„Ég mun væla eins og stunginn grís yfir dómaratríóinu“ Atli Arason skrifar 28. nóvember 2023 23:00 Hallgrímur var allt annað en sáttur að leik loknum. Vísir/Vilhelm Hallgrímur Brynjólfsson, þjálfari Fjölnis, var vægast sagt heitt í hamsi eftir fimm stiga tap gegn Grindavík í Subway-deild kvenna í kvöld, 76-81. „Þetta er fyrsti leikurinn í vetur sem ég mun væla eins og stunginn grís yfir dómaratríóinu. Ég er mjög ósáttur að í þrjá leikhluta þá getur lið spilað stífa pressuvörn og verið harðar (e. physical) á öllum bolta hindrunum, harðar inn í teignum og samt fá þær einungis fimm villur. Á móti var það alveg fyrirmunað fyrir okkur að fá eitthvað dæmt þegar við fórum upp að körfunni og það var réttilega brotið á okkur,“ sagði Hallgrímur í viðtali við Vísi eftir leik, verulega ósáttur. Grindavík fékk einungis sína sjöttu villu dæmda á sig þegar þriðji leikhluti var tæplega hálfnaður. Þegar uppi var staðið eftir leikslok þá fengu Fjölniskonur helmingi fleiri villur dæmdar á sig, 16 gegn 8 hjá Grindavík. „Við vorum ekki að fara veikt upp, við vorum ekki að hanga fyrir utan þriggja stiga línuna og plaffa skotum eins og sum lið gera í þessari deild. Við vorum bara ákveðnar í okkar aðgerðum á körfuna en svörin sem að ég fékk ítrekað var að þeim [dómurunum] fannst þetta bara ekki vera villa. Ég á bara erfitt með að rökræða við svoleiðis. Mér fannst við ekki fá nógu skýr svör,“ bætti Hallgrímur við. Sérstaklega var hann ósáttur við það hvernig Grindvíkingar fengu að meðhöndla leikstjórnanda Fjölnis, Raquel Laneiro. „Við erum með besta leikmann deildarinnar í Raquel Laneiro, höfum það fyrst á hreinu. Það virðist svo vera þegar þú ert á toppnum þá má lemja þig aðeins meira. Skýringarnar sem ég fæ þegar það er ekki verið að dæma villu fyrir að pressa á Raquel, er að hún er ekki að tapa boltanum og þá er enginn að hagnast á þessu broti.“ „Málið er samt að vörnin hagnast alltaf á því þegar þú færð að lemja leikmann í 40 mínútur án þess það sé dæmt, svo í þokkabót er ekki dæmt bara vegna þess að leikmaðurinn sem er verið að lemja er svo rosalega góður með boltann og tapar honum ekki. Það þarf að fá eitthvað jafnvægi í þetta og dæma villu inn á milli,“ svaraði Hallgrímur aðspurður út í svörin sem hann fékk frá dómurum leiksins. „Þetta tap var samt ekki dómurunum að kenna. Við erum sjálfar ekki nógu klókar á lykilstundum í leiknum. Við erum ekki að koma boltanum í réttar hendur og við erum ekki komnar á þann stað að allar erum við jafnar í liðinu, við erum að reyna að komast þangað. Á lykilaugnablikum viljum við að ákveðnir leikmenn séu með boltann í höndunum eða að taka lokaskotin. Það er bara eitthvað sem við þurfum að fara yfir og við verðum betri í. Grindavík vann þennan leik verðskuldað, höfum það alveg á hreinu. Þær eru með fínt lið en við erum hægt og rólega að nálgast þessi lið,“ bætti Hallgrímur við. Þrátt fyrir allt þá sá þjálfarinn líka jákvæða hluti í leik liðsins og vil halda áfram á vegferð sinni til betri körfubolta. „Ég er stoltur með margt sem við vorum að gera, það er sumt sem við þurfum að laga eins og ákvarðanatöku þegar við erum að jafna leikinn. Við verðum bara að vera fokking betri. Þetta er gott lið sem við höfum og við verðum bara hægt og rólega að vinna okkur inn virðingu í deildinni. Núna þurfum við hins vegar að ná í sigra af því við fáum enginn stig fyrir að vera duglegar, flottar og baráttumiklar. Kannski er það of seint og kannski verðum við í neðri hlutanum þegar deildin skiptist. Þá höldum við bara áfram okkar vegferð að verða betri og betri í körfubolta,“ sagði Hallgrímur Brynjólfsson, þjálfari Fjölnis að endingu Körfubolti Subway-deild kvenna Fjölnir Tengdar fréttir Leik lokið: Fjölnir - Grindavík 76-81 | Ekkert fær gestina stöðvað Grindavík heldur áfram á sigurbraut en liðið mætti Fjölni í Grafarvoginum í 10. umferð Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. nóvember 2023 20:55 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Sjá meira
„Þetta er fyrsti leikurinn í vetur sem ég mun væla eins og stunginn grís yfir dómaratríóinu. Ég er mjög ósáttur að í þrjá leikhluta þá getur lið spilað stífa pressuvörn og verið harðar (e. physical) á öllum bolta hindrunum, harðar inn í teignum og samt fá þær einungis fimm villur. Á móti var það alveg fyrirmunað fyrir okkur að fá eitthvað dæmt þegar við fórum upp að körfunni og það var réttilega brotið á okkur,“ sagði Hallgrímur í viðtali við Vísi eftir leik, verulega ósáttur. Grindavík fékk einungis sína sjöttu villu dæmda á sig þegar þriðji leikhluti var tæplega hálfnaður. Þegar uppi var staðið eftir leikslok þá fengu Fjölniskonur helmingi fleiri villur dæmdar á sig, 16 gegn 8 hjá Grindavík. „Við vorum ekki að fara veikt upp, við vorum ekki að hanga fyrir utan þriggja stiga línuna og plaffa skotum eins og sum lið gera í þessari deild. Við vorum bara ákveðnar í okkar aðgerðum á körfuna en svörin sem að ég fékk ítrekað var að þeim [dómurunum] fannst þetta bara ekki vera villa. Ég á bara erfitt með að rökræða við svoleiðis. Mér fannst við ekki fá nógu skýr svör,“ bætti Hallgrímur við. Sérstaklega var hann ósáttur við það hvernig Grindvíkingar fengu að meðhöndla leikstjórnanda Fjölnis, Raquel Laneiro. „Við erum með besta leikmann deildarinnar í Raquel Laneiro, höfum það fyrst á hreinu. Það virðist svo vera þegar þú ert á toppnum þá má lemja þig aðeins meira. Skýringarnar sem ég fæ þegar það er ekki verið að dæma villu fyrir að pressa á Raquel, er að hún er ekki að tapa boltanum og þá er enginn að hagnast á þessu broti.“ „Málið er samt að vörnin hagnast alltaf á því þegar þú færð að lemja leikmann í 40 mínútur án þess það sé dæmt, svo í þokkabót er ekki dæmt bara vegna þess að leikmaðurinn sem er verið að lemja er svo rosalega góður með boltann og tapar honum ekki. Það þarf að fá eitthvað jafnvægi í þetta og dæma villu inn á milli,“ svaraði Hallgrímur aðspurður út í svörin sem hann fékk frá dómurum leiksins. „Þetta tap var samt ekki dómurunum að kenna. Við erum sjálfar ekki nógu klókar á lykilstundum í leiknum. Við erum ekki að koma boltanum í réttar hendur og við erum ekki komnar á þann stað að allar erum við jafnar í liðinu, við erum að reyna að komast þangað. Á lykilaugnablikum viljum við að ákveðnir leikmenn séu með boltann í höndunum eða að taka lokaskotin. Það er bara eitthvað sem við þurfum að fara yfir og við verðum betri í. Grindavík vann þennan leik verðskuldað, höfum það alveg á hreinu. Þær eru með fínt lið en við erum hægt og rólega að nálgast þessi lið,“ bætti Hallgrímur við. Þrátt fyrir allt þá sá þjálfarinn líka jákvæða hluti í leik liðsins og vil halda áfram á vegferð sinni til betri körfubolta. „Ég er stoltur með margt sem við vorum að gera, það er sumt sem við þurfum að laga eins og ákvarðanatöku þegar við erum að jafna leikinn. Við verðum bara að vera fokking betri. Þetta er gott lið sem við höfum og við verðum bara hægt og rólega að vinna okkur inn virðingu í deildinni. Núna þurfum við hins vegar að ná í sigra af því við fáum enginn stig fyrir að vera duglegar, flottar og baráttumiklar. Kannski er það of seint og kannski verðum við í neðri hlutanum þegar deildin skiptist. Þá höldum við bara áfram okkar vegferð að verða betri og betri í körfubolta,“ sagði Hallgrímur Brynjólfsson, þjálfari Fjölnis að endingu
Körfubolti Subway-deild kvenna Fjölnir Tengdar fréttir Leik lokið: Fjölnir - Grindavík 76-81 | Ekkert fær gestina stöðvað Grindavík heldur áfram á sigurbraut en liðið mætti Fjölni í Grafarvoginum í 10. umferð Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. nóvember 2023 20:55 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Sjá meira
Leik lokið: Fjölnir - Grindavík 76-81 | Ekkert fær gestina stöðvað Grindavík heldur áfram á sigurbraut en liðið mætti Fjölni í Grafarvoginum í 10. umferð Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. nóvember 2023 20:55
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti