Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson, Guðrún Hafsteinsdóttir, Guðmundur Ingi Guðbrandsson Margrét Kristín Blöndal skrifar 1. janúar 2024 10:01 Nú eru þeir orðnir fimm, sólarhringarnir, þar sem Palestínumenn með samþykkta fjölskyldusameiningu hafa hafst við í fimbulkulda í tjöldum fyrir utan Alþingi á Austurvelli til að minna ykkur á fjölskyldur sínar sem hafast við í tjöldum á götum Gaza sem sprengd hefur verið til heitasta helvítis af Ísraelsher á undanförnum þremur mánuðum. Fjölskyldur sem hafa nú þegar dvalarleyfi hérna eru ekki sóttar þótt þær búi við þær skelfilegustu og lífshættulegustu aðstæður sem hugsast getur. Inni í hlýju og vel búnu Alþingishúsinu er hins vegar ekki sála á ferli því þingmenn eru löngu farnir í kærkomið og langt jólafríi eftir langan og strangan vetur og hafa þeir væntanlega varið fríinu í hlýjum faðmi sinna fjölskyldna við mat og drykk og dýrmætar samverustundir um jólin. Opinberlega hefst ríkisstjórnin ekkert annað að en að fara fram og aftur í rólegheitum með ósannindi um þetta mál, þegar þau ættu að vera löngu búin að senda fulltrúa sinn að landamærastöðinni í Rafha og koma fjölskyldunum hingað í gegnum Egyptaland. Önnur ríki senda einfaldlega embættisfólk út til þess að tryggja framgang sameiningarmála. Daglega gera nágrannaþjóðir okkar Svíar og Norðmenn einmitt það og einnig Írar, Tyrkir og Serbar. Nei, ráðherrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur verja frekar dýrmætum tímanum, út á við, með því að ljúga hver í kapp við annan um þetta mál og verða sjálfum sér ítrekað til ævarandi hneisu og niðurlægingar með því að fara með síendurtekinn þvætting og rangfærslur um staðreyndir í bland við að lýsa yfir „skilningi“ á líðan fólksins. Það er okkur almenningi fullkomlega óskiljanlegt hvers vegna ríkisstjórnin kemur svona fram við fólk sem á líf sitt undir því að hún bregðist við. Bjarni Benediktsson hélt því fram í viðtali við Vísi þann 12. desember að ráðuneyti hans hafi sett fjölskyldusameiningar Palestínufólks í forgang. Síðan þá hefur ekkert heyrst frá honum eða ráðuneyti hans um málið, nema þegar því var haldið ranglega fram að landamæri Egyptalands væru lokuð. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra heldur svo uppi stemningunni og lýgur upp í opið geðið á fréttamanni Vísis/Stöðvar 2 að ekkert ríki í Evrópu sé að vinna í fjölskyldusameiningarmálum. Annaðhvort er þetta fólk viti sínu fjær eða gefur ekki skít fyrir manneskjur í lífshættu, vill bara ekki undir nokkrum kringumstæðum rétta út hjálparhönd þegar líf liggur við. Almenningur og ríkisstjórn Íslands deilir ekki siðferðisgildum. Ríkisstjórn Íslands þiggur ekki vald sitt frá guði, heldur almenningi. Almenningur gerir þá kröfu að þið ráðherrar sem hér að ofan, eru ávarpaðir, bregðist umsvifalaust við! Margrét Kristín Blöndal Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Kristín Blöndal Mest lesið Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú eru þeir orðnir fimm, sólarhringarnir, þar sem Palestínumenn með samþykkta fjölskyldusameiningu hafa hafst við í fimbulkulda í tjöldum fyrir utan Alþingi á Austurvelli til að minna ykkur á fjölskyldur sínar sem hafast við í tjöldum á götum Gaza sem sprengd hefur verið til heitasta helvítis af Ísraelsher á undanförnum þremur mánuðum. Fjölskyldur sem hafa nú þegar dvalarleyfi hérna eru ekki sóttar þótt þær búi við þær skelfilegustu og lífshættulegustu aðstæður sem hugsast getur. Inni í hlýju og vel búnu Alþingishúsinu er hins vegar ekki sála á ferli því þingmenn eru löngu farnir í kærkomið og langt jólafríi eftir langan og strangan vetur og hafa þeir væntanlega varið fríinu í hlýjum faðmi sinna fjölskyldna við mat og drykk og dýrmætar samverustundir um jólin. Opinberlega hefst ríkisstjórnin ekkert annað að en að fara fram og aftur í rólegheitum með ósannindi um þetta mál, þegar þau ættu að vera löngu búin að senda fulltrúa sinn að landamærastöðinni í Rafha og koma fjölskyldunum hingað í gegnum Egyptaland. Önnur ríki senda einfaldlega embættisfólk út til þess að tryggja framgang sameiningarmála. Daglega gera nágrannaþjóðir okkar Svíar og Norðmenn einmitt það og einnig Írar, Tyrkir og Serbar. Nei, ráðherrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur verja frekar dýrmætum tímanum, út á við, með því að ljúga hver í kapp við annan um þetta mál og verða sjálfum sér ítrekað til ævarandi hneisu og niðurlægingar með því að fara með síendurtekinn þvætting og rangfærslur um staðreyndir í bland við að lýsa yfir „skilningi“ á líðan fólksins. Það er okkur almenningi fullkomlega óskiljanlegt hvers vegna ríkisstjórnin kemur svona fram við fólk sem á líf sitt undir því að hún bregðist við. Bjarni Benediktsson hélt því fram í viðtali við Vísi þann 12. desember að ráðuneyti hans hafi sett fjölskyldusameiningar Palestínufólks í forgang. Síðan þá hefur ekkert heyrst frá honum eða ráðuneyti hans um málið, nema þegar því var haldið ranglega fram að landamæri Egyptalands væru lokuð. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra heldur svo uppi stemningunni og lýgur upp í opið geðið á fréttamanni Vísis/Stöðvar 2 að ekkert ríki í Evrópu sé að vinna í fjölskyldusameiningarmálum. Annaðhvort er þetta fólk viti sínu fjær eða gefur ekki skít fyrir manneskjur í lífshættu, vill bara ekki undir nokkrum kringumstæðum rétta út hjálparhönd þegar líf liggur við. Almenningur og ríkisstjórn Íslands deilir ekki siðferðisgildum. Ríkisstjórn Íslands þiggur ekki vald sitt frá guði, heldur almenningi. Almenningur gerir þá kröfu að þið ráðherrar sem hér að ofan, eru ávarpaðir, bregðist umsvifalaust við! Margrét Kristín Blöndal
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar