgarstjórn Reykjavík Alþingi Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Dagur gerir upp borgarstjóratíðina Sprengisandur fer fram á Bylgjunni milli klukkan tíu og tólf í dag að vana. Málefni dagsins eru ný minningarbók hagfræðingsins Þrastar Ólafssonar, Horfinn heimur og borgarstjóratíð Dags B. Eggertssonar fráfarandi borgarstjóra sem verður til viðtals. 1. janúar 2024 10:26 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Sjá meira
Þetta segir Dagur í viðtali á Heimildinni. Dagur lætur af störfum eftir ellefu daga og tekur þá Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í borginni, við af honum. Dagur hefur setið sem borgarstjóri síðan 2014 en þar áður hafði hann gengt embættinu í hundrað daga á milli 2007 og 2008. Þá hefur enginn setið lengur í borgarstjórn en Dagur samkvæmt frétt Heimildarinnar en hann tók fyrst sæti árið 2002 fyrir Reykjavíkurlistann og síðar fyrir Samfylkinguna. Þegar Dagur stendur upp úr borgarstjórastólnum mun hann taka við sem formaður borgarráðs að óbreyttu. Hann segist við Heimildina ekki sjá fyrir sér að fara aftur í borgarstjórnarkosningar en útilokar ekki að hann muni feta aðra vegi í pólitíkinni. „Það fylgir því góð tilfinning að skilja vel við hér í borginni og mér þykir mikið vænt um það að Samfylkingin hefur verið að mælast stærsti flokkurinn í borgarstjórn allt þetta ár. Það er alls ekki sjálfgefið eftir allan þennan tíma. Þannig að ég held að við séum að spila úr sterkri stöðu hér í borginni og Samfylkingin á landsvísu er sannarlega að gera það líka,“ hefur Heimildin eftir Degi og segir hann ekki útiloka að færa sig yfir í landsmálin. Hann hafi ekki velt vöngum um að færa sig yfir á Bessastaði, sem barist verður um í vor og sumar. „Nei, ég hef ekki hugleitt forsetaframboð,“ segir Dagur í viðtali við Heimildina. Ekki náðist í Dag við vinnslu fréttarinnar.
Borgarstjórn Reykjavík Alþingi Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Dagur gerir upp borgarstjóratíðina Sprengisandur fer fram á Bylgjunni milli klukkan tíu og tólf í dag að vana. Málefni dagsins eru ný minningarbók hagfræðingsins Þrastar Ólafssonar, Horfinn heimur og borgarstjóratíð Dags B. Eggertssonar fráfarandi borgarstjóra sem verður til viðtals. 1. janúar 2024 10:26 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Sjá meira
Dagur gerir upp borgarstjóratíðina Sprengisandur fer fram á Bylgjunni milli klukkan tíu og tólf í dag að vana. Málefni dagsins eru ný minningarbók hagfræðingsins Þrastar Ólafssonar, Horfinn heimur og borgarstjóratíð Dags B. Eggertssonar fráfarandi borgarstjóra sem verður til viðtals. 1. janúar 2024 10:26