Óskhyggja er ekki skjól Hörður Arnarson skrifar 9. desember 2023 10:01 Við vinnum eins mikla raforku og virkjanir okkar og vatnsbúskapur framast leyfa. Nýjar virkjanir eru löngu klárar á teikniborðinu en þær skila ekki orku til samfélagsins fyrr en að nokkrum árum liðnum. Erfitt er að tímasetja það með vissu, þar sem þær velkjast enn í löngu og flóknu leyfisveitingaferli. Við þessar aðstæður er raforkuöryggi heimilanna í landinu ógnað. Ekki bara heimilanna, heldur líka fyrirtækjanna sem kaupa raforku á sama markaði. Það eru öll smærri fyrirtæki landsins og um leið lang flest fyrirtæki og atvinnurekendur. Ýmsir lýsa furðu á þessari stöðu. Hún kemur okkur hjá Landsvirkjun ekkert á óvart, enda höfum við árum saman varað við þessari atburðarás. Við sáum að eftirspurnin jókst sífellt á sama tíma og leyfisveitingaferli nýrra virkjana, sem alltaf hefur verið langt og tyrfið, varð enn tímafrekara og flóknara. Við bentum á að orkuvinnslan gæti ekki mætt eftirspurn eftir rafmagni fyrir eðlilegan vöxt atvinnulífsins og margboðuð orkuskipti. Hörð samkeppni um orkuna Nú er svo komið að orkan er uppseld. Við þurfum að hafna mörgum góðum hugmyndum um áhugaverða uppbyggingu í atvinnulífinu af því að rafmagnið er ekki til. Það er nógu slæmt í sjálfu sér. Hitt er verra, að sívaxandi eftirspurn eftir rafmagni þýðir að heimili og smærri fyrirtæki mæta allt í einu harðari samkeppni um orkuna á heildsölumarkaði sem hingað til hefur verið örugg og þeim öllum tryggð. Það er við þessar aðstæður sem Alþingi ætlar að grípa í taumana og setja lög um raforkuöryggi. Frumvarpið gerir ráð fyrir að Orkustofnun fái heimild til að grípa inn í raforkumarkaðinn til að tryggja að ekki verði gengið á hlut heimila og smærri fyrirtækja, þannig að þau geti áfram treyst á örugga afhendingu orku á stöðugu verði. Ekki er um nein afskipti af sölu til stórnotenda að ræða, þeir munu áfram keppa um raforkuna á markaðsforsendum. Önnur leið væri að láta markaðslögmálin einfaldlega ráða. Sú færa leið myndi leiða til mikillar hækkunar á raforkuverði, a.m.k. þar til nýjar virkjanir kæmu í rekstur eftir 3-4 ár. Á því tímabili væri reyndar alls óvíst hvort öll heimili og smærri fyrirtæki fengju yfir höfuð raforku ef aðrir, t.d. aðilar sem stunda rafmyntagröft, byðu betur í þá orku sem fengist á markaði. Þessa leið eru án efa fáir ábyrgir stjórnmálamenn tilbúnir að styðja. Vandi nútíðar Að sjálfsögðu hefði verið ákjósanlegt að leysa vandann með því að tryggja nægilega uppbyggingu orkuvinnslu, fremur en með lagasetningu af þessu tagi. Það er þó því miður of seint í rassinn gripið, því jafnvel þótt Alþingi setti núna lög til að tryggja aukna orkuvinnslu myndu nokkur ár líða þar til ný virkjun yrði gangsett, hvers eðlis sem hún væri. Á þeim árum væri orkuöryggi heimila og smærri fyrirtækja ógnað. Við hjá Landsvirkjun höfum árum saman varað við þessum framtíðarvanda, sem er núna orðinn nútíðarvandi. Hann hefur þegar raungerst. Heimili og smærri fyrirtæki eru óvarin og Alþingi hefur kosið að koma þeim til varnar. Allir sem að málum koma vona auðvitað að ekki komi til þess að beita þurfi ákvæðum væntanlegra laga með inngripum á markaði. Við getum hins vegar ekki látið óskhyggjuna vera eina skjól þeirra sem eiga rétt á tryggri orku í daglegu lífi. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Orkuskipti Hörður Arnarson Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Við vinnum eins mikla raforku og virkjanir okkar og vatnsbúskapur framast leyfa. Nýjar virkjanir eru löngu klárar á teikniborðinu en þær skila ekki orku til samfélagsins fyrr en að nokkrum árum liðnum. Erfitt er að tímasetja það með vissu, þar sem þær velkjast enn í löngu og flóknu leyfisveitingaferli. Við þessar aðstæður er raforkuöryggi heimilanna í landinu ógnað. Ekki bara heimilanna, heldur líka fyrirtækjanna sem kaupa raforku á sama markaði. Það eru öll smærri fyrirtæki landsins og um leið lang flest fyrirtæki og atvinnurekendur. Ýmsir lýsa furðu á þessari stöðu. Hún kemur okkur hjá Landsvirkjun ekkert á óvart, enda höfum við árum saman varað við þessari atburðarás. Við sáum að eftirspurnin jókst sífellt á sama tíma og leyfisveitingaferli nýrra virkjana, sem alltaf hefur verið langt og tyrfið, varð enn tímafrekara og flóknara. Við bentum á að orkuvinnslan gæti ekki mætt eftirspurn eftir rafmagni fyrir eðlilegan vöxt atvinnulífsins og margboðuð orkuskipti. Hörð samkeppni um orkuna Nú er svo komið að orkan er uppseld. Við þurfum að hafna mörgum góðum hugmyndum um áhugaverða uppbyggingu í atvinnulífinu af því að rafmagnið er ekki til. Það er nógu slæmt í sjálfu sér. Hitt er verra, að sívaxandi eftirspurn eftir rafmagni þýðir að heimili og smærri fyrirtæki mæta allt í einu harðari samkeppni um orkuna á heildsölumarkaði sem hingað til hefur verið örugg og þeim öllum tryggð. Það er við þessar aðstæður sem Alþingi ætlar að grípa í taumana og setja lög um raforkuöryggi. Frumvarpið gerir ráð fyrir að Orkustofnun fái heimild til að grípa inn í raforkumarkaðinn til að tryggja að ekki verði gengið á hlut heimila og smærri fyrirtækja, þannig að þau geti áfram treyst á örugga afhendingu orku á stöðugu verði. Ekki er um nein afskipti af sölu til stórnotenda að ræða, þeir munu áfram keppa um raforkuna á markaðsforsendum. Önnur leið væri að láta markaðslögmálin einfaldlega ráða. Sú færa leið myndi leiða til mikillar hækkunar á raforkuverði, a.m.k. þar til nýjar virkjanir kæmu í rekstur eftir 3-4 ár. Á því tímabili væri reyndar alls óvíst hvort öll heimili og smærri fyrirtæki fengju yfir höfuð raforku ef aðrir, t.d. aðilar sem stunda rafmyntagröft, byðu betur í þá orku sem fengist á markaði. Þessa leið eru án efa fáir ábyrgir stjórnmálamenn tilbúnir að styðja. Vandi nútíðar Að sjálfsögðu hefði verið ákjósanlegt að leysa vandann með því að tryggja nægilega uppbyggingu orkuvinnslu, fremur en með lagasetningu af þessu tagi. Það er þó því miður of seint í rassinn gripið, því jafnvel þótt Alþingi setti núna lög til að tryggja aukna orkuvinnslu myndu nokkur ár líða þar til ný virkjun yrði gangsett, hvers eðlis sem hún væri. Á þeim árum væri orkuöryggi heimila og smærri fyrirtækja ógnað. Við hjá Landsvirkjun höfum árum saman varað við þessum framtíðarvanda, sem er núna orðinn nútíðarvandi. Hann hefur þegar raungerst. Heimili og smærri fyrirtæki eru óvarin og Alþingi hefur kosið að koma þeim til varnar. Allir sem að málum koma vona auðvitað að ekki komi til þess að beita þurfi ákvæðum væntanlegra laga með inngripum á markaði. Við getum hins vegar ekki látið óskhyggjuna vera eina skjól þeirra sem eiga rétt á tryggri orku í daglegu lífi. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun