Biden tilbúinn að lúffa fyrir Repúblikönum Samúel Karl Ólason skrifar 6. desember 2023 23:50 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir að frekari hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum geti ekki beðið þar til eftir jól. Þingið þurfi að samþykkja nýjar fjárveitingar til aðstoðarinnar og bað hann þingmenn um að leggja deilur sínar til hliðar í bili. Þá sagðist hann tilbúinn til að gefa mikið eftir og verða við einhverjum kröfum Repúblikana um aukið öryggi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Hann gagnrýndi Repúblikana þó harðlega fyrir afstöðu þeirra og sakaði þá um að vilja gefa frá sér leiðtogahlutverk Bandaríkjanna. Biden hefur farið fram á 61 milljarð dala í hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum en Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings segja það ekki koma til greina án þess að umfangsmiklar fjárhæðir verði settar í aukið eftirlit og löggæslu á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Repúblikanar í öldungadeildinni komu í veg fyrir að atkvæði yrðu greidd um frumvarp um áðurnefnda aðstoð handa Úkraínumönnum og Ísrael, auk þess sem fjármunum yrði varið í önnur öryggismál. Samkvæmt frétt Washington Post er búist við því að Repúblikanar leggi fram nýja tillögu í framhaldinu. Sagði Repúblikana leika sér með þjóðaröryggi Í sjónvarpsávarpi fyrr í kvöld sagði Biden það ótrúlegt að aðstoðarpakkinn hefði enn ekki verið samþykktur og sakaði Repúblikana á þingi um að leika sér með þjóðaröryggi. „Repúblikanar eru tilbúnir til að gefa Pútín [forseta Rússlands] þá gjöf sem hann vonast helst eftir,“ sagði Biden og ítrekaði að trúverðugleiki Bandaríkjanna varðandi önnur fjandsamleg ríki væri í húfi. Ef truflun yrði á stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu styrkti það stöðu Pútíns. „Ef við styðjum ekki Úkraínu, hvað gerir heimurinn þá?“ Þá sagðist Biden tilbúinn til málamiðlana við Repúblikana um landamæraöryggi. Hann væri til í að láta talsvert eftir Repúblikönum. „Við þurfum að laga bilað landamærakerfi okkar. Það er bilað,“ sagði Biden. Hann sagðist tilbúinn að breyta stefnu sinni en sakaði Repúblikana um að vilja fella pólitískar keilur, í stað þess að ná samkomulagi og raunverulegum breytingum. Hann sagði Repúblikana telja að þeir gætu fengið allt sem þeir vildu án málamiðlana og að þeir væru nú tilbúnir til að veikja varnir Úkraínu og í leiðinni skaða þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Mikil óreiða hefur ríkt á bandaríska þinginu undanfarna mánuði. Hópur þingmanna Repúblikanaflokksins velti Kevin McCarthy, fyrrverandi þingforseta, úr sessi og það tók Repúblikana langan tíma að finna nýjan forseta í Mike Johnson. Sjá einnig: Hefur lengi barist gegn réttindum „ónáttúrulegs“ hinsegin fólks Síðan þá hefur lítið sem ekkert gerst á þinginu. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa deilt sín á milli og jafnvel sakað hvorn annan um ofbeldi. Sjá einnig: Þingmaður reyndi að slást við nefndargest Mike Johnson segist ekki styðja frekari aðstoð handa Úkraínumönnum nema hún væri hluti af frumvarpi sem fulltrúadeildin samþykkti nýverið. Ekki einn Demókrati greiddi atkvæði með því frumvarpi, sem felur í sér allsherjaryfirhalningu á landamæragæslu Bandaríkjanna. Frumvarpinu hefur verið alfarið hafnað af Demókrötum í öldungadeildinni. Peningarnir að klárast Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna gaf út fyrr í dag að bandaríkin væru að senda um 175 milljóna dala aðstoðarpakka til Úkraínu. Þar er um að ræða eldflaugar í HIMARS-vopnakerfi, eldflaugar sem hannaðar eru til að granda bryn- og skriðdrekum og eldflaugar sem hannaðar eru til að elta uppi geisla frá ratsjám og sprengja þær í loft upp. Sjá einnig: Hvíta húsið segir fjármuni og tíma á þrotum Talsmaður ráðuneytisins sagði í dag að um 1,1 milljarður dala væri til í sjóðum ráðuneytisins sem ætlaðir eru í að borga fyrir ný hergögn í skiptum fyrir þau sem send eru til Úkraínu. Bandaríkin Joe Biden Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Vladimír Pútín Rússland Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Þá sagðist hann tilbúinn til að gefa mikið eftir og verða við einhverjum kröfum Repúblikana um aukið öryggi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Hann gagnrýndi Repúblikana þó harðlega fyrir afstöðu þeirra og sakaði þá um að vilja gefa frá sér leiðtogahlutverk Bandaríkjanna. Biden hefur farið fram á 61 milljarð dala í hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum en Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings segja það ekki koma til greina án þess að umfangsmiklar fjárhæðir verði settar í aukið eftirlit og löggæslu á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Repúblikanar í öldungadeildinni komu í veg fyrir að atkvæði yrðu greidd um frumvarp um áðurnefnda aðstoð handa Úkraínumönnum og Ísrael, auk þess sem fjármunum yrði varið í önnur öryggismál. Samkvæmt frétt Washington Post er búist við því að Repúblikanar leggi fram nýja tillögu í framhaldinu. Sagði Repúblikana leika sér með þjóðaröryggi Í sjónvarpsávarpi fyrr í kvöld sagði Biden það ótrúlegt að aðstoðarpakkinn hefði enn ekki verið samþykktur og sakaði Repúblikana á þingi um að leika sér með þjóðaröryggi. „Repúblikanar eru tilbúnir til að gefa Pútín [forseta Rússlands] þá gjöf sem hann vonast helst eftir,“ sagði Biden og ítrekaði að trúverðugleiki Bandaríkjanna varðandi önnur fjandsamleg ríki væri í húfi. Ef truflun yrði á stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu styrkti það stöðu Pútíns. „Ef við styðjum ekki Úkraínu, hvað gerir heimurinn þá?“ Þá sagðist Biden tilbúinn til málamiðlana við Repúblikana um landamæraöryggi. Hann væri til í að láta talsvert eftir Repúblikönum. „Við þurfum að laga bilað landamærakerfi okkar. Það er bilað,“ sagði Biden. Hann sagðist tilbúinn að breyta stefnu sinni en sakaði Repúblikana um að vilja fella pólitískar keilur, í stað þess að ná samkomulagi og raunverulegum breytingum. Hann sagði Repúblikana telja að þeir gætu fengið allt sem þeir vildu án málamiðlana og að þeir væru nú tilbúnir til að veikja varnir Úkraínu og í leiðinni skaða þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Mikil óreiða hefur ríkt á bandaríska þinginu undanfarna mánuði. Hópur þingmanna Repúblikanaflokksins velti Kevin McCarthy, fyrrverandi þingforseta, úr sessi og það tók Repúblikana langan tíma að finna nýjan forseta í Mike Johnson. Sjá einnig: Hefur lengi barist gegn réttindum „ónáttúrulegs“ hinsegin fólks Síðan þá hefur lítið sem ekkert gerst á þinginu. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa deilt sín á milli og jafnvel sakað hvorn annan um ofbeldi. Sjá einnig: Þingmaður reyndi að slást við nefndargest Mike Johnson segist ekki styðja frekari aðstoð handa Úkraínumönnum nema hún væri hluti af frumvarpi sem fulltrúadeildin samþykkti nýverið. Ekki einn Demókrati greiddi atkvæði með því frumvarpi, sem felur í sér allsherjaryfirhalningu á landamæragæslu Bandaríkjanna. Frumvarpinu hefur verið alfarið hafnað af Demókrötum í öldungadeildinni. Peningarnir að klárast Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna gaf út fyrr í dag að bandaríkin væru að senda um 175 milljóna dala aðstoðarpakka til Úkraínu. Þar er um að ræða eldflaugar í HIMARS-vopnakerfi, eldflaugar sem hannaðar eru til að granda bryn- og skriðdrekum og eldflaugar sem hannaðar eru til að elta uppi geisla frá ratsjám og sprengja þær í loft upp. Sjá einnig: Hvíta húsið segir fjármuni og tíma á þrotum Talsmaður ráðuneytisins sagði í dag að um 1,1 milljarður dala væri til í sjóðum ráðuneytisins sem ætlaðir eru í að borga fyrir ný hergögn í skiptum fyrir þau sem send eru til Úkraínu.
Bandaríkin Joe Biden Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Vladimír Pútín Rússland Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira