Þóra Kristín getur ekki verið sú Þóra Kristín sem hana langar til að vera Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2023 12:31 Þóra Kristín Jónsdóttir og Keira Breeanne Robinson vilja báðar vera mikið með boltann og það hefur bitnað á Þóru í vetur. S2 Sport Haukakonur enduðu þriggja leikja taphrinu sína með sigri á Fjölni í síðustu umferð Subway deildar kvenna í körfubolta. Haukaliðið hefur ollið miklum vonbrigðum í vetur og er ekki inni í efri hlutanum eins og staðan er núna. Sigurinn á móti Fjölni var liðinu lífsnauðsynlegur og þar munaði miklu um góða frammistöðu landsliðskvennanna Tinnu Guðrúnar Alexandersdóttur og Þóru Kristínar Jónsdóttur. Þær voru saman með 48 stig og 10 stoðsendingar í þessum leik. Erlendu leikmenn Haukanna voru meðal annars til umræðu í síðasta Körfuboltakvöldi en Haukarnir léku án Keira Robinson í Fjölnisleiknum. Hún er að glíma við meiðsli. „Við erum búin að ræða rosalega mikið Þóru Kristínu og þetta Haukalið í vetur. Ég hef ekki legið á mínum skoðunum en mér finnst Þóra Kristín og Keira ekki passa nógu vel saman,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. Klippa: Körfuboltakvöld: Þóra Kristín og Keira „Keira, erlendi leikmaðurinn hjá Haukaliðinu, er frábær leikmaður. Hún er örugglega einn af bestu erlendu leikmönnunum í deildinni. Við tölum svo oft um að að hún tekur ekki neitt frá neinum. Mér finnst Keira taka frá Þóru Kristínu,“ sagði Pálína. „Af hverju? Ég held að það sé af því að Þóra Kristín og hún séu svipaðir leikmenn. Þóra Kristín vill vera mikið með boltann og vill stýra spilinu. Ég held að Þóru Kristínu líði eins og hún geti ekki verið sú Þóra Kristín sem hana langar til að vera þegar Keira er inn á. Hvort sem það er meðvitað eða ómeðvitað veit ég ekki,“ sagði Pálína. „Mér finnst Haukunum vanta ógn inn í teig og ég held að Haukarnir eigi að leita að þannig erlendum leikmanni. Þær eru með Þóru og þær eru með Tinnu Guðrúnu sem báðar geta tekið upp boltann,“ sagði Pálína og nefnir Evu Margréti Kristjánsdóttur sem Haukarnir misstu frá sér í sumar. Subway-deild kvenna Haukar Körfuboltakvöld Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ Sjá meira
Sigurinn á móti Fjölni var liðinu lífsnauðsynlegur og þar munaði miklu um góða frammistöðu landsliðskvennanna Tinnu Guðrúnar Alexandersdóttur og Þóru Kristínar Jónsdóttur. Þær voru saman með 48 stig og 10 stoðsendingar í þessum leik. Erlendu leikmenn Haukanna voru meðal annars til umræðu í síðasta Körfuboltakvöldi en Haukarnir léku án Keira Robinson í Fjölnisleiknum. Hún er að glíma við meiðsli. „Við erum búin að ræða rosalega mikið Þóru Kristínu og þetta Haukalið í vetur. Ég hef ekki legið á mínum skoðunum en mér finnst Þóra Kristín og Keira ekki passa nógu vel saman,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. Klippa: Körfuboltakvöld: Þóra Kristín og Keira „Keira, erlendi leikmaðurinn hjá Haukaliðinu, er frábær leikmaður. Hún er örugglega einn af bestu erlendu leikmönnunum í deildinni. Við tölum svo oft um að að hún tekur ekki neitt frá neinum. Mér finnst Keira taka frá Þóru Kristínu,“ sagði Pálína. „Af hverju? Ég held að það sé af því að Þóra Kristín og hún séu svipaðir leikmenn. Þóra Kristín vill vera mikið með boltann og vill stýra spilinu. Ég held að Þóru Kristínu líði eins og hún geti ekki verið sú Þóra Kristín sem hana langar til að vera þegar Keira er inn á. Hvort sem það er meðvitað eða ómeðvitað veit ég ekki,“ sagði Pálína. „Mér finnst Haukunum vanta ógn inn í teig og ég held að Haukarnir eigi að leita að þannig erlendum leikmanni. Þær eru með Þóru og þær eru með Tinnu Guðrúnu sem báðar geta tekið upp boltann,“ sagði Pálína og nefnir Evu Margréti Kristjánsdóttur sem Haukarnir misstu frá sér í sumar.
Subway-deild kvenna Haukar Körfuboltakvöld Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum