Glæpurinn kynlífsmansal Jódís Skúladóttir skrifar 13. desember 2023 11:00 Við Íslendingar höfum sýnt það með löggjöf og samfélagslegri sátt að við lítum kynferðisbrot sérstaklega alvarlegum augum. Kynlífsmansal er alvarlegasta kynferðisbrot sem hægt er að fremja og því þurfa valdhafar hvers tíma að leggja sig fram við að endurspegla vilja þjóðarinnar í þessum efnum. Ísland hefur undirgengist alþjóðlegar skuldbindingar sem lýsa því skýrt yfir að við berum lagalega ábyrgð gagnvart þolendum mansals þó þeir hafi ekki orðið fyrir mansali á Íslandi. Ekki er svo síður mikilvægt að árétta að við berum sem samfélag líka siðferðislegar skuldbindingar sem manneskjur gagnvart þeim sem brotið hefur verið á með þesum alvarlega hætti. Við vitum í dag hversu alvarleg og langvarandi áhrif kynferðisbrot hafa á þolendur enda sýna allar rannsóknir fram á það. Rannsókn Stígamóta frá árinu 2022 sýnir að vændi hefur alvarlegri afleiðingar á brotaþola en önnur kynferðisbrot og því er auðvelt að gera sér í hugarlund að þolendur kynlífsmansals þurfi að kljást við enn alvarlegri afleiðingar. Hluti af afmennskun og niðurbroti mansalsþolenda er að taka af þeim gild skilríki þannig að þau séu háð kvölurum sínum um ferðafrelsi. Fólk er þannig yfirleitt flutt milli landa á fölsuðum skilríkjum til að gera því erfiðara að leita sér aðstoðar. Það er einhvers konar ný vídd í þolendaskömmun að gera þolendur mansals ábyrga fyrir þeim hörmungum sem þau hafa orðið fyrir og ákæra slíka einstaklinga fyrir skjalafals vegna hinna fölsuðu skilríkja. Að nota það gegn mansalsþolendum að þau hafi komið til landsins á fölsuðum skilríkjum má segja að sé sambærilegt við að nota það gegn þeim að þau hafi orðið fyrir kynferðisbroti. Samkvæmt íslenskum lögum stendur þolendum mansals til boða að fá húsnæði, fjárhags- og lögfræðiaðstoð og í boði er dvalarleyfi fyrir staðfesta þolendur mansals. Með lagabreytingu frá árinu 2019 standa þessi úrræði einnig til boða fyrir hugsanlega þolendur mansals. Vilji löggjafans er skýr og það er vilji almennings líka. Þolendur kynlífsmansals eiga alltaf að njóta vafans og lagatæknileg atriði eiga aldrei að standa í vegi fyrir réttlátri meðferð þeirra mála. Þessum hópi , sem fyrst og fremst samanstendur af konum sem hingað hafa komið gegnum hryllilegar aðstæður eigum við að veita skjól. Ég geri orð hæstvirts dómsmálaráðherra frá því í október í svari við fyrirspurn um mansal á Íslandi að mínum: „Það er viðvarandi verkefni hverrar þjóðar að berjast gegn mansali og mikilvægt að sofna ekki á verðinum.“ Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Mansal Alþingi Vinstri græn Kynferðisofbeldi Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar höfum sýnt það með löggjöf og samfélagslegri sátt að við lítum kynferðisbrot sérstaklega alvarlegum augum. Kynlífsmansal er alvarlegasta kynferðisbrot sem hægt er að fremja og því þurfa valdhafar hvers tíma að leggja sig fram við að endurspegla vilja þjóðarinnar í þessum efnum. Ísland hefur undirgengist alþjóðlegar skuldbindingar sem lýsa því skýrt yfir að við berum lagalega ábyrgð gagnvart þolendum mansals þó þeir hafi ekki orðið fyrir mansali á Íslandi. Ekki er svo síður mikilvægt að árétta að við berum sem samfélag líka siðferðislegar skuldbindingar sem manneskjur gagnvart þeim sem brotið hefur verið á með þesum alvarlega hætti. Við vitum í dag hversu alvarleg og langvarandi áhrif kynferðisbrot hafa á þolendur enda sýna allar rannsóknir fram á það. Rannsókn Stígamóta frá árinu 2022 sýnir að vændi hefur alvarlegri afleiðingar á brotaþola en önnur kynferðisbrot og því er auðvelt að gera sér í hugarlund að þolendur kynlífsmansals þurfi að kljást við enn alvarlegri afleiðingar. Hluti af afmennskun og niðurbroti mansalsþolenda er að taka af þeim gild skilríki þannig að þau séu háð kvölurum sínum um ferðafrelsi. Fólk er þannig yfirleitt flutt milli landa á fölsuðum skilríkjum til að gera því erfiðara að leita sér aðstoðar. Það er einhvers konar ný vídd í þolendaskömmun að gera þolendur mansals ábyrga fyrir þeim hörmungum sem þau hafa orðið fyrir og ákæra slíka einstaklinga fyrir skjalafals vegna hinna fölsuðu skilríkja. Að nota það gegn mansalsþolendum að þau hafi komið til landsins á fölsuðum skilríkjum má segja að sé sambærilegt við að nota það gegn þeim að þau hafi orðið fyrir kynferðisbroti. Samkvæmt íslenskum lögum stendur þolendum mansals til boða að fá húsnæði, fjárhags- og lögfræðiaðstoð og í boði er dvalarleyfi fyrir staðfesta þolendur mansals. Með lagabreytingu frá árinu 2019 standa þessi úrræði einnig til boða fyrir hugsanlega þolendur mansals. Vilji löggjafans er skýr og það er vilji almennings líka. Þolendur kynlífsmansals eiga alltaf að njóta vafans og lagatæknileg atriði eiga aldrei að standa í vegi fyrir réttlátri meðferð þeirra mála. Þessum hópi , sem fyrst og fremst samanstendur af konum sem hingað hafa komið gegnum hryllilegar aðstæður eigum við að veita skjól. Ég geri orð hæstvirts dómsmálaráðherra frá því í október í svari við fyrirspurn um mansal á Íslandi að mínum: „Það er viðvarandi verkefni hverrar þjóðar að berjast gegn mansali og mikilvægt að sofna ekki á verðinum.“ Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun