„Ég mun væla eins og stunginn grís yfir dómaratríóinu“ Atli Arason skrifar 28. nóvember 2023 23:00 Hallgrímur var allt annað en sáttur að leik loknum. Vísir/Vilhelm Hallgrímur Brynjólfsson, þjálfari Fjölnis, var vægast sagt heitt í hamsi eftir fimm stiga tap gegn Grindavík í Subway-deild kvenna í kvöld, 76-81. „Þetta er fyrsti leikurinn í vetur sem ég mun væla eins og stunginn grís yfir dómaratríóinu. Ég er mjög ósáttur að í þrjá leikhluta þá getur lið spilað stífa pressuvörn og verið harðar (e. physical) á öllum bolta hindrunum, harðar inn í teignum og samt fá þær einungis fimm villur. Á móti var það alveg fyrirmunað fyrir okkur að fá eitthvað dæmt þegar við fórum upp að körfunni og það var réttilega brotið á okkur,“ sagði Hallgrímur í viðtali við Vísi eftir leik, verulega ósáttur. Grindavík fékk einungis sína sjöttu villu dæmda á sig þegar þriðji leikhluti var tæplega hálfnaður. Þegar uppi var staðið eftir leikslok þá fengu Fjölniskonur helmingi fleiri villur dæmdar á sig, 16 gegn 8 hjá Grindavík. „Við vorum ekki að fara veikt upp, við vorum ekki að hanga fyrir utan þriggja stiga línuna og plaffa skotum eins og sum lið gera í þessari deild. Við vorum bara ákveðnar í okkar aðgerðum á körfuna en svörin sem að ég fékk ítrekað var að þeim [dómurunum] fannst þetta bara ekki vera villa. Ég á bara erfitt með að rökræða við svoleiðis. Mér fannst við ekki fá nógu skýr svör,“ bætti Hallgrímur við. Sérstaklega var hann ósáttur við það hvernig Grindvíkingar fengu að meðhöndla leikstjórnanda Fjölnis, Raquel Laneiro. „Við erum með besta leikmann deildarinnar í Raquel Laneiro, höfum það fyrst á hreinu. Það virðist svo vera þegar þú ert á toppnum þá má lemja þig aðeins meira. Skýringarnar sem ég fæ þegar það er ekki verið að dæma villu fyrir að pressa á Raquel, er að hún er ekki að tapa boltanum og þá er enginn að hagnast á þessu broti.“ „Málið er samt að vörnin hagnast alltaf á því þegar þú færð að lemja leikmann í 40 mínútur án þess það sé dæmt, svo í þokkabót er ekki dæmt bara vegna þess að leikmaðurinn sem er verið að lemja er svo rosalega góður með boltann og tapar honum ekki. Það þarf að fá eitthvað jafnvægi í þetta og dæma villu inn á milli,“ svaraði Hallgrímur aðspurður út í svörin sem hann fékk frá dómurum leiksins. „Þetta tap var samt ekki dómurunum að kenna. Við erum sjálfar ekki nógu klókar á lykilstundum í leiknum. Við erum ekki að koma boltanum í réttar hendur og við erum ekki komnar á þann stað að allar erum við jafnar í liðinu, við erum að reyna að komast þangað. Á lykilaugnablikum viljum við að ákveðnir leikmenn séu með boltann í höndunum eða að taka lokaskotin. Það er bara eitthvað sem við þurfum að fara yfir og við verðum betri í. Grindavík vann þennan leik verðskuldað, höfum það alveg á hreinu. Þær eru með fínt lið en við erum hægt og rólega að nálgast þessi lið,“ bætti Hallgrímur við. Þrátt fyrir allt þá sá þjálfarinn líka jákvæða hluti í leik liðsins og vil halda áfram á vegferð sinni til betri körfubolta. „Ég er stoltur með margt sem við vorum að gera, það er sumt sem við þurfum að laga eins og ákvarðanatöku þegar við erum að jafna leikinn. Við verðum bara að vera fokking betri. Þetta er gott lið sem við höfum og við verðum bara hægt og rólega að vinna okkur inn virðingu í deildinni. Núna þurfum við hins vegar að ná í sigra af því við fáum enginn stig fyrir að vera duglegar, flottar og baráttumiklar. Kannski er það of seint og kannski verðum við í neðri hlutanum þegar deildin skiptist. Þá höldum við bara áfram okkar vegferð að verða betri og betri í körfubolta,“ sagði Hallgrímur Brynjólfsson, þjálfari Fjölnis að endingu Körfubolti Subway-deild kvenna Fjölnir Tengdar fréttir Leik lokið: Fjölnir - Grindavík 76-81 | Ekkert fær gestina stöðvað Grindavík heldur áfram á sigurbraut en liðið mætti Fjölni í Grafarvoginum í 10. umferð Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. nóvember 2023 20:55 Mest lesið Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira
„Þetta er fyrsti leikurinn í vetur sem ég mun væla eins og stunginn grís yfir dómaratríóinu. Ég er mjög ósáttur að í þrjá leikhluta þá getur lið spilað stífa pressuvörn og verið harðar (e. physical) á öllum bolta hindrunum, harðar inn í teignum og samt fá þær einungis fimm villur. Á móti var það alveg fyrirmunað fyrir okkur að fá eitthvað dæmt þegar við fórum upp að körfunni og það var réttilega brotið á okkur,“ sagði Hallgrímur í viðtali við Vísi eftir leik, verulega ósáttur. Grindavík fékk einungis sína sjöttu villu dæmda á sig þegar þriðji leikhluti var tæplega hálfnaður. Þegar uppi var staðið eftir leikslok þá fengu Fjölniskonur helmingi fleiri villur dæmdar á sig, 16 gegn 8 hjá Grindavík. „Við vorum ekki að fara veikt upp, við vorum ekki að hanga fyrir utan þriggja stiga línuna og plaffa skotum eins og sum lið gera í þessari deild. Við vorum bara ákveðnar í okkar aðgerðum á körfuna en svörin sem að ég fékk ítrekað var að þeim [dómurunum] fannst þetta bara ekki vera villa. Ég á bara erfitt með að rökræða við svoleiðis. Mér fannst við ekki fá nógu skýr svör,“ bætti Hallgrímur við. Sérstaklega var hann ósáttur við það hvernig Grindvíkingar fengu að meðhöndla leikstjórnanda Fjölnis, Raquel Laneiro. „Við erum með besta leikmann deildarinnar í Raquel Laneiro, höfum það fyrst á hreinu. Það virðist svo vera þegar þú ert á toppnum þá má lemja þig aðeins meira. Skýringarnar sem ég fæ þegar það er ekki verið að dæma villu fyrir að pressa á Raquel, er að hún er ekki að tapa boltanum og þá er enginn að hagnast á þessu broti.“ „Málið er samt að vörnin hagnast alltaf á því þegar þú færð að lemja leikmann í 40 mínútur án þess það sé dæmt, svo í þokkabót er ekki dæmt bara vegna þess að leikmaðurinn sem er verið að lemja er svo rosalega góður með boltann og tapar honum ekki. Það þarf að fá eitthvað jafnvægi í þetta og dæma villu inn á milli,“ svaraði Hallgrímur aðspurður út í svörin sem hann fékk frá dómurum leiksins. „Þetta tap var samt ekki dómurunum að kenna. Við erum sjálfar ekki nógu klókar á lykilstundum í leiknum. Við erum ekki að koma boltanum í réttar hendur og við erum ekki komnar á þann stað að allar erum við jafnar í liðinu, við erum að reyna að komast þangað. Á lykilaugnablikum viljum við að ákveðnir leikmenn séu með boltann í höndunum eða að taka lokaskotin. Það er bara eitthvað sem við þurfum að fara yfir og við verðum betri í. Grindavík vann þennan leik verðskuldað, höfum það alveg á hreinu. Þær eru með fínt lið en við erum hægt og rólega að nálgast þessi lið,“ bætti Hallgrímur við. Þrátt fyrir allt þá sá þjálfarinn líka jákvæða hluti í leik liðsins og vil halda áfram á vegferð sinni til betri körfubolta. „Ég er stoltur með margt sem við vorum að gera, það er sumt sem við þurfum að laga eins og ákvarðanatöku þegar við erum að jafna leikinn. Við verðum bara að vera fokking betri. Þetta er gott lið sem við höfum og við verðum bara hægt og rólega að vinna okkur inn virðingu í deildinni. Núna þurfum við hins vegar að ná í sigra af því við fáum enginn stig fyrir að vera duglegar, flottar og baráttumiklar. Kannski er það of seint og kannski verðum við í neðri hlutanum þegar deildin skiptist. Þá höldum við bara áfram okkar vegferð að verða betri og betri í körfubolta,“ sagði Hallgrímur Brynjólfsson, þjálfari Fjölnis að endingu
Körfubolti Subway-deild kvenna Fjölnir Tengdar fréttir Leik lokið: Fjölnir - Grindavík 76-81 | Ekkert fær gestina stöðvað Grindavík heldur áfram á sigurbraut en liðið mætti Fjölni í Grafarvoginum í 10. umferð Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. nóvember 2023 20:55 Mest lesið Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira
Leik lokið: Fjölnir - Grindavík 76-81 | Ekkert fær gestina stöðvað Grindavík heldur áfram á sigurbraut en liðið mætti Fjölni í Grafarvoginum í 10. umferð Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. nóvember 2023 20:55