Maðurinn með níu líf Jón Þór Stefánsson skrifar 13. desember 2023 21:47 Guðmundur stökk inn í logandi bíl í vikunni, en það var langt frá því í fyrsta skipti sem hann lendir í ótrúlegu atviki. Tímarit.is/Vilhelm/aðsend Guðmundur Hinrik Hjaltason húsasmíðameistari er sagður vera með níu líf. Í vikunni fór hann inn í logandi bíl, til að losa hann úr handbremsu. Aðgerðin bjargaði líklega húsi Guðmundar frá eldsvoða. Það er ekki í fyrsta skipti sem hann lendir í hremmingum, en hann sagði frá atvikinu sem átti sér stað í vikunni, og öðrum ótrúlegum atvikum sem hann hefur lent í, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Hann var búinn að standa í svolítinn tíma þessi bíll og ég ætlaði að fara að losa mig við hann. Hann var rafmagnslaus og ég hlóð hann þarna um morguninn. Ég kom svo heim í hádeginu og setti hann í gang og það voru engin vandamál. Ég leyfði honum því að ganga og hann var kannski búinn að vera í gangi í hálftíma. Svo var ég bara við það að fara og þá bankar nágranni minn upp á og segir að það sé kviknað í bílnum.“ „Fór bara inn og hélt niðri í mér andanum“ Guðmundur segir að þegar hann hafi litið á bílinn þá hafi verið farið að loga undan vélarhlífinni. „Hver mínúta er dýrmæt í svona aðstæðum. Við vorum sammála um að við þyrftum að koma bílnum af planinu, út á götuna. Bíllinn var í handbremsu, fullur af reyk, þannig ég fór bara inn og hélt niðri í mér andanum og tók hann úr bremsu.“ Nokkur atriði gerðu verkið enn erfiðara. Vegna þess hversu lengi bíllinn hafði staðið voru klossarnir orðnir fastir við diskana og þar af leiðandi þurfti Guðmundur að beita miklu afli. Þá þurfti hann að færa annan bíl frá, og þar að auki var mjög hált úti. Guðmundur segist ekki hafa hugmynd um það hvernig kviknaði í bílnum, en sem betur fer hafi lítið sem ekkert verið í honum, og verðmæti hans ekki mikið. Nauðlending við Bessastaði Líkt og áður segir hefur því verið haldið fram að Guðmundur sé með níu líf. Hann er líka flugmaður og hefur þurft að nauðlenda vélum tvisvar. Önnur nauðlendingin átti sér stað á Bessastaðavegi, innkeyrslunni að bústaði forseta, árið 2003. „Bensíngjöfin, sem er kölluð trotla á flugvél, fór úr sambandi og þá var ákveðið að taka smá sveig þarna. Svo var hún farin að lækka flugið ískyggilega og við treystum okkur ekki yfir Fossvoginn. Þá var þetta eini staðurinn á öllu Reykjavíkursvæðinu þar sem eru ekki ljósastórar,“ útskýrði Guðmundur. „Það er enginn tími í svona aðstæðum. Maður hefur bara örfáar sekúndur til að taka ákvörðun.“ Aðspurður um hvort Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti, hafi heilsað upp á hann svarar hann neitandi. „Ég held að hann hafi verið upptekinn.“ Guðmundur hefur ekki bara lent í ævintýrum á Íslandi, heldur líka erlendis, meðal annars í Nevada-eyðimörkinni.Aðsend Eyddi nótt í eyðimörkinni „Það var svolítið meira,“ segir Guðmundur um nauðlendingu í eyðimörkinni í Nevada-ríki Bandaríkjanna árið 2012. Hann útskýrir að í flugvélum séu tvær bensíndælur og hann þurfti að nota aðra þeirra sem var brunnin yfir og vélin drap á sér. „Hún var allt í einu steindauð.“ Guðmundur var í vélinni með eiginkonu sinni. „Við vorum ekki alveg sammála um hvar við ættum að lenda. En ég réði því,“ segir hann. „Þetta voru erfiðar samræður,“ bætir hann við og hlær. Fjallað var um lendingu Guðmundar í Fréttatímanum árið 2012Tímarit.is Þó að þau hafi verið í eyðimörk þá er gróður eða kjarr víða í eyðimörkinni og aðstæður til lendingar erfiðar. Guðmundur segist þó hafa séð „sköllóttan blett“ og lent á honum. „Þetta var eins og steypt,“ segir hann og vill meina að þau hafi verið mjög heppinn. Hjónin þurftu að sofa í eyðimörkinni um nóttina. Þar var ekkert símasamband, en til allrar hamingju var Guðmundur með neyðarhnapp, sem hann notaði svo þau yrðu sótt. Á hnappnum voru tveir möguleikar: annars vegar eru senda skilaboð um að það sé í lagi með þig, en þú þurfir aðstoð, og hins vegar algjört neyðarboð, SOS. Fyrst ýtti Guðmundur á fyrri möguleikann, en enginn kom, og þá reyndi hann á seinni kostinn og þá kom fólk hjónunum til bjargar. Guðmundur hefur fengið þau skilaboð að fólk sem lendi í jafnörgum og miklum hremmingum og hann sé allajafna látið. Fæstir hafi það af. „Það er svolítið skrýtið,“ segir Guðmundur við því. Fréttir af flugi Slökkvilið Bandaríkin Reykjavík Reykjavík síðdegis Ástin og lífið Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Það er ekki í fyrsta skipti sem hann lendir í hremmingum, en hann sagði frá atvikinu sem átti sér stað í vikunni, og öðrum ótrúlegum atvikum sem hann hefur lent í, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Hann var búinn að standa í svolítinn tíma þessi bíll og ég ætlaði að fara að losa mig við hann. Hann var rafmagnslaus og ég hlóð hann þarna um morguninn. Ég kom svo heim í hádeginu og setti hann í gang og það voru engin vandamál. Ég leyfði honum því að ganga og hann var kannski búinn að vera í gangi í hálftíma. Svo var ég bara við það að fara og þá bankar nágranni minn upp á og segir að það sé kviknað í bílnum.“ „Fór bara inn og hélt niðri í mér andanum“ Guðmundur segir að þegar hann hafi litið á bílinn þá hafi verið farið að loga undan vélarhlífinni. „Hver mínúta er dýrmæt í svona aðstæðum. Við vorum sammála um að við þyrftum að koma bílnum af planinu, út á götuna. Bíllinn var í handbremsu, fullur af reyk, þannig ég fór bara inn og hélt niðri í mér andanum og tók hann úr bremsu.“ Nokkur atriði gerðu verkið enn erfiðara. Vegna þess hversu lengi bíllinn hafði staðið voru klossarnir orðnir fastir við diskana og þar af leiðandi þurfti Guðmundur að beita miklu afli. Þá þurfti hann að færa annan bíl frá, og þar að auki var mjög hált úti. Guðmundur segist ekki hafa hugmynd um það hvernig kviknaði í bílnum, en sem betur fer hafi lítið sem ekkert verið í honum, og verðmæti hans ekki mikið. Nauðlending við Bessastaði Líkt og áður segir hefur því verið haldið fram að Guðmundur sé með níu líf. Hann er líka flugmaður og hefur þurft að nauðlenda vélum tvisvar. Önnur nauðlendingin átti sér stað á Bessastaðavegi, innkeyrslunni að bústaði forseta, árið 2003. „Bensíngjöfin, sem er kölluð trotla á flugvél, fór úr sambandi og þá var ákveðið að taka smá sveig þarna. Svo var hún farin að lækka flugið ískyggilega og við treystum okkur ekki yfir Fossvoginn. Þá var þetta eini staðurinn á öllu Reykjavíkursvæðinu þar sem eru ekki ljósastórar,“ útskýrði Guðmundur. „Það er enginn tími í svona aðstæðum. Maður hefur bara örfáar sekúndur til að taka ákvörðun.“ Aðspurður um hvort Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti, hafi heilsað upp á hann svarar hann neitandi. „Ég held að hann hafi verið upptekinn.“ Guðmundur hefur ekki bara lent í ævintýrum á Íslandi, heldur líka erlendis, meðal annars í Nevada-eyðimörkinni.Aðsend Eyddi nótt í eyðimörkinni „Það var svolítið meira,“ segir Guðmundur um nauðlendingu í eyðimörkinni í Nevada-ríki Bandaríkjanna árið 2012. Hann útskýrir að í flugvélum séu tvær bensíndælur og hann þurfti að nota aðra þeirra sem var brunnin yfir og vélin drap á sér. „Hún var allt í einu steindauð.“ Guðmundur var í vélinni með eiginkonu sinni. „Við vorum ekki alveg sammála um hvar við ættum að lenda. En ég réði því,“ segir hann. „Þetta voru erfiðar samræður,“ bætir hann við og hlær. Fjallað var um lendingu Guðmundar í Fréttatímanum árið 2012Tímarit.is Þó að þau hafi verið í eyðimörk þá er gróður eða kjarr víða í eyðimörkinni og aðstæður til lendingar erfiðar. Guðmundur segist þó hafa séð „sköllóttan blett“ og lent á honum. „Þetta var eins og steypt,“ segir hann og vill meina að þau hafi verið mjög heppinn. Hjónin þurftu að sofa í eyðimörkinni um nóttina. Þar var ekkert símasamband, en til allrar hamingju var Guðmundur með neyðarhnapp, sem hann notaði svo þau yrðu sótt. Á hnappnum voru tveir möguleikar: annars vegar eru senda skilaboð um að það sé í lagi með þig, en þú þurfir aðstoð, og hins vegar algjört neyðarboð, SOS. Fyrst ýtti Guðmundur á fyrri möguleikann, en enginn kom, og þá reyndi hann á seinni kostinn og þá kom fólk hjónunum til bjargar. Guðmundur hefur fengið þau skilaboð að fólk sem lendi í jafnörgum og miklum hremmingum og hann sé allajafna látið. Fæstir hafi það af. „Það er svolítið skrýtið,“ segir Guðmundur við því.
Fréttir af flugi Slökkvilið Bandaríkin Reykjavík Reykjavík síðdegis Ástin og lífið Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira