Segir atvik augljós í undarlegu máli Jón Þór Stefánsson skrifar 27. nóvember 2023 12:25 Björn Leví segir lýsingu í dagbók lögreglunnar ekki eiga við um Arndísi Önnu. Vísir/Vilhelm Björn Leví Gunnarsson, varaþingflokksformaður Pírata, segir mál Arndísar Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur þingmanns flokksins, sem var handtekin á skemmtistaðnum Kíki við Klapparstíg um helgina, vera sérstakt. Hennar hafi ekki verið getið í dagbók lögreglunnar um ofurölvi einstakling umrædda nótt. „Þetta er mjög undarlegt þegar allt kemur til alls. Þetta eru mjög hörð viðbrögð hjá dyravörðum, en annað er tiltölulega eðlilegt,“ segir Björn í samtali við Vísi aðspurður um hvernig málið blasi við sér. Hann segir að rætt hafi verið um málið innan þingflokksins, en telur ekki að það muni hafa afleiðingar. „Þetta er mjög vel útskýrt og öll málsatriði augljós og útskýranleg, nema kannski viðbrögð dyravarðanna,“ segir Björn um atvikið. Arndís Anna sagði í samtali við Vísi í gær að hún hafi verið lengi inni á salerni staðarins þegar dyraverðir hafa bankað upp á. „Mér fannst þetta óttalega harkalegt og niðurlægjandi. Ég var auðvitað með kjaft líka,“ sagði Arndís sem viðurkenndi að það hafi sennilega verið ástæðan fyrir því að henni hafi verið hent út á endanum. Píratar skemmtu sér saman fyrr um kvöldið Þingflokkur Pírata hafði verið að skemmta sér fyrr þetta sama kvöld, nánar tiltekið fóru þau í karókí saman á Pablo Discobar við Ingólfstorg. Björn segist ekki vita til þess að aðrir úr hópi Pírata hafi farið með Arndísi Önnu á skemmtistaðinn Kíki. Sjálfur hafi hann að minnsta kosti verið farinn heim. Arndís ekki „ofurölvi“ í dagbók lögreglu Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, þar sem greint var frá atburðum aðfaranætur laugardags, er sagt frá atviki þar sem dyraverðir á skemmtistað hafi óskað eftir aðstoð lögreglu við að fjarlægja ofurölvi aðila af staðnum. „Dyraverðir á skemmtistað í miðbænum óska eftir aðstoð lögreglu við að fjarlægja ofurölvi aðila af staðnum. Aðilinn fluttur á lögreglustöð en í þá kom í ljós að engar kröfur voru á hendur honum og aðilinn því laus,“ segir í dagbók lögreglu, en umrætt atvik á að hafa átt sér stað þegar klukkan var að ganga fimm. Í umfjöllun Nútímans um málið segir að þarna sé Arndís til umræðu. Björn segir við Vísi að svo sé ekki. „Nei, þetta er eitthvað annað mál.“ Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki kannast við nein dæmi þess efnis að þingmaður hefði verið handtekinn áður. Alþingi Píratar Næturlíf Lögreglumál Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira
„Þetta er mjög undarlegt þegar allt kemur til alls. Þetta eru mjög hörð viðbrögð hjá dyravörðum, en annað er tiltölulega eðlilegt,“ segir Björn í samtali við Vísi aðspurður um hvernig málið blasi við sér. Hann segir að rætt hafi verið um málið innan þingflokksins, en telur ekki að það muni hafa afleiðingar. „Þetta er mjög vel útskýrt og öll málsatriði augljós og útskýranleg, nema kannski viðbrögð dyravarðanna,“ segir Björn um atvikið. Arndís Anna sagði í samtali við Vísi í gær að hún hafi verið lengi inni á salerni staðarins þegar dyraverðir hafa bankað upp á. „Mér fannst þetta óttalega harkalegt og niðurlægjandi. Ég var auðvitað með kjaft líka,“ sagði Arndís sem viðurkenndi að það hafi sennilega verið ástæðan fyrir því að henni hafi verið hent út á endanum. Píratar skemmtu sér saman fyrr um kvöldið Þingflokkur Pírata hafði verið að skemmta sér fyrr þetta sama kvöld, nánar tiltekið fóru þau í karókí saman á Pablo Discobar við Ingólfstorg. Björn segist ekki vita til þess að aðrir úr hópi Pírata hafi farið með Arndísi Önnu á skemmtistaðinn Kíki. Sjálfur hafi hann að minnsta kosti verið farinn heim. Arndís ekki „ofurölvi“ í dagbók lögreglu Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, þar sem greint var frá atburðum aðfaranætur laugardags, er sagt frá atviki þar sem dyraverðir á skemmtistað hafi óskað eftir aðstoð lögreglu við að fjarlægja ofurölvi aðila af staðnum. „Dyraverðir á skemmtistað í miðbænum óska eftir aðstoð lögreglu við að fjarlægja ofurölvi aðila af staðnum. Aðilinn fluttur á lögreglustöð en í þá kom í ljós að engar kröfur voru á hendur honum og aðilinn því laus,“ segir í dagbók lögreglu, en umrætt atvik á að hafa átt sér stað þegar klukkan var að ganga fimm. Í umfjöllun Nútímans um málið segir að þarna sé Arndís til umræðu. Björn segir við Vísi að svo sé ekki. „Nei, þetta er eitthvað annað mál.“ Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki kannast við nein dæmi þess efnis að þingmaður hefði verið handtekinn áður.
Alþingi Píratar Næturlíf Lögreglumál Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira