Drottningin áhugasöm um Grindavík í síðasta nýárspartýinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. janúar 2024 11:08 Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Danmörku, og eiginkona hans Sigurbjörg Þorsteinsdóttir áttu fund með Margréti Þórhildi Danadrottningu í gær. Jarðhræringar á Reykjanesskaga voru efst á baugi. Vísir/Getty Margrét Þórhildur Danadrottning var forvitin um stöðu mála í Grindavík og jarðhræringar á Reykjanesskaga þegar hún ræddi við sendiherra Íslands í Danmörku í nýársmóttöku í Kristjánsborgarhöll í gær. Hefðbundin nýársmóttaka Margrétar Þórhildar Danadrottningar var haldin fyrir sendiherra erlendra ríkja í Danmörku. Árni Þór Sigurðsson sendiherra og eiginkona hans Sigurbjörg Þorsteinsdóttir voru fulltrúar Íslands á móttökunni en fengu einnig sérstaka áheyrn drottningar. „Það var stutt, eins og oft við svona tilfelli en hún var áhugasöm og spurði mig út í stöðuna með eldgosið og íbúana í Grindavík. Hún var greinilega vel heima í því og upplýst,“ segir Árni Þór í samtali við fréttastofu. „Hún var að forvitnast um það hvernig fólk upplifði þessa stöðu á vettvangi og ég reyndi að segja henni af því sem maður vissi sjálfur. Hún var forvitin að vita um líðan fólks og hvernig fólk upplifir það að vera flutt að heiman í margar vikur. Hún vissi um þetta og þekkti Grindavík.“ Jafnframt hafi þau rætt samskipti ríkjanna tveggja og hún minnst á frú Vigdísi, vinkonu sína, beðið fyrir kveðju og þau svo rætt komandi forsetakosningar. Mikil tímamót eru yfirvofandi í Danmörku og þetta síðasta nýársmóttaka Margrétar. Hún tilkynnti það í gamlársávarpi sínu að hún muni stíga til hliðar 14. janúar næstkomandi og rétta Friðriki syni sínum keflið. „Þetta er ekki venjulegt hér og þau vita ekki alveg hvernig þetta fer fram. Ég var líka aðeins að spyrja starfsmenn hallarinnar út í það hvernig svona skipti fari fram Þeir voru svolítið bara eitt spurningamerki og sögðust ekki vita það, hefðu aldrei gert þetta áður,“ segir Árni. „Ég held að þetta verði ekki svona mikið, eins og í Bretlandi, það verður engin krýning. Það verður bara ríkisráðsfundur og forsætisráðherrann tilkynnir svo að þeir hafi fengið nýjan þjóðhöfðingja.“ Danmörk Íslendingar erlendis Sendiráð Íslands Kóngafólk Eldgos á Reykjanesskaga Utanríkismál Margrét Þórhildur II Danadrottning Tengdar fréttir „Líkt og tíminn hefði staðið í stað“ „Ég fæddist ekki konungssinni. Ég varð konungssinni þökk sé drottningunni okkar.“ 2. janúar 2024 07:25 Drottningin hafi varpað sprengju í danskt samfélag Sendiherra Íslands í Danmörku segir Margréti Þórhildi Danadrottningu hafa varpað sprengju í danskt samfélag með ákvörðun sinni að afsala sér krúnunni. Danir hafi verið algjörlega óviðbúnir þessum tíðindum og mörgum sé verulega brugðið. 1. janúar 2024 12:17 Margrét drottning ræddi við Karl konung fyrir ávarpið Margrét Þórhildur Danadrottning ræddi við frænda sinn, Karl Gústaf Svíakonung, og tilkynnti honum um ákvörðun sína að afsala sér krúnunni áður en hún greindi dönsku þjóðinni frá hinu sama í áramótaávarpi sínu í gærkvöldi. 1. janúar 2024 10:42 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
Hefðbundin nýársmóttaka Margrétar Þórhildar Danadrottningar var haldin fyrir sendiherra erlendra ríkja í Danmörku. Árni Þór Sigurðsson sendiherra og eiginkona hans Sigurbjörg Þorsteinsdóttir voru fulltrúar Íslands á móttökunni en fengu einnig sérstaka áheyrn drottningar. „Það var stutt, eins og oft við svona tilfelli en hún var áhugasöm og spurði mig út í stöðuna með eldgosið og íbúana í Grindavík. Hún var greinilega vel heima í því og upplýst,“ segir Árni Þór í samtali við fréttastofu. „Hún var að forvitnast um það hvernig fólk upplifði þessa stöðu á vettvangi og ég reyndi að segja henni af því sem maður vissi sjálfur. Hún var forvitin að vita um líðan fólks og hvernig fólk upplifir það að vera flutt að heiman í margar vikur. Hún vissi um þetta og þekkti Grindavík.“ Jafnframt hafi þau rætt samskipti ríkjanna tveggja og hún minnst á frú Vigdísi, vinkonu sína, beðið fyrir kveðju og þau svo rætt komandi forsetakosningar. Mikil tímamót eru yfirvofandi í Danmörku og þetta síðasta nýársmóttaka Margrétar. Hún tilkynnti það í gamlársávarpi sínu að hún muni stíga til hliðar 14. janúar næstkomandi og rétta Friðriki syni sínum keflið. „Þetta er ekki venjulegt hér og þau vita ekki alveg hvernig þetta fer fram. Ég var líka aðeins að spyrja starfsmenn hallarinnar út í það hvernig svona skipti fari fram Þeir voru svolítið bara eitt spurningamerki og sögðust ekki vita það, hefðu aldrei gert þetta áður,“ segir Árni. „Ég held að þetta verði ekki svona mikið, eins og í Bretlandi, það verður engin krýning. Það verður bara ríkisráðsfundur og forsætisráðherrann tilkynnir svo að þeir hafi fengið nýjan þjóðhöfðingja.“
Danmörk Íslendingar erlendis Sendiráð Íslands Kóngafólk Eldgos á Reykjanesskaga Utanríkismál Margrét Þórhildur II Danadrottning Tengdar fréttir „Líkt og tíminn hefði staðið í stað“ „Ég fæddist ekki konungssinni. Ég varð konungssinni þökk sé drottningunni okkar.“ 2. janúar 2024 07:25 Drottningin hafi varpað sprengju í danskt samfélag Sendiherra Íslands í Danmörku segir Margréti Þórhildi Danadrottningu hafa varpað sprengju í danskt samfélag með ákvörðun sinni að afsala sér krúnunni. Danir hafi verið algjörlega óviðbúnir þessum tíðindum og mörgum sé verulega brugðið. 1. janúar 2024 12:17 Margrét drottning ræddi við Karl konung fyrir ávarpið Margrét Þórhildur Danadrottning ræddi við frænda sinn, Karl Gústaf Svíakonung, og tilkynnti honum um ákvörðun sína að afsala sér krúnunni áður en hún greindi dönsku þjóðinni frá hinu sama í áramótaávarpi sínu í gærkvöldi. 1. janúar 2024 10:42 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
„Líkt og tíminn hefði staðið í stað“ „Ég fæddist ekki konungssinni. Ég varð konungssinni þökk sé drottningunni okkar.“ 2. janúar 2024 07:25
Drottningin hafi varpað sprengju í danskt samfélag Sendiherra Íslands í Danmörku segir Margréti Þórhildi Danadrottningu hafa varpað sprengju í danskt samfélag með ákvörðun sinni að afsala sér krúnunni. Danir hafi verið algjörlega óviðbúnir þessum tíðindum og mörgum sé verulega brugðið. 1. janúar 2024 12:17
Margrét drottning ræddi við Karl konung fyrir ávarpið Margrét Þórhildur Danadrottning ræddi við frænda sinn, Karl Gústaf Svíakonung, og tilkynnti honum um ákvörðun sína að afsala sér krúnunni áður en hún greindi dönsku þjóðinni frá hinu sama í áramótaávarpi sínu í gærkvöldi. 1. janúar 2024 10:42