Ye biðst afsökunar á gyðingaandúð á hebresku Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. desember 2023 15:36 Ummæli Ye urðu til þess að hann var bannaður á samfélagsmiðlunum X og Instagram um stund. Getty/Jacopo M. Raule Umdeildi rapparinn og fatahönnuðurinn Ye, áður Kanye West, hefur beðið gyðingasamfélagið afsökunar vegna hatursfullra ummæla sem hann hefur síðastliðið ár látið falla um gyðinga. Hann segist nú vonast eftir fyrirgefningu og sjá eftir ummælum sínum. Ye var vísað á dyr á samfélagsmiðlinum X, þá Twitter, og á Instagram í október í fyrra eftir að hann birti færslur sem hvöttu til ofbeldis gegn gyðingum. Í kjölfarið sagðist hann ekki geta verið gyðingahatari því hann sé svartur. Skömmu síðar klæddist hann bol með áletruninni „White Lives Matter“ á tískusýningu í París, sem svar við slagorðinu „Black Lives Matter“ sem notað er í réttindabaráttu svarts fólks um heim allan. „Það er margt sem ég elska við Hitler“ Í kjölfarið sleit þýski fataframleiðandinn Adidas samningi sínum við rapparann. Í samstarfi við merkið hafði Kanye gefið út strigaskóna Yeezy, sem nutu vinsælda tískuáhugamanna á sínum tíma. Þá slitu tveir íþróttamenn samstarfi sínu við Donda, markaðsstofu Ye, vegna ummæla hans. Í sama mánuði hafði CNN eftir heimildarmönnum sínum sem stóðu eitt sinn nærri Ye að hann hafi lengi verið heillaður af Adolf Hiter og hann hafi langað að nefna plötu sína eftir nasistaforingjanum. Rúmum mánuði eftir að rapparanum var hleypt á X á nýjan leik var hann aftur bannaður eftir að hafa deilt mynd af Davíðsstjörnunni og hakakrossinum blönduðum saman. Í sömu viku kom Ye fram í þættinum InfoWars og má segja að hann hafi farið fögrum orðum um Hitler í viðtalinu. „Allar manneskjur hafa eitthvað mikilsvert fram að færa, ekki síst Hitler,“ og „Það er margt sem ég elska við Hitler. Margt,“ voru meðal þeirra orða sem hann lét falla í viðtalinu. Segist vilja bæta sig Í mars greindi Kanye síðan frá því á Instagram að hann hataði ekki lengur gyðinga vegna frammistöðu leikarans Jonah Hill í bíómyndinni 22 Jump Street sem kom út árið 2012. Fyrr í dag birti rapparinn færslu á Instagram þar sem hann sagðist sjá eftir gjörðum sínum. „Ég bið gyðingasamfélagið innilegrar afsökunar á hvers kyns óviljandi útúrsnúningum sem orðið hafa vegna orða eða gjörða minna. Það var ekki ætlunin að að særa eða vanvirða og ég sé innilega eftir öllum þeim sársauka sem ég kann að hafa valdið. “ „Ég er staðráðinn í að byrja á sjálfum mér og að læra á þessari reynslu til þess að tryggja næmni og skilning í framtíðinni. Fyrirgefning ykkar er mér mikilvæg, og ég er staðráðinn í að bæta mig og stuðla að samstöðu,“ segir í færslu Kanye. Færslu Ye má sjá hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Ye (@kanyewest) Mál Kanye West Trúmál Bandaríkin Hollywood Tónlist Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira
Ye var vísað á dyr á samfélagsmiðlinum X, þá Twitter, og á Instagram í október í fyrra eftir að hann birti færslur sem hvöttu til ofbeldis gegn gyðingum. Í kjölfarið sagðist hann ekki geta verið gyðingahatari því hann sé svartur. Skömmu síðar klæddist hann bol með áletruninni „White Lives Matter“ á tískusýningu í París, sem svar við slagorðinu „Black Lives Matter“ sem notað er í réttindabaráttu svarts fólks um heim allan. „Það er margt sem ég elska við Hitler“ Í kjölfarið sleit þýski fataframleiðandinn Adidas samningi sínum við rapparann. Í samstarfi við merkið hafði Kanye gefið út strigaskóna Yeezy, sem nutu vinsælda tískuáhugamanna á sínum tíma. Þá slitu tveir íþróttamenn samstarfi sínu við Donda, markaðsstofu Ye, vegna ummæla hans. Í sama mánuði hafði CNN eftir heimildarmönnum sínum sem stóðu eitt sinn nærri Ye að hann hafi lengi verið heillaður af Adolf Hiter og hann hafi langað að nefna plötu sína eftir nasistaforingjanum. Rúmum mánuði eftir að rapparanum var hleypt á X á nýjan leik var hann aftur bannaður eftir að hafa deilt mynd af Davíðsstjörnunni og hakakrossinum blönduðum saman. Í sömu viku kom Ye fram í þættinum InfoWars og má segja að hann hafi farið fögrum orðum um Hitler í viðtalinu. „Allar manneskjur hafa eitthvað mikilsvert fram að færa, ekki síst Hitler,“ og „Það er margt sem ég elska við Hitler. Margt,“ voru meðal þeirra orða sem hann lét falla í viðtalinu. Segist vilja bæta sig Í mars greindi Kanye síðan frá því á Instagram að hann hataði ekki lengur gyðinga vegna frammistöðu leikarans Jonah Hill í bíómyndinni 22 Jump Street sem kom út árið 2012. Fyrr í dag birti rapparinn færslu á Instagram þar sem hann sagðist sjá eftir gjörðum sínum. „Ég bið gyðingasamfélagið innilegrar afsökunar á hvers kyns óviljandi útúrsnúningum sem orðið hafa vegna orða eða gjörða minna. Það var ekki ætlunin að að særa eða vanvirða og ég sé innilega eftir öllum þeim sársauka sem ég kann að hafa valdið. “ „Ég er staðráðinn í að byrja á sjálfum mér og að læra á þessari reynslu til þess að tryggja næmni og skilning í framtíðinni. Fyrirgefning ykkar er mér mikilvæg, og ég er staðráðinn í að bæta mig og stuðla að samstöðu,“ segir í færslu Kanye. Færslu Ye má sjá hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Ye (@kanyewest)
Mál Kanye West Trúmál Bandaríkin Hollywood Tónlist Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira