Samkomulag á COP28 í höfn Atli Ísleifsson skrifar 13. desember 2023 07:35 Sultan al-Jaber, forseti loftslagsráðstefnunnar COP28, stóð upp og klappaði eftir að hafa tilkynnt að samkomulag var í höfn. AP COP28-loftsráðstefnunni í Dubaí lauk nú á áttunda tímanum sem tímamóta samkomulagi þar sem ríki heims eru hvött til þess að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Fulltrúar sendinefnda stóðu upp og klöppuðu á allsherjarfundi eftir að Sultan al-Jaber, forseti COP28, tilkynnti að drögin að lokayfirlýsingu ráðstefnunnar hafi verið samþykkt án andmæla um klukkan sjö í morgun. Þetta er í fyrsta sinn sem ákall um umskipti ríkja heims í átt frá notkun jarðefnaeldsneytis er að finna í yfirlýsingu COP-ráðstefnu. Margir hafa þó lýst óánægju með að ekki skuli hafa verið gengið lengra með því að tala um að stefnt skuli að algjörri útfösun á slíku eldsneyti. The moment history was made. Everyone came together from day one. Everyone united, everyone acted and everyone delivered. pic.twitter.com/KYsRN6Bu4K— COP28 UAE (@COP28_UAE) December 13, 2023 Fundað var í alla nótt um málið en þegar drög að samkomulagi lágu loks ljós fyrir tók það skamma stund að samþykkja tillöguna og risu ráðstefnugestir úr sætum og klöppuðu fyrir niðurstöðunni. Umrædd yfirlýsing er 21 síða að lengd með nærri tvö hundruð málsgreinum. Ekki er um bindandi skjal að ræða fyrir ríki heims en er talin marka leiðina til framtíðar. Í drögunum er viðurkennd þörfin fyrir mikilli og hraðri minnkun sem haldið verði við, sé ætlunin að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráðu. Með aðgerðum verði hægt að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Rætt var við Helgu Barðadóttur, formann sendinefndar Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Sameinuðu arabísku furstadæmin Bensín og olía Orkumál Tengdar fréttir Kalla á umskipti ríkja heims í átt frá notkun jarðefnaeldsneytis Ákall um umskipti ríkja heims í átt frá notkun jarðefnaeldsneytis er að finna í nýjum drögum að lokayfirlýsingu COP28-loftslagsráðstefnunnar sem kynnt voru í nótt. 13. desember 2023 06:14 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Fulltrúar sendinefnda stóðu upp og klöppuðu á allsherjarfundi eftir að Sultan al-Jaber, forseti COP28, tilkynnti að drögin að lokayfirlýsingu ráðstefnunnar hafi verið samþykkt án andmæla um klukkan sjö í morgun. Þetta er í fyrsta sinn sem ákall um umskipti ríkja heims í átt frá notkun jarðefnaeldsneytis er að finna í yfirlýsingu COP-ráðstefnu. Margir hafa þó lýst óánægju með að ekki skuli hafa verið gengið lengra með því að tala um að stefnt skuli að algjörri útfösun á slíku eldsneyti. The moment history was made. Everyone came together from day one. Everyone united, everyone acted and everyone delivered. pic.twitter.com/KYsRN6Bu4K— COP28 UAE (@COP28_UAE) December 13, 2023 Fundað var í alla nótt um málið en þegar drög að samkomulagi lágu loks ljós fyrir tók það skamma stund að samþykkja tillöguna og risu ráðstefnugestir úr sætum og klöppuðu fyrir niðurstöðunni. Umrædd yfirlýsing er 21 síða að lengd með nærri tvö hundruð málsgreinum. Ekki er um bindandi skjal að ræða fyrir ríki heims en er talin marka leiðina til framtíðar. Í drögunum er viðurkennd þörfin fyrir mikilli og hraðri minnkun sem haldið verði við, sé ætlunin að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráðu. Með aðgerðum verði hægt að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Rætt var við Helgu Barðadóttur, formann sendinefndar Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Sameinuðu arabísku furstadæmin Bensín og olía Orkumál Tengdar fréttir Kalla á umskipti ríkja heims í átt frá notkun jarðefnaeldsneytis Ákall um umskipti ríkja heims í átt frá notkun jarðefnaeldsneytis er að finna í nýjum drögum að lokayfirlýsingu COP28-loftslagsráðstefnunnar sem kynnt voru í nótt. 13. desember 2023 06:14 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Kalla á umskipti ríkja heims í átt frá notkun jarðefnaeldsneytis Ákall um umskipti ríkja heims í átt frá notkun jarðefnaeldsneytis er að finna í nýjum drögum að lokayfirlýsingu COP28-loftslagsráðstefnunnar sem kynnt voru í nótt. 13. desember 2023 06:14