„Ég óttast um börnin, að þau endi á sama stað“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Jón Þór Stefánsson skrifa 6. desember 2023 20:07 „Við viljum ekki búa börnunum okkar aukinn ójöfnuð eða samfélag þar sem sára fátækt viðgengst. Það er nauðsynlegt að breyta því,“ segir formaður ÖBÍ. Vísir/Vilhelm Formaður ÖBÍ réttindasamtaka segir að börn séu helstu fórnarlömbin í sárri fátækt og nauðsynlegt að stjórnvöld grípi til ráðstafana svo fjölskyldur þeirra komist út úr henni. Umsjónaraðili Hjálparstarfs kirkjunnar tekur í sama streng og segir þann hóp sem leiti til sín fara stækkandi. Alþýðusamband Íslands vekur athygli á að staða einhleypra foreldra með fötlun sé sérstaklega alvarleg. Langstærsti hluti þeirra tuttugu þúsund Íslendinga sem þurfa að reiða sig á lífeyri eða styrk vegna örorku eða endurhæfingar á erfitt með að ná endum saman eða 75 prósent. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem var birt í dag. Þriðjungur glímir svo við fátækt en hlutfallið hækkar í sextíu prósent fyrir einhleypa foreldra. „Það er að koma til okkar yngra fólk, með börn, vegna þess að þau ná ekki endum saman,“ segir Vilborg Oddsdóttir, sem heldur utan um innra starf Hjálparstarfs kirkjunnar. Að sögn Vilborgar felast stærstu áskoranirnar í hinum almenna leigumarkaði. „Fólk á bara ekkert eftir þegar það er búið.“ Þar á eftir komi matarkarfan, og í desember komi viðbótaráskoranir þar sem að fólk eigi erfitt með að taka þátt í jólunum. „Það er mjög erfitt þegar þú átt ekki pening fyrir því og börnin sín.“ „Ég er búinn að vera hjá hjálparstarfinu í tuttugu ár og það er fólk að koma hér sem er búið að vera á örorkulífeyri öll þessi tuttugu ár. Þeir sem eru á lægstu laununum eða atvinnulausir koma kannski tímabundið en fara svo aftur, en fólk sem er örorkulífeyri er fast þarna,“ segir Vilborg og bætir við að henni finnist lítið gert fyrir þetta fólk svo það geti bætt stöðu sína. „Ég óttast um börnin, að þau endi á sama stað.“ Hefur áhyggjur af börnunum Í rannsókninni kemur fram að níu af hverjum tíu einhleypum foreldrum á erfitt með að ná endum saman og 62 prósent foreldra í sambúð. Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður ÖBÍ réttindasamtaka segir stöðuna afar alvarlega þegar kemur að börnum þessara hópa. „Niðurstöður rannsóknarinnar eru sláandi. Verst er alltaf þegar maður hugsar um börnin, því þarna eru börn undir. Það er stór hópur einstæðra foreldra og fólks í sambúð sem á afar erfitt með að ná endum saman. Við verðum að líta það mjög alvarlegum augum. Við viljum ekki búa börnunum okkar aukinn ójöfnuð eða samfélag þar sem sára fátækt viðgengst. Það er nauðsynlegt að breyta því,“ segir Alma. Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður ÖBÍ réttindasamtaka segir stöðuna afar alvarlega þegar kemur að börnum þessara hópa. Vísir Staða einhleypra sérstaklega alvarleg Alþýðusamband Ísland vakti athygli á málinu í dag en í tilkynningu þeirra þar sem kemur fram að þrátt fyrir að Ísland standi vel á öllum alþjóðlegum mælikvörðum um efnahag og mikill jöfnuður mælist hér ríki kerfisbundinn vandi þegar kemur að stöðu og lífsskilyrðum fatlaðs fólks. Stór hluti þess búi við sára fátækt og lífsskilyrði lífeyristaka séu töluvert verri en launafólks. Tæplega sjö af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum 80 þúsund kr. útgjöldum án þess að efna til skuldar og meira en helmingur meti fjárhagsstöðu sína verri nú en fyrir ári síðan. Staða einhleypra foreldra sé sérstaklega alvarleg. Inga Sæland formaður Flokks fólksins var meðal þeirra sem ræddi skýrsluna á Alþingi í dag og sendi ríkisstjórninni tóninn vegna málsins. Málefni fatlaðs fólks Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Langstærsti hluti þeirra tuttugu þúsund Íslendinga sem þurfa að reiða sig á lífeyri eða styrk vegna örorku eða endurhæfingar á erfitt með að ná endum saman eða 75 prósent. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem var birt í dag. Þriðjungur glímir svo við fátækt en hlutfallið hækkar í sextíu prósent fyrir einhleypa foreldra. „Það er að koma til okkar yngra fólk, með börn, vegna þess að þau ná ekki endum saman,“ segir Vilborg Oddsdóttir, sem heldur utan um innra starf Hjálparstarfs kirkjunnar. Að sögn Vilborgar felast stærstu áskoranirnar í hinum almenna leigumarkaði. „Fólk á bara ekkert eftir þegar það er búið.“ Þar á eftir komi matarkarfan, og í desember komi viðbótaráskoranir þar sem að fólk eigi erfitt með að taka þátt í jólunum. „Það er mjög erfitt þegar þú átt ekki pening fyrir því og börnin sín.“ „Ég er búinn að vera hjá hjálparstarfinu í tuttugu ár og það er fólk að koma hér sem er búið að vera á örorkulífeyri öll þessi tuttugu ár. Þeir sem eru á lægstu laununum eða atvinnulausir koma kannski tímabundið en fara svo aftur, en fólk sem er örorkulífeyri er fast þarna,“ segir Vilborg og bætir við að henni finnist lítið gert fyrir þetta fólk svo það geti bætt stöðu sína. „Ég óttast um börnin, að þau endi á sama stað.“ Hefur áhyggjur af börnunum Í rannsókninni kemur fram að níu af hverjum tíu einhleypum foreldrum á erfitt með að ná endum saman og 62 prósent foreldra í sambúð. Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður ÖBÍ réttindasamtaka segir stöðuna afar alvarlega þegar kemur að börnum þessara hópa. „Niðurstöður rannsóknarinnar eru sláandi. Verst er alltaf þegar maður hugsar um börnin, því þarna eru börn undir. Það er stór hópur einstæðra foreldra og fólks í sambúð sem á afar erfitt með að ná endum saman. Við verðum að líta það mjög alvarlegum augum. Við viljum ekki búa börnunum okkar aukinn ójöfnuð eða samfélag þar sem sára fátækt viðgengst. Það er nauðsynlegt að breyta því,“ segir Alma. Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður ÖBÍ réttindasamtaka segir stöðuna afar alvarlega þegar kemur að börnum þessara hópa. Vísir Staða einhleypra sérstaklega alvarleg Alþýðusamband Ísland vakti athygli á málinu í dag en í tilkynningu þeirra þar sem kemur fram að þrátt fyrir að Ísland standi vel á öllum alþjóðlegum mælikvörðum um efnahag og mikill jöfnuður mælist hér ríki kerfisbundinn vandi þegar kemur að stöðu og lífsskilyrðum fatlaðs fólks. Stór hluti þess búi við sára fátækt og lífsskilyrði lífeyristaka séu töluvert verri en launafólks. Tæplega sjö af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum 80 þúsund kr. útgjöldum án þess að efna til skuldar og meira en helmingur meti fjárhagsstöðu sína verri nú en fyrir ári síðan. Staða einhleypra foreldra sé sérstaklega alvarleg. Inga Sæland formaður Flokks fólksins var meðal þeirra sem ræddi skýrsluna á Alþingi í dag og sendi ríkisstjórninni tóninn vegna málsins.
Málefni fatlaðs fólks Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira