Rósum prýdd mótmæli á Austurvelli Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 19. desember 2023 08:00 Á dögunum efndu Samtök aðstandenda og fíknisjúkra til mótmæla á Austurvelli. Með mótmælunum vildu samtökin koma skýrum skilaboðum til stjórnvalda um erfiða stöðu fólks sem glímir við vímuefnavanda. Aðstandendur og fólk með fíknisjúkdóma mótmæla einna helst löngum biðlistum í meðferð og afeitrun. Ég tek þessi mál reglulega upp á Alþingi enda er það óásættanlegt að fólk með lífshættulegan sjúkdóm komi að lokuðum dyrum í heilbrigðiskerfinu. Við getum ekki sætt okkur við að fólk, ungt fólk, deyi unnvörpum. Við erum með skelfilegar tölur um það - þetta blasir við okkur á minningarsíðum Morgunblaðsins. Hæstvirtur heilbrigðisráðherra hefur sannarlega tekið fjölmörg jákvæð skref í málaflokknum á þessu kjörtímabili. Hann hefur lagt áherslu á viðhaldsmeðferðir, sett aukna fjármuni í neyslurými og varnir gegn ofskömmtun. Og við sjáum merki þess í fjárlögum, m.a. með styrkjum til félagasamtaka og áherslunni á baráttunni við ópíóðafíkn. Stjórnvöld verða samt að gera betur. Takmarkaður áhugi samfélagsins á aðstæðum fólk með vímuefnavanda getur bara skýrst af neikvæðu viðhorfi í garð þessa sjúklingahóps. Þetta er bara eitthvað annað fólk, fólk með áfallasögu – fólk sem er ekki viðbjargandi. En í þessu litla samfélagi okkar eru þetta börnin okkar, systkini, foreldrar, frændfólk, vinir, nágrannar. Við þekkjum öll einhvern sem glímir við fíknisjúkdóm. Og við verðum að leggjast á árarnar við að greiða aðgang þeirra að heilbrigðisþjónustu. Samtökin stráðu rósum fyrir framan dyr Alþingis, til að minnast þeirra sem hafa fallið frá í baráttunni við fíkn. Gjörningurinn var áhrifamikill, fallegur og táknrænn. Hann snerti mig inn að hjartarótum og vakti mikla athygli þingmanna á mikilvægri og virðingarverðri baráttu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Fíkn Alþingi Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á dögunum efndu Samtök aðstandenda og fíknisjúkra til mótmæla á Austurvelli. Með mótmælunum vildu samtökin koma skýrum skilaboðum til stjórnvalda um erfiða stöðu fólks sem glímir við vímuefnavanda. Aðstandendur og fólk með fíknisjúkdóma mótmæla einna helst löngum biðlistum í meðferð og afeitrun. Ég tek þessi mál reglulega upp á Alþingi enda er það óásættanlegt að fólk með lífshættulegan sjúkdóm komi að lokuðum dyrum í heilbrigðiskerfinu. Við getum ekki sætt okkur við að fólk, ungt fólk, deyi unnvörpum. Við erum með skelfilegar tölur um það - þetta blasir við okkur á minningarsíðum Morgunblaðsins. Hæstvirtur heilbrigðisráðherra hefur sannarlega tekið fjölmörg jákvæð skref í málaflokknum á þessu kjörtímabili. Hann hefur lagt áherslu á viðhaldsmeðferðir, sett aukna fjármuni í neyslurými og varnir gegn ofskömmtun. Og við sjáum merki þess í fjárlögum, m.a. með styrkjum til félagasamtaka og áherslunni á baráttunni við ópíóðafíkn. Stjórnvöld verða samt að gera betur. Takmarkaður áhugi samfélagsins á aðstæðum fólk með vímuefnavanda getur bara skýrst af neikvæðu viðhorfi í garð þessa sjúklingahóps. Þetta er bara eitthvað annað fólk, fólk með áfallasögu – fólk sem er ekki viðbjargandi. En í þessu litla samfélagi okkar eru þetta börnin okkar, systkini, foreldrar, frændfólk, vinir, nágrannar. Við þekkjum öll einhvern sem glímir við fíknisjúkdóm. Og við verðum að leggjast á árarnar við að greiða aðgang þeirra að heilbrigðisþjónustu. Samtökin stráðu rósum fyrir framan dyr Alþingis, til að minnast þeirra sem hafa fallið frá í baráttunni við fíkn. Gjörningurinn var áhrifamikill, fallegur og táknrænn. Hann snerti mig inn að hjartarótum og vakti mikla athygli þingmanna á mikilvægri og virðingarverðri baráttu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar