Íslenska lífeyriskerfið – staða og þróun Ásta Ásgeirsdóttir skrifar 11. desember 2023 13:00 Lífeyriskerfið okkar er mjög stórt á alþjóðlegan mælikvarða og hefur komið vel út í alþjóðlegum samanburði. Öflugt lífeyriskerfi, eins og byggt hefur verið upp hér á landi, krefst þess að sífellt eigi sér stað samtal um stöðu þess og hver framtíðarþróun kerfisins skuli vera. Lífeyriskerfið er eign okkar allra og réttindi í lífeyrissjóðum skipta miklu máli fyrir framfærslu fólks á efri árum. Innan Landssamtaka lífeyrissjóða hafa reglulega verið teknar saman hagtölur um lífeyriskerfið og hvernig þróun þess hefur verið undanfarin ár. Flestar tölur sem birtast hér eru aðgengilegar á heimasíðu samtakanna, Lífeyrismál.is. Stærð kerfisins Lífeyriseignir landsmanna hafa farið vaxandi undanfarna áratugi og þrátt fyrir neikvæða ávöxtun á árinu 2022 námu þær 187% af vergri landsframleiðslu (VLF) við árslok. Til að setja þessar tölur í samhengi við aðrar eignir heimilanna var hrein eign heimila fyrir utan lífeyriseignir 206% af VLF árið 2022. Meðtaldar eru þá allar fasteignir, bílar, innlán og verðbréf heimilanna að frádregnum skuldum. Því má segja að lífeyrisréttindi landsmanna séu um helmingur allra eigna heimilanna og lífeyriseignir hafa vaxið mun hraðar en aðrar eignir heimila undanfarin 25 ár. Iðgjöld og útgreiðslur Hlutverk lífeyriskerfisins er að taka við iðgjöldum, ávaxta þau og greiða lífeyri. Á bak við eignir lífeyrissjóða eru réttindi sjóðfélaga til lífeyris. Árið 2022 greiddu sjóðfélagar samtryggingardeilda 289 milljarða króna í iðgjöld og á sama tíma voru útgreiðslur 208 milljarðar króna. Útgreiðslurnar skiptust í 163 milljarða í ævilangan ellilífeyri, 28 milljarða í örorkulífeyri, 16 milljarða í makalífeyri og rúmlega 1 milljarð króna í barnalífeyri. Til samanburðar greiddi Tryggingastofnun um 96 milljarða króna í ellilífeyri og 79 milljarða í örorkulífeyri. Þannig voru því um 62% af öllum lífeyrisgreiðslum eldri borgara úr lífeyrissjóðum og um 25% af örorkulífeyri. Þróunin sýnir að útgreiðslur sjóðanna hafa verið mjög stöðugar og aukist jafnt og þétt á sama tíma og iðgjöld sveiflast í takt við hagvöxt og aðra ytri þætti. Iðgjaldaprósentan hefur hækkað í nokkrum skrefum sem rekja má til kjarasamninga aðila vinnumarkaðarins og er nú 15,5% fyrir allt launafólk og sjálfstætt starfandi. Samkvæmt líkönum, sem unnin hafa verið um framtíð lífeyriskerfisins, má búast við að útgreiðslur úr samtryggingardeildum fari fram úr iðgjöldum eftir 10-20 ár vegna hlutfallslegrar fjölgunar eldra fólks og aukinna réttinda þeirra sem hefja töku lífeyris. Ávöxtun lífeyrissjóða Lífeyrissjóðir eru langtímafjárfestar og hlutverk þeirra er að tryggja sjóðfélögum ævilangan lífeyri á efri árum og áfallalífeyri við skerta starfsorku eða andlát. Því skiptir langtímaávöxtun eigna miklu máli til þess að hægt sé að tryggja landsmönnum góð lífeyrisréttindi við starfslok. Árið 2022 var raunávöxtun sjóðanna neikvæð um tæp 12% en vegna góðrar ávöxtunar árin á undan var meðalávöxtun til 5 ára rúmlega 4%, sem er yfir 3,5% ávöxtunarviðmiði sjóðanna. Árið 2022 skilaði neikvæðri ávöxtun lífeyrissparnaðar víðar en á Íslandi. Til samanburðar má nefna að meðalávöxtun sjóða í OECD-ríkjum var neikvæð um 16% árið 2022 og í bæði Danmörku og Hollandi fóru lífeyriseignir niður fyrir 200% af VLF en þau lönd hafa ásamt Íslandi skilað bestum niðurstöðum í alþjóðlegum samanburði lífeyriskerfa undanfarin ár. Þegar ávöxtunartölur íslenska lífeyriskerfisins til lengri tíma eru skoðaðar má sjá sveiflur í ávöxtun, bæði með löngum tímabilum góðrar ávöxtunar og síðan djúpum niðursveiflum inn á milli. Mikilvægt er að hafa í huga að réttindi sjóðfélaga taka mið af langtímaávöxtun sjóðanna og því hafa einstök ár neikvæðrar ávöxtunar takmörkuð áhrif á réttindi. Kostnaður við rekstur og fjárfestingar lífeyrissjóða Kostnaður við rekstur lífeyrissjóða hefur áhrif á réttindi sjóðfélaga á sama hátt og ávöxtun sjóðanna. Á árinu 2022 var beinn rekstrarkostnaður íslenskra lífeyrissjóða um 0,19% af heildareignum fyrir samtryggingardeildir og 0,26% fyrir innlendar séreignardeildir og hefur farið lækkandi undanfarin ár. Samkvæmt tölum OECD var beinn rekstarkostnaður lífeyrissjóða á hinum Norðurlöndunum um 0,2-0,3% af heildareignum en mun hærri í mörgum öðrum löndum. Því má segja að beinn rekstrarkostnaður íslenska lífeyriskerfisins sé á pari við önnur Norðurlönd og að Ísland standist ágætlega samanburð við önnur lönd í þessum efnum. Þegar litið er til óbeins fjárfestingarkostnaðar lífeyrissjóðanna hefur Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands undanfarin ár unnið að því að bæta aðgengi að gögnum er varða bæði beinan og óbeinan kostnað við rekstur sjóðanna og á hrós skilið fyrir það. Heildarkostnaður við rekstur íslenska lífeyriskerfisins, bæði skrifstofukostnaður og beinn og óbeinn fjárfestingarkostnaður, var 0,51% af eignum samtryggingardeilda árið 2022 og 0,49% af eignum séreignardeilda og hefur verið svipaður frá árinu 2016 þegar Fjármálaeftirlitið hóf birtingu þessara talna. Gögn fyrir önnur lönd, þar sem bæði er litið til beins og óbeins fjárfestingarkostnaðar lífeyrissjóða, eru ekki aðgengileg á vegum OECD. Ákveðið misræmi hefur verið í upplýsingagjöf eftirlitsaðila að því er varðar innlenda lífeyrissjóði og vörsluaðila lífeyrissparnaðar annars vegar og hins vegar erlendra aðila sem taka við séreignarsparnaði. Upplýsingar um beinan og óbeinan kostnað erlendra aðila hafa ekki verið aðgengilegar á sama hátt og fyrir innlenda aðila og benda fyrri athuganir Fjármálaeftirlitsins til þess að beinn og óbeinn kostnaður erlendra aðila á íslenskum lífeyrismarkaði sé hærri en hjá innlendum sjóðum. Verðugt rannsóknarefni væri að rýna þetta nánar. Framtíðarsýn Íslenska lífeyriskerfið hefur stækkað mikið undanfarin ár og sífellt stærri hópur eldra fólks treystir að mestu leyti á áunnin réttindi úr lífeyrissjóðum til framfærslu á efri árum. Mikilvægt er að kerfið hér á landi sé í sífelldri endurskoðun með það í huga að gera gott enn betra og sjá til þess að réttindakerfi lífeyrissjóðanna tryggi líka komandi kynslóðum góð lífeyrisréttindi. Höfundur er hagfræðingur hjá Landssamtökum lífeyrissjóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Lífeyriskerfið okkar er mjög stórt á alþjóðlegan mælikvarða og hefur komið vel út í alþjóðlegum samanburði. Öflugt lífeyriskerfi, eins og byggt hefur verið upp hér á landi, krefst þess að sífellt eigi sér stað samtal um stöðu þess og hver framtíðarþróun kerfisins skuli vera. Lífeyriskerfið er eign okkar allra og réttindi í lífeyrissjóðum skipta miklu máli fyrir framfærslu fólks á efri árum. Innan Landssamtaka lífeyrissjóða hafa reglulega verið teknar saman hagtölur um lífeyriskerfið og hvernig þróun þess hefur verið undanfarin ár. Flestar tölur sem birtast hér eru aðgengilegar á heimasíðu samtakanna, Lífeyrismál.is. Stærð kerfisins Lífeyriseignir landsmanna hafa farið vaxandi undanfarna áratugi og þrátt fyrir neikvæða ávöxtun á árinu 2022 námu þær 187% af vergri landsframleiðslu (VLF) við árslok. Til að setja þessar tölur í samhengi við aðrar eignir heimilanna var hrein eign heimila fyrir utan lífeyriseignir 206% af VLF árið 2022. Meðtaldar eru þá allar fasteignir, bílar, innlán og verðbréf heimilanna að frádregnum skuldum. Því má segja að lífeyrisréttindi landsmanna séu um helmingur allra eigna heimilanna og lífeyriseignir hafa vaxið mun hraðar en aðrar eignir heimila undanfarin 25 ár. Iðgjöld og útgreiðslur Hlutverk lífeyriskerfisins er að taka við iðgjöldum, ávaxta þau og greiða lífeyri. Á bak við eignir lífeyrissjóða eru réttindi sjóðfélaga til lífeyris. Árið 2022 greiddu sjóðfélagar samtryggingardeilda 289 milljarða króna í iðgjöld og á sama tíma voru útgreiðslur 208 milljarðar króna. Útgreiðslurnar skiptust í 163 milljarða í ævilangan ellilífeyri, 28 milljarða í örorkulífeyri, 16 milljarða í makalífeyri og rúmlega 1 milljarð króna í barnalífeyri. Til samanburðar greiddi Tryggingastofnun um 96 milljarða króna í ellilífeyri og 79 milljarða í örorkulífeyri. Þannig voru því um 62% af öllum lífeyrisgreiðslum eldri borgara úr lífeyrissjóðum og um 25% af örorkulífeyri. Þróunin sýnir að útgreiðslur sjóðanna hafa verið mjög stöðugar og aukist jafnt og þétt á sama tíma og iðgjöld sveiflast í takt við hagvöxt og aðra ytri þætti. Iðgjaldaprósentan hefur hækkað í nokkrum skrefum sem rekja má til kjarasamninga aðila vinnumarkaðarins og er nú 15,5% fyrir allt launafólk og sjálfstætt starfandi. Samkvæmt líkönum, sem unnin hafa verið um framtíð lífeyriskerfisins, má búast við að útgreiðslur úr samtryggingardeildum fari fram úr iðgjöldum eftir 10-20 ár vegna hlutfallslegrar fjölgunar eldra fólks og aukinna réttinda þeirra sem hefja töku lífeyris. Ávöxtun lífeyrissjóða Lífeyrissjóðir eru langtímafjárfestar og hlutverk þeirra er að tryggja sjóðfélögum ævilangan lífeyri á efri árum og áfallalífeyri við skerta starfsorku eða andlát. Því skiptir langtímaávöxtun eigna miklu máli til þess að hægt sé að tryggja landsmönnum góð lífeyrisréttindi við starfslok. Árið 2022 var raunávöxtun sjóðanna neikvæð um tæp 12% en vegna góðrar ávöxtunar árin á undan var meðalávöxtun til 5 ára rúmlega 4%, sem er yfir 3,5% ávöxtunarviðmiði sjóðanna. Árið 2022 skilaði neikvæðri ávöxtun lífeyrissparnaðar víðar en á Íslandi. Til samanburðar má nefna að meðalávöxtun sjóða í OECD-ríkjum var neikvæð um 16% árið 2022 og í bæði Danmörku og Hollandi fóru lífeyriseignir niður fyrir 200% af VLF en þau lönd hafa ásamt Íslandi skilað bestum niðurstöðum í alþjóðlegum samanburði lífeyriskerfa undanfarin ár. Þegar ávöxtunartölur íslenska lífeyriskerfisins til lengri tíma eru skoðaðar má sjá sveiflur í ávöxtun, bæði með löngum tímabilum góðrar ávöxtunar og síðan djúpum niðursveiflum inn á milli. Mikilvægt er að hafa í huga að réttindi sjóðfélaga taka mið af langtímaávöxtun sjóðanna og því hafa einstök ár neikvæðrar ávöxtunar takmörkuð áhrif á réttindi. Kostnaður við rekstur og fjárfestingar lífeyrissjóða Kostnaður við rekstur lífeyrissjóða hefur áhrif á réttindi sjóðfélaga á sama hátt og ávöxtun sjóðanna. Á árinu 2022 var beinn rekstrarkostnaður íslenskra lífeyrissjóða um 0,19% af heildareignum fyrir samtryggingardeildir og 0,26% fyrir innlendar séreignardeildir og hefur farið lækkandi undanfarin ár. Samkvæmt tölum OECD var beinn rekstarkostnaður lífeyrissjóða á hinum Norðurlöndunum um 0,2-0,3% af heildareignum en mun hærri í mörgum öðrum löndum. Því má segja að beinn rekstrarkostnaður íslenska lífeyriskerfisins sé á pari við önnur Norðurlönd og að Ísland standist ágætlega samanburð við önnur lönd í þessum efnum. Þegar litið er til óbeins fjárfestingarkostnaðar lífeyrissjóðanna hefur Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands undanfarin ár unnið að því að bæta aðgengi að gögnum er varða bæði beinan og óbeinan kostnað við rekstur sjóðanna og á hrós skilið fyrir það. Heildarkostnaður við rekstur íslenska lífeyriskerfisins, bæði skrifstofukostnaður og beinn og óbeinn fjárfestingarkostnaður, var 0,51% af eignum samtryggingardeilda árið 2022 og 0,49% af eignum séreignardeilda og hefur verið svipaður frá árinu 2016 þegar Fjármálaeftirlitið hóf birtingu þessara talna. Gögn fyrir önnur lönd, þar sem bæði er litið til beins og óbeins fjárfestingarkostnaðar lífeyrissjóða, eru ekki aðgengileg á vegum OECD. Ákveðið misræmi hefur verið í upplýsingagjöf eftirlitsaðila að því er varðar innlenda lífeyrissjóði og vörsluaðila lífeyrissparnaðar annars vegar og hins vegar erlendra aðila sem taka við séreignarsparnaði. Upplýsingar um beinan og óbeinan kostnað erlendra aðila hafa ekki verið aðgengilegar á sama hátt og fyrir innlenda aðila og benda fyrri athuganir Fjármálaeftirlitsins til þess að beinn og óbeinn kostnaður erlendra aðila á íslenskum lífeyrismarkaði sé hærri en hjá innlendum sjóðum. Verðugt rannsóknarefni væri að rýna þetta nánar. Framtíðarsýn Íslenska lífeyriskerfið hefur stækkað mikið undanfarin ár og sífellt stærri hópur eldra fólks treystir að mestu leyti á áunnin réttindi úr lífeyrissjóðum til framfærslu á efri árum. Mikilvægt er að kerfið hér á landi sé í sífelldri endurskoðun með það í huga að gera gott enn betra og sjá til þess að réttindakerfi lífeyrissjóðanna tryggi líka komandi kynslóðum góð lífeyrisréttindi. Höfundur er hagfræðingur hjá Landssamtökum lífeyrissjóða.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun