Ljósið í myrkrinu Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar 20. desember 2023 20:01 Desembermánuður er annasamur hjá mörgum og auðvelt er að hlaða á sig alls kyns verkefnum. Flest hver gerum við skuldbindingar um ólíka hluti og svo getur það líka verið streituvaldur að stússast í gjafainnkaupum. Hvenær fórstu síðast í freyðibað og gleymdir stað og stund? Hvenær gafstu þér síðast þá gjöf að fara í göngu og fylgjast með ljósadýrðinni allt um kring? Hvenær lastu síðast bók eða hlustaðir á hlaðvarp? Hvað er langt síðan þú hefur sungið Föndrað? Klappað dýrum? Hversu oft spjallar þú við nágranna þína? Gefurðu þér stöku sinnum tíma til að skreppa í sund og láta líða úr vöðvabólgunni? Það getur verið ákveðin kúnst að draga úr álagi, leyfa sér að slaka meira á og líða sem best í líkama og sál. Einnig er það nokkurskonar list að geta notið þess að vera í núinu. Hugsanir um fortíðina og framtíðina geta nefnilega auðveldlega tekið yfir. Hægt er að leita í ólík verkfæri til þess að vinna að því að geta notið líðandi stundar og finna fyrir aukinni vellíðan. Fyrir það fyrsta getur þú spurt sjálfan þig að því hvað þér finnst gaman að gera, hver eru þín áhugasvið? Getur verið að þú viljir breyta til og prófa þig áfram með nýtt áhugamál? Mikilvægt er að minna sig á að það er leyfilegt að fækka streituvöldum og velja það að taka ekki þátt í öllu jólaamstrinu, líkt og hefð er fyrir víða. Það er líka leyfilegt að velja með hverjum maður ver tíma sínum og orku og það er sömuleiðis leyfilegt að nýta þennan tíma til að hlaða batteríin og hlúa að sjálfum sér. Þegar við hlúum að okkur sjálfum þá höfum við líka meira til að gefa samferðamönnum okkar. Jafnvel þótt þú hafir ekki hugarró um þessar mundir þá er alltaf hægt að leitast eftir því að líða aðeins betur með því að sinna áhugamáli eða til dæmis taka þátt í sjálfboðaliðastarfi. Það getur gert manni gott að gera smávegis góðverk. Rannsóknir hafa sýnt fram á að gæludýr geta stuðlað að betri líðan. Í upphafi ársins eignaðist ég kött sem veitt hefur mér ómælda gleði og góðan félagsskap. Ekki hafa allir fjölskyldu til að verja tíma með og sumir eiga fáa sem enga vini. Getur verið að helsta gjöfin í ár sé að veita einstaklingi sem þú veist að býr við slíkar aðstæður samverustund yfir hátíðirnar? Sjálf bjóðum við fjölskyldan alltaf vini sem er einstæðingur í mat um jólin. Hvernig getur þú verið ljósið í myrkrinu og með hvaða hætti getur þú hlúð að þér og þínum um þessar mundir? Hægt er að hafa samband við Hjálparsíma Rauða Krossins í síma 1717 vegna vanlíðan og einmanaleika. Það er alltaf velkomið að hafa samband! Höfundur er nemi í spænsku við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Áslaug Inga Kristinsdóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Desembermánuður er annasamur hjá mörgum og auðvelt er að hlaða á sig alls kyns verkefnum. Flest hver gerum við skuldbindingar um ólíka hluti og svo getur það líka verið streituvaldur að stússast í gjafainnkaupum. Hvenær fórstu síðast í freyðibað og gleymdir stað og stund? Hvenær gafstu þér síðast þá gjöf að fara í göngu og fylgjast með ljósadýrðinni allt um kring? Hvenær lastu síðast bók eða hlustaðir á hlaðvarp? Hvað er langt síðan þú hefur sungið Föndrað? Klappað dýrum? Hversu oft spjallar þú við nágranna þína? Gefurðu þér stöku sinnum tíma til að skreppa í sund og láta líða úr vöðvabólgunni? Það getur verið ákveðin kúnst að draga úr álagi, leyfa sér að slaka meira á og líða sem best í líkama og sál. Einnig er það nokkurskonar list að geta notið þess að vera í núinu. Hugsanir um fortíðina og framtíðina geta nefnilega auðveldlega tekið yfir. Hægt er að leita í ólík verkfæri til þess að vinna að því að geta notið líðandi stundar og finna fyrir aukinni vellíðan. Fyrir það fyrsta getur þú spurt sjálfan þig að því hvað þér finnst gaman að gera, hver eru þín áhugasvið? Getur verið að þú viljir breyta til og prófa þig áfram með nýtt áhugamál? Mikilvægt er að minna sig á að það er leyfilegt að fækka streituvöldum og velja það að taka ekki þátt í öllu jólaamstrinu, líkt og hefð er fyrir víða. Það er líka leyfilegt að velja með hverjum maður ver tíma sínum og orku og það er sömuleiðis leyfilegt að nýta þennan tíma til að hlaða batteríin og hlúa að sjálfum sér. Þegar við hlúum að okkur sjálfum þá höfum við líka meira til að gefa samferðamönnum okkar. Jafnvel þótt þú hafir ekki hugarró um þessar mundir þá er alltaf hægt að leitast eftir því að líða aðeins betur með því að sinna áhugamáli eða til dæmis taka þátt í sjálfboðaliðastarfi. Það getur gert manni gott að gera smávegis góðverk. Rannsóknir hafa sýnt fram á að gæludýr geta stuðlað að betri líðan. Í upphafi ársins eignaðist ég kött sem veitt hefur mér ómælda gleði og góðan félagsskap. Ekki hafa allir fjölskyldu til að verja tíma með og sumir eiga fáa sem enga vini. Getur verið að helsta gjöfin í ár sé að veita einstaklingi sem þú veist að býr við slíkar aðstæður samverustund yfir hátíðirnar? Sjálf bjóðum við fjölskyldan alltaf vini sem er einstæðingur í mat um jólin. Hvernig getur þú verið ljósið í myrkrinu og með hvaða hætti getur þú hlúð að þér og þínum um þessar mundir? Hægt er að hafa samband við Hjálparsíma Rauða Krossins í síma 1717 vegna vanlíðan og einmanaleika. Það er alltaf velkomið að hafa samband! Höfundur er nemi í spænsku við Háskóla Íslands.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun