Bandaríkjamenn setja pressu á Kínverja Bjarki Sigurðsson skrifar 2. desember 2023 20:00 John Kerry, sérstakur sendiherra Bandaríkjaforseta í loftslagsmálum, og Xie Zhenhua, sérstakur sendiherra Kína í loftslagsmálum. AP/Kamran Jebreili Það dró til stórra tíðinda í dag á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna þegar Bandaríkin hétu því að loka öllum kolaorkuverum sínum. Ísland er stofnmeðlimur loftslagshamfarasjóðs sem settur var á laggirnar í dag. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP28, hélt áfram um helgina en yfir 70 þúsund manns eru mættir til Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum til þess að taka þátt í ráðstefnunni, þar á meðal 84 frá Íslandi. Á ráðstefnunni fluttu ræður meðal annarra varaforseti Bandaríkjanna, forseti Frakklands, forsætisráðherra Indlands, konungur Bretlands og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands. Skiptir þátttaka Íslands máli? Í ræðu sinni lagði forsætisráðherra áherslu á nauðsyn þess að ná fram markmiðum Parísarsamningsins um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráðu. Þá væri nauðsynlegt fasa út notkun á jarðefnaeldsneyti og hætta öllum niðurgreiðslum á því. En skiptir þátttaka eyju með 400 þúsund íbúa máli á svona stórri ráðstefnu? „Það skiptir máli að mæta, sýna hvað við erum að gera. Tala fyrir ákveðnum sjónarmiðum því hér sitja allir við sama borð þegar við erum að reyna að ná saman um markmið. Það skiptir máli að Ísland beiti sér af krafti. Við erum líka með ákveðin sjónarmið sem ekki allir eru að halda á lofti,“ segir Katrín. Bandaríkin kveðja kolin Stærstu tíðindin af ráðstefnunni í dag eru þau að stofnaður var loftslagshamfarasjóður en Ísland er eitt af stofnríkjum hans. Við munum leggja áttatíu milljónir króna til sjóðsins til að byrja með en stefnt er á að framlög stofnríkjanna nemi samtals 55 milljörðum króna. Þá tilkynnti John Kerry, sérstakur sendiherra Bandaríkjaforseta í loftslagsmálum, að Bandaríkin hefðu gengið í Powering Past Coal-bandalagið. Bandaríkin skuldbinda sig þar með til þess að loka öllum kolaorkuverum sínum fyrir árið árið 2035. Þetta er sagt setja mikla pressu á Kínverja sem eru sú þjóð sem brennir hvað mest af kolum. Fundarhöld í Dubai halda áfram næstu daga og lýkur ráðstefnunni formlega eftir tíu daga. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Sameinuðu þjóðirnar Sameinuðu arabísku furstadæmin Loftslagsmál Orkumál Umhverfismál Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Sjá meira
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP28, hélt áfram um helgina en yfir 70 þúsund manns eru mættir til Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum til þess að taka þátt í ráðstefnunni, þar á meðal 84 frá Íslandi. Á ráðstefnunni fluttu ræður meðal annarra varaforseti Bandaríkjanna, forseti Frakklands, forsætisráðherra Indlands, konungur Bretlands og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands. Skiptir þátttaka Íslands máli? Í ræðu sinni lagði forsætisráðherra áherslu á nauðsyn þess að ná fram markmiðum Parísarsamningsins um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráðu. Þá væri nauðsynlegt fasa út notkun á jarðefnaeldsneyti og hætta öllum niðurgreiðslum á því. En skiptir þátttaka eyju með 400 þúsund íbúa máli á svona stórri ráðstefnu? „Það skiptir máli að mæta, sýna hvað við erum að gera. Tala fyrir ákveðnum sjónarmiðum því hér sitja allir við sama borð þegar við erum að reyna að ná saman um markmið. Það skiptir máli að Ísland beiti sér af krafti. Við erum líka með ákveðin sjónarmið sem ekki allir eru að halda á lofti,“ segir Katrín. Bandaríkin kveðja kolin Stærstu tíðindin af ráðstefnunni í dag eru þau að stofnaður var loftslagshamfarasjóður en Ísland er eitt af stofnríkjum hans. Við munum leggja áttatíu milljónir króna til sjóðsins til að byrja með en stefnt er á að framlög stofnríkjanna nemi samtals 55 milljörðum króna. Þá tilkynnti John Kerry, sérstakur sendiherra Bandaríkjaforseta í loftslagsmálum, að Bandaríkin hefðu gengið í Powering Past Coal-bandalagið. Bandaríkin skuldbinda sig þar með til þess að loka öllum kolaorkuverum sínum fyrir árið árið 2035. Þetta er sagt setja mikla pressu á Kínverja sem eru sú þjóð sem brennir hvað mest af kolum. Fundarhöld í Dubai halda áfram næstu daga og lýkur ráðstefnunni formlega eftir tíu daga.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Sameinuðu þjóðirnar Sameinuðu arabísku furstadæmin Loftslagsmál Orkumál Umhverfismál Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Sjá meira