Hvernig tryggjum við orkuöryggi þjóðar til framtíðar? Tómas Már Sigurðsson skrifar 5. janúar 2024 07:31 Fyrir áramót frestaði Alþingi afgreiðslu frumvarps til bráðabirgðalaga sem var ætlað að lögfesta forgangsröðun orkusölu í þágu heimila og smærri fyrirtækja. HS Orka tekur heilshugar undir nauðsyn þess að orkuöryggi almennings sé tryggt en telur að útfærslan í frumvarpinu hafi verið meingölluð. Frumvarp til bráðabirgðalaga yrði skjaldborg um stórnotendasölu Vandaðri vinnu stjórnvalda um árabil virðist ekki hafa verið fylgt við smíði frumvarpsins og afleiðingin varð sú að megnið af orkuframleiðslugetu landsins hefði ekki nýst sem skyldi. Markaðslausnir til að beina orku frá stórnotendum til almennings í orkuskorti yrðu ekki fyrir hendi. Stærsta orkufyrirtæki landsins hefði borið mun minni ábyrgð á orkuöryggi almennings en aðrir orkuframleiðendur. Segja má að skjaldborg hefði verið slegið um stórnotendasölu ríkisfyrirtækisins. Samkeppniseftirlitið gerði einnig alvarlegar athugasemdir við þetta fyrirkomulag og tók í sama streng um að staða ríkisfyrirtækisins virtist tryggð gagnvart stórnotendum sem gert höfðu samninga við það. Við hjá HS Orku ætlum engum að hafa vísvitandi stillt málum upp með þessum hætti heldur hljóti hraðinn við gerð frumvarpsins að hafa valdið þessum mistökum. Atvinnuveganefnd leiðrétti þau í breytingartillögu sinni, áður en lagasetningunni var frestað, og er það vel. Eftir stóð þó m.a. að engin tilraun var gerð til þess að virkja það hlutverk sem stórnotendur gætu gegnt ef til orkuskorts kæmi. Orsakir orkuskorts Orkumál eru flókin í hugum flestra og ekki einfalt að útskýra í stuttu máli hver ásteitingarsteinninn þessar vikurnar er. Því er haldið á lofti að „leki á milli markaða“ sé ein ástæða þess að orkuskortur vofir yfir almenningi og smærri fyrirtækjum. Látið er að því liggja að einkum tvö fyrirtæki, HS Orka og ON, séu ábyrg og þeim gefið að sök að beina orku frá almenningi til stórnotenda. Þessi málflutningur er umræðunni ekki til framdráttar og engin gögn hafa komið fram sem styðja hann. Bæði félögin hafa hrakið þessar aðdróttanir með gögnum sem óþarfi er að ítreka hér. Staðreyndin er sú að orkuskortur blasir við þjóðinni, mest vegna ónýttra tækifæra til orkuvinnslu. Umræðan um orkuöryggi almennings og smærri fyrirtækja er þörf og við hjá HS Orku fögnum henni því raforkuöryggi er ekki fyllilega bundið í lög hér á landi. Þar sker Ísland sig úr hópi ýmissa Evrópuþjóða og brýnt að skapa lagaramma til framtíðar sem flestir geta sammælst um. HS Orka sinnir almenna markaðnum vel HS Orka á og rekur tvær jarðvarmavirkjanir og tvær vatnsaflsvirkjanir auk þess að hafa milligöngu um sölu á orku frá flestum minni orkuframleiðendum landsins. Um helmingur allrar orkusölu fyrirtækisins fer til annarra en stórnotenda og við seljum umtalsvert meira af orku inn á almennan markað en við kaupum í heildsölu. Eins og aðrir orkusalar á Íslandi erum við þó háð því að mæta sveiflum í orkunotkun viðskiptavina okkar með kaupum á heildsölumarkaði en nær öll sveiflugeta orkumarkaðarins er á hendi ríkisins í formi vatnslóna. Síðustu misserin hefur HS Orka varið umtalsverðum fjármunum í aflaukningu eigin virkjana en slíkar fjárfestingar duga þó skammt til að mæta kröfunni um orkuskipti á Íslandi. Vönduð undirbúningsvinna starfshópa Allt frá árinu 2020 hafa starfshópar á vegum stjórnvalda, með breiðri þátttöku hagaðila, unnið að tillögum til að tryggja orkuöryggi almennings með réttlátum og gegnsæjum hætti á markaði sem myndi stuðla að betri orkunýtingu til framtíðar. Horft hefur verið til þess hvernig aðrar Evrópuþjóðir haga málum auk þess sem tekið er tillit til sérkenna íslenska orkukerfisins. Þau felast í mikilli orkuframleiðslu á hvert mannsbarn og í þeim mikla tæknilega sveigjanleika sem fylgir stórnotendum á markaði. Tillögurnar fólu m.a. í sér réttláta framboðsskyldu orkuframleiðenda, markaðslausnir til að færa orku frá stórnotendum til almennings við orkuskort og stofnun virks orkumarkaðar á Íslandi líkt og forstjóri Landsnets leggur til í áramótapistli sínum. Hann telur að núverandi viðskiptaumhverfi með raforku sé komið á síðustu metrana. Bætt orkuöryggi með virkum markaði Í flestum nágrannalöndum okkar eru heildsölumarkaðir og stórnotendamarkaðir ekki aðgreindir og slík skipting er ekki lögfest hér á landi. Líkt og segir hér að ofan hefur verið stefnt að því að koma á laggirnar einum orkumarkaði á Íslandi í gegnum dótturfyrirtæki Landsnets, Elmu orkuviðskipti ehf, með þátttöku allra framleiðenda og notenda. Slíkum markaði er gagngert ætlað að bæta orkuöryggi í landinu en virkni hans er háð því að allir aðilar á markaði taki þátt í honum, líka þeir sem eru í opinberri eigu. Vissulega getur orkuverð sveiflast á virkum markaði en þá er það í verkahring stjórnvalda að bregðast við því afmarkaða verkefni með sanngjörnum hætti og með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Tjöldum ekki til einnar nætur Á síðustu fjórum árum hafa tveir faglegir starfshópar um orkuöryggi unnið í umboði ráðherra að tillögum til úrbóta á orkumarkaði hér á landi. Þar kennir ýmissa grasa. Það er einlæg von okkar hjá HS Orku að frestun frumvarpsins veiti svigrúm til að leggja þá vönduðu vinnu betur til grundvallar í öllum lagasetningum um orkumál. Tjöldum ekki til einnar nætur heldur horfum til langrar framtíðar við mótun nýs lagaramma um hinn íslenska orkumarkað. Þannig mun okkur farnast best við að tryggja orkuöryggi heimila, smærri fyrirtækja og þjóðarinnar allrar. Höfundur er forstjóri HS Orku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkuskipti Orkumál Alþingi Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir áramót frestaði Alþingi afgreiðslu frumvarps til bráðabirgðalaga sem var ætlað að lögfesta forgangsröðun orkusölu í þágu heimila og smærri fyrirtækja. HS Orka tekur heilshugar undir nauðsyn þess að orkuöryggi almennings sé tryggt en telur að útfærslan í frumvarpinu hafi verið meingölluð. Frumvarp til bráðabirgðalaga yrði skjaldborg um stórnotendasölu Vandaðri vinnu stjórnvalda um árabil virðist ekki hafa verið fylgt við smíði frumvarpsins og afleiðingin varð sú að megnið af orkuframleiðslugetu landsins hefði ekki nýst sem skyldi. Markaðslausnir til að beina orku frá stórnotendum til almennings í orkuskorti yrðu ekki fyrir hendi. Stærsta orkufyrirtæki landsins hefði borið mun minni ábyrgð á orkuöryggi almennings en aðrir orkuframleiðendur. Segja má að skjaldborg hefði verið slegið um stórnotendasölu ríkisfyrirtækisins. Samkeppniseftirlitið gerði einnig alvarlegar athugasemdir við þetta fyrirkomulag og tók í sama streng um að staða ríkisfyrirtækisins virtist tryggð gagnvart stórnotendum sem gert höfðu samninga við það. Við hjá HS Orku ætlum engum að hafa vísvitandi stillt málum upp með þessum hætti heldur hljóti hraðinn við gerð frumvarpsins að hafa valdið þessum mistökum. Atvinnuveganefnd leiðrétti þau í breytingartillögu sinni, áður en lagasetningunni var frestað, og er það vel. Eftir stóð þó m.a. að engin tilraun var gerð til þess að virkja það hlutverk sem stórnotendur gætu gegnt ef til orkuskorts kæmi. Orsakir orkuskorts Orkumál eru flókin í hugum flestra og ekki einfalt að útskýra í stuttu máli hver ásteitingarsteinninn þessar vikurnar er. Því er haldið á lofti að „leki á milli markaða“ sé ein ástæða þess að orkuskortur vofir yfir almenningi og smærri fyrirtækjum. Látið er að því liggja að einkum tvö fyrirtæki, HS Orka og ON, séu ábyrg og þeim gefið að sök að beina orku frá almenningi til stórnotenda. Þessi málflutningur er umræðunni ekki til framdráttar og engin gögn hafa komið fram sem styðja hann. Bæði félögin hafa hrakið þessar aðdróttanir með gögnum sem óþarfi er að ítreka hér. Staðreyndin er sú að orkuskortur blasir við þjóðinni, mest vegna ónýttra tækifæra til orkuvinnslu. Umræðan um orkuöryggi almennings og smærri fyrirtækja er þörf og við hjá HS Orku fögnum henni því raforkuöryggi er ekki fyllilega bundið í lög hér á landi. Þar sker Ísland sig úr hópi ýmissa Evrópuþjóða og brýnt að skapa lagaramma til framtíðar sem flestir geta sammælst um. HS Orka sinnir almenna markaðnum vel HS Orka á og rekur tvær jarðvarmavirkjanir og tvær vatnsaflsvirkjanir auk þess að hafa milligöngu um sölu á orku frá flestum minni orkuframleiðendum landsins. Um helmingur allrar orkusölu fyrirtækisins fer til annarra en stórnotenda og við seljum umtalsvert meira af orku inn á almennan markað en við kaupum í heildsölu. Eins og aðrir orkusalar á Íslandi erum við þó háð því að mæta sveiflum í orkunotkun viðskiptavina okkar með kaupum á heildsölumarkaði en nær öll sveiflugeta orkumarkaðarins er á hendi ríkisins í formi vatnslóna. Síðustu misserin hefur HS Orka varið umtalsverðum fjármunum í aflaukningu eigin virkjana en slíkar fjárfestingar duga þó skammt til að mæta kröfunni um orkuskipti á Íslandi. Vönduð undirbúningsvinna starfshópa Allt frá árinu 2020 hafa starfshópar á vegum stjórnvalda, með breiðri þátttöku hagaðila, unnið að tillögum til að tryggja orkuöryggi almennings með réttlátum og gegnsæjum hætti á markaði sem myndi stuðla að betri orkunýtingu til framtíðar. Horft hefur verið til þess hvernig aðrar Evrópuþjóðir haga málum auk þess sem tekið er tillit til sérkenna íslenska orkukerfisins. Þau felast í mikilli orkuframleiðslu á hvert mannsbarn og í þeim mikla tæknilega sveigjanleika sem fylgir stórnotendum á markaði. Tillögurnar fólu m.a. í sér réttláta framboðsskyldu orkuframleiðenda, markaðslausnir til að færa orku frá stórnotendum til almennings við orkuskort og stofnun virks orkumarkaðar á Íslandi líkt og forstjóri Landsnets leggur til í áramótapistli sínum. Hann telur að núverandi viðskiptaumhverfi með raforku sé komið á síðustu metrana. Bætt orkuöryggi með virkum markaði Í flestum nágrannalöndum okkar eru heildsölumarkaðir og stórnotendamarkaðir ekki aðgreindir og slík skipting er ekki lögfest hér á landi. Líkt og segir hér að ofan hefur verið stefnt að því að koma á laggirnar einum orkumarkaði á Íslandi í gegnum dótturfyrirtæki Landsnets, Elmu orkuviðskipti ehf, með þátttöku allra framleiðenda og notenda. Slíkum markaði er gagngert ætlað að bæta orkuöryggi í landinu en virkni hans er háð því að allir aðilar á markaði taki þátt í honum, líka þeir sem eru í opinberri eigu. Vissulega getur orkuverð sveiflast á virkum markaði en þá er það í verkahring stjórnvalda að bregðast við því afmarkaða verkefni með sanngjörnum hætti og með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Tjöldum ekki til einnar nætur Á síðustu fjórum árum hafa tveir faglegir starfshópar um orkuöryggi unnið í umboði ráðherra að tillögum til úrbóta á orkumarkaði hér á landi. Þar kennir ýmissa grasa. Það er einlæg von okkar hjá HS Orku að frestun frumvarpsins veiti svigrúm til að leggja þá vönduðu vinnu betur til grundvallar í öllum lagasetningum um orkumál. Tjöldum ekki til einnar nætur heldur horfum til langrar framtíðar við mótun nýs lagaramma um hinn íslenska orkumarkað. Þannig mun okkur farnast best við að tryggja orkuöryggi heimila, smærri fyrirtækja og þjóðarinnar allrar. Höfundur er forstjóri HS Orku.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun