Þóra Kristín getur ekki verið sú Þóra Kristín sem hana langar til að vera Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2023 12:31 Þóra Kristín Jónsdóttir og Keira Breeanne Robinson vilja báðar vera mikið með boltann og það hefur bitnað á Þóru í vetur. S2 Sport Haukakonur enduðu þriggja leikja taphrinu sína með sigri á Fjölni í síðustu umferð Subway deildar kvenna í körfubolta. Haukaliðið hefur ollið miklum vonbrigðum í vetur og er ekki inni í efri hlutanum eins og staðan er núna. Sigurinn á móti Fjölni var liðinu lífsnauðsynlegur og þar munaði miklu um góða frammistöðu landsliðskvennanna Tinnu Guðrúnar Alexandersdóttur og Þóru Kristínar Jónsdóttur. Þær voru saman með 48 stig og 10 stoðsendingar í þessum leik. Erlendu leikmenn Haukanna voru meðal annars til umræðu í síðasta Körfuboltakvöldi en Haukarnir léku án Keira Robinson í Fjölnisleiknum. Hún er að glíma við meiðsli. „Við erum búin að ræða rosalega mikið Þóru Kristínu og þetta Haukalið í vetur. Ég hef ekki legið á mínum skoðunum en mér finnst Þóra Kristín og Keira ekki passa nógu vel saman,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. Klippa: Körfuboltakvöld: Þóra Kristín og Keira „Keira, erlendi leikmaðurinn hjá Haukaliðinu, er frábær leikmaður. Hún er örugglega einn af bestu erlendu leikmönnunum í deildinni. Við tölum svo oft um að að hún tekur ekki neitt frá neinum. Mér finnst Keira taka frá Þóru Kristínu,“ sagði Pálína. „Af hverju? Ég held að það sé af því að Þóra Kristín og hún séu svipaðir leikmenn. Þóra Kristín vill vera mikið með boltann og vill stýra spilinu. Ég held að Þóru Kristínu líði eins og hún geti ekki verið sú Þóra Kristín sem hana langar til að vera þegar Keira er inn á. Hvort sem það er meðvitað eða ómeðvitað veit ég ekki,“ sagði Pálína. „Mér finnst Haukunum vanta ógn inn í teig og ég held að Haukarnir eigi að leita að þannig erlendum leikmanni. Þær eru með Þóru og þær eru með Tinnu Guðrúnu sem báðar geta tekið upp boltann,“ sagði Pálína og nefnir Evu Margréti Kristjánsdóttur sem Haukarnir misstu frá sér í sumar. Subway-deild kvenna Haukar Körfuboltakvöld Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Sigurinn á móti Fjölni var liðinu lífsnauðsynlegur og þar munaði miklu um góða frammistöðu landsliðskvennanna Tinnu Guðrúnar Alexandersdóttur og Þóru Kristínar Jónsdóttur. Þær voru saman með 48 stig og 10 stoðsendingar í þessum leik. Erlendu leikmenn Haukanna voru meðal annars til umræðu í síðasta Körfuboltakvöldi en Haukarnir léku án Keira Robinson í Fjölnisleiknum. Hún er að glíma við meiðsli. „Við erum búin að ræða rosalega mikið Þóru Kristínu og þetta Haukalið í vetur. Ég hef ekki legið á mínum skoðunum en mér finnst Þóra Kristín og Keira ekki passa nógu vel saman,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. Klippa: Körfuboltakvöld: Þóra Kristín og Keira „Keira, erlendi leikmaðurinn hjá Haukaliðinu, er frábær leikmaður. Hún er örugglega einn af bestu erlendu leikmönnunum í deildinni. Við tölum svo oft um að að hún tekur ekki neitt frá neinum. Mér finnst Keira taka frá Þóru Kristínu,“ sagði Pálína. „Af hverju? Ég held að það sé af því að Þóra Kristín og hún séu svipaðir leikmenn. Þóra Kristín vill vera mikið með boltann og vill stýra spilinu. Ég held að Þóru Kristínu líði eins og hún geti ekki verið sú Þóra Kristín sem hana langar til að vera þegar Keira er inn á. Hvort sem það er meðvitað eða ómeðvitað veit ég ekki,“ sagði Pálína. „Mér finnst Haukunum vanta ógn inn í teig og ég held að Haukarnir eigi að leita að þannig erlendum leikmanni. Þær eru með Þóru og þær eru með Tinnu Guðrúnu sem báðar geta tekið upp boltann,“ sagði Pálína og nefnir Evu Margréti Kristjánsdóttur sem Haukarnir misstu frá sér í sumar.
Subway-deild kvenna Haukar Körfuboltakvöld Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira