Um jafnræði trú- og lífsskoðunarfélaga Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 30. desember 2023 11:31 Ákallið um aðskilnað ríkis og kirkju og jafnræði trúfélaga liggur til grundvallar þeirrar Fríkirkjuhreyfingar, sem leiddi til stofnunar þriggja safnaða sem byggja á Fríkirkjuhugsjón. Þeirra elstur er Fríkirkjan í Reykjavík en söfnuðurinn, sem stofnaður er 19. nóvember 1899, hefur staðið fyrir þann málstað á þremur öldum. Það er merkilegt að lesa umfjöllun um og andstöðu við baráttu Fríkirkjumanna fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju á síðasta áratugi 19. aldar en þær kröfur sem þar koma fram ríma vel við þarfir okkar nútíma. Lárus Halldórsson skrifar 1897 að „Ríkisvaldið [sé] neytt til, ef það á annað borð vill taka upp hina einu rjettu stjórnarreglu, að gjöra öllum trúarfjelögum jafnhátt undir höfði, að taka frá kirkjunni afgjald […] þjóðeigna, kirkjujarðanna“ (Kirkjublaðið 4 tbl. 1897, bls. 60). Grein hans, Um aðskilnað ríkis og kirkju, ber þess merki að þó þjóðfélag okkar hafi tekið eðlisbreytingum frá 19. öld, situr enn eftir sú staðreynd að þjóðkirkjan hefur allt aðra stöðu gagnvart ríkisvaldinu en önnur trú- og lífsskoðunarfélög. Veruleiki frjálsra safnaða og trúfélaga er sá að trúfélagsgjöld meðlima eru eini tekjustofn þeirra og grundvöllur allrar starfsemi. Fríkirkjur og frjáls trúfélög njóta ekki þeirra tekna sem greiða laun presta- og biskupa þjóðkirkjunnar, né til reksturs innviða á borð við Biskupsstofu. Á þessa staðreynd hefur Fríkirkjan í Reykjavík ítrekað bent í baráttu sinni fyrir jafnri stöðu trúfélaga á Íslandi. Í lagaumhverfi okkar nefnast tekjur trúfélaga sóknargjöld en það hugtak hefur einungis merkingu innan þjóðkirkjunnar sem skipuleggur söfnuði út frá landfræðilegum einingum, sóknum. Það færi vel á því að löggjafavaldið myndi breyta orðalagi sínu til móts við jafnræði trú- og lífsskoðunarfélaga. Það fyrirkomulag að hið opinbera innheimti trúfélagsgjöld fyrir meðlimi samsvarar því sem tíðkast á Norðurlöndum og í Þýskalandi. Fyrirkomulagið nær þó ekki alls staðar til allra trú- og lífsskoðunarfélaga og það er til fyrirmyndar hérlendis að gætt sé jafnræðis meðal trúfélaga. Slíkt jafnræði er raunar forsenda farsællar fjölmenningar, að trúfélög njóti jafnræðis við innheimtu og úthlutun fjármuna. Í því ljósi er það dapurt að sóknargjöld (trúfélagsgjöld) séu árlegt bitbein í fjárlagagerð. Skerðingar sem lagðar eru til og dregnar til baka á víxl ógna rekstrargrundvelli sókna og trú- og lífsskoðunarfélaga með beinum hætti. Forsendur sóknargjalda byggja á gömlum lagagrunni og ítrekað hefur verið bent á að hið opinbera skilar einungis hluta þeirra tekna sem það innheimtir til trúfélaganna. Það fyrirkomulag að ríkið geti einhliða ákveðið hversu miklu af þeim gjöldum það heldur eftir ógnar rekstrargrundvelli trúfélaga og grefur þannig undan trúfrelsi á Íslandi. Farsæl fjölmenning byggir á þeirri forsendu að trúfélög, stór sem smá, geti starfað og blómstrað án íþyngjandi lagaumhverfis. Fríkirkjan í Reykjavík er vaxandi söfnuður og þriðja stærsta trúfélag landsins sem telur hátt í 11.000 meðlimi, hérlendis og erlendis. Starfsemi þess er að öllu leiti fjármögnuð af þeim trúfélagsgjöldum sem safnaðarmeðlimir velja að ráðstafa til safnaðarins. Vaxandi söfnuði ber að veita aukna þjónustu og með fjölgun meðlima hefur safnaðarráð og starfsfólk Fríkirkjunnar aukið þjónustu við fermingarungmenni, barnakóra, tónlistarflutning og prestþjónustu svo fátt eitt sé nefnt. Fríkirkjan er opinn vettvangur þar sem er rými fyrir alla og þú ert velkomin(n) til liðs við kirkjuna fallegu við Reykjavíkurtjörn. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Ákallið um aðskilnað ríkis og kirkju og jafnræði trúfélaga liggur til grundvallar þeirrar Fríkirkjuhreyfingar, sem leiddi til stofnunar þriggja safnaða sem byggja á Fríkirkjuhugsjón. Þeirra elstur er Fríkirkjan í Reykjavík en söfnuðurinn, sem stofnaður er 19. nóvember 1899, hefur staðið fyrir þann málstað á þremur öldum. Það er merkilegt að lesa umfjöllun um og andstöðu við baráttu Fríkirkjumanna fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju á síðasta áratugi 19. aldar en þær kröfur sem þar koma fram ríma vel við þarfir okkar nútíma. Lárus Halldórsson skrifar 1897 að „Ríkisvaldið [sé] neytt til, ef það á annað borð vill taka upp hina einu rjettu stjórnarreglu, að gjöra öllum trúarfjelögum jafnhátt undir höfði, að taka frá kirkjunni afgjald […] þjóðeigna, kirkjujarðanna“ (Kirkjublaðið 4 tbl. 1897, bls. 60). Grein hans, Um aðskilnað ríkis og kirkju, ber þess merki að þó þjóðfélag okkar hafi tekið eðlisbreytingum frá 19. öld, situr enn eftir sú staðreynd að þjóðkirkjan hefur allt aðra stöðu gagnvart ríkisvaldinu en önnur trú- og lífsskoðunarfélög. Veruleiki frjálsra safnaða og trúfélaga er sá að trúfélagsgjöld meðlima eru eini tekjustofn þeirra og grundvöllur allrar starfsemi. Fríkirkjur og frjáls trúfélög njóta ekki þeirra tekna sem greiða laun presta- og biskupa þjóðkirkjunnar, né til reksturs innviða á borð við Biskupsstofu. Á þessa staðreynd hefur Fríkirkjan í Reykjavík ítrekað bent í baráttu sinni fyrir jafnri stöðu trúfélaga á Íslandi. Í lagaumhverfi okkar nefnast tekjur trúfélaga sóknargjöld en það hugtak hefur einungis merkingu innan þjóðkirkjunnar sem skipuleggur söfnuði út frá landfræðilegum einingum, sóknum. Það færi vel á því að löggjafavaldið myndi breyta orðalagi sínu til móts við jafnræði trú- og lífsskoðunarfélaga. Það fyrirkomulag að hið opinbera innheimti trúfélagsgjöld fyrir meðlimi samsvarar því sem tíðkast á Norðurlöndum og í Þýskalandi. Fyrirkomulagið nær þó ekki alls staðar til allra trú- og lífsskoðunarfélaga og það er til fyrirmyndar hérlendis að gætt sé jafnræðis meðal trúfélaga. Slíkt jafnræði er raunar forsenda farsællar fjölmenningar, að trúfélög njóti jafnræðis við innheimtu og úthlutun fjármuna. Í því ljósi er það dapurt að sóknargjöld (trúfélagsgjöld) séu árlegt bitbein í fjárlagagerð. Skerðingar sem lagðar eru til og dregnar til baka á víxl ógna rekstrargrundvelli sókna og trú- og lífsskoðunarfélaga með beinum hætti. Forsendur sóknargjalda byggja á gömlum lagagrunni og ítrekað hefur verið bent á að hið opinbera skilar einungis hluta þeirra tekna sem það innheimtir til trúfélaganna. Það fyrirkomulag að ríkið geti einhliða ákveðið hversu miklu af þeim gjöldum það heldur eftir ógnar rekstrargrundvelli trúfélaga og grefur þannig undan trúfrelsi á Íslandi. Farsæl fjölmenning byggir á þeirri forsendu að trúfélög, stór sem smá, geti starfað og blómstrað án íþyngjandi lagaumhverfis. Fríkirkjan í Reykjavík er vaxandi söfnuður og þriðja stærsta trúfélag landsins sem telur hátt í 11.000 meðlimi, hérlendis og erlendis. Starfsemi þess er að öllu leiti fjármögnuð af þeim trúfélagsgjöldum sem safnaðarmeðlimir velja að ráðstafa til safnaðarins. Vaxandi söfnuði ber að veita aukna þjónustu og með fjölgun meðlima hefur safnaðarráð og starfsfólk Fríkirkjunnar aukið þjónustu við fermingarungmenni, barnakóra, tónlistarflutning og prestþjónustu svo fátt eitt sé nefnt. Fríkirkjan er opinn vettvangur þar sem er rými fyrir alla og þú ert velkomin(n) til liðs við kirkjuna fallegu við Reykjavíkurtjörn. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun