Segir atvik augljós í undarlegu máli Jón Þór Stefánsson skrifar 27. nóvember 2023 12:25 Björn Leví segir lýsingu í dagbók lögreglunnar ekki eiga við um Arndísi Önnu. Vísir/Vilhelm Björn Leví Gunnarsson, varaþingflokksformaður Pírata, segir mál Arndísar Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur þingmanns flokksins, sem var handtekin á skemmtistaðnum Kíki við Klapparstíg um helgina, vera sérstakt. Hennar hafi ekki verið getið í dagbók lögreglunnar um ofurölvi einstakling umrædda nótt. „Þetta er mjög undarlegt þegar allt kemur til alls. Þetta eru mjög hörð viðbrögð hjá dyravörðum, en annað er tiltölulega eðlilegt,“ segir Björn í samtali við Vísi aðspurður um hvernig málið blasi við sér. Hann segir að rætt hafi verið um málið innan þingflokksins, en telur ekki að það muni hafa afleiðingar. „Þetta er mjög vel útskýrt og öll málsatriði augljós og útskýranleg, nema kannski viðbrögð dyravarðanna,“ segir Björn um atvikið. Arndís Anna sagði í samtali við Vísi í gær að hún hafi verið lengi inni á salerni staðarins þegar dyraverðir hafa bankað upp á. „Mér fannst þetta óttalega harkalegt og niðurlægjandi. Ég var auðvitað með kjaft líka,“ sagði Arndís sem viðurkenndi að það hafi sennilega verið ástæðan fyrir því að henni hafi verið hent út á endanum. Píratar skemmtu sér saman fyrr um kvöldið Þingflokkur Pírata hafði verið að skemmta sér fyrr þetta sama kvöld, nánar tiltekið fóru þau í karókí saman á Pablo Discobar við Ingólfstorg. Björn segist ekki vita til þess að aðrir úr hópi Pírata hafi farið með Arndísi Önnu á skemmtistaðinn Kíki. Sjálfur hafi hann að minnsta kosti verið farinn heim. Arndís ekki „ofurölvi“ í dagbók lögreglu Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, þar sem greint var frá atburðum aðfaranætur laugardags, er sagt frá atviki þar sem dyraverðir á skemmtistað hafi óskað eftir aðstoð lögreglu við að fjarlægja ofurölvi aðila af staðnum. „Dyraverðir á skemmtistað í miðbænum óska eftir aðstoð lögreglu við að fjarlægja ofurölvi aðila af staðnum. Aðilinn fluttur á lögreglustöð en í þá kom í ljós að engar kröfur voru á hendur honum og aðilinn því laus,“ segir í dagbók lögreglu, en umrætt atvik á að hafa átt sér stað þegar klukkan var að ganga fimm. Í umfjöllun Nútímans um málið segir að þarna sé Arndís til umræðu. Björn segir við Vísi að svo sé ekki. „Nei, þetta er eitthvað annað mál.“ Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki kannast við nein dæmi þess efnis að þingmaður hefði verið handtekinn áður. Alþingi Píratar Næturlíf Lögreglumál Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Sjá meira
„Þetta er mjög undarlegt þegar allt kemur til alls. Þetta eru mjög hörð viðbrögð hjá dyravörðum, en annað er tiltölulega eðlilegt,“ segir Björn í samtali við Vísi aðspurður um hvernig málið blasi við sér. Hann segir að rætt hafi verið um málið innan þingflokksins, en telur ekki að það muni hafa afleiðingar. „Þetta er mjög vel útskýrt og öll málsatriði augljós og útskýranleg, nema kannski viðbrögð dyravarðanna,“ segir Björn um atvikið. Arndís Anna sagði í samtali við Vísi í gær að hún hafi verið lengi inni á salerni staðarins þegar dyraverðir hafa bankað upp á. „Mér fannst þetta óttalega harkalegt og niðurlægjandi. Ég var auðvitað með kjaft líka,“ sagði Arndís sem viðurkenndi að það hafi sennilega verið ástæðan fyrir því að henni hafi verið hent út á endanum. Píratar skemmtu sér saman fyrr um kvöldið Þingflokkur Pírata hafði verið að skemmta sér fyrr þetta sama kvöld, nánar tiltekið fóru þau í karókí saman á Pablo Discobar við Ingólfstorg. Björn segist ekki vita til þess að aðrir úr hópi Pírata hafi farið með Arndísi Önnu á skemmtistaðinn Kíki. Sjálfur hafi hann að minnsta kosti verið farinn heim. Arndís ekki „ofurölvi“ í dagbók lögreglu Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, þar sem greint var frá atburðum aðfaranætur laugardags, er sagt frá atviki þar sem dyraverðir á skemmtistað hafi óskað eftir aðstoð lögreglu við að fjarlægja ofurölvi aðila af staðnum. „Dyraverðir á skemmtistað í miðbænum óska eftir aðstoð lögreglu við að fjarlægja ofurölvi aðila af staðnum. Aðilinn fluttur á lögreglustöð en í þá kom í ljós að engar kröfur voru á hendur honum og aðilinn því laus,“ segir í dagbók lögreglu, en umrætt atvik á að hafa átt sér stað þegar klukkan var að ganga fimm. Í umfjöllun Nútímans um málið segir að þarna sé Arndís til umræðu. Björn segir við Vísi að svo sé ekki. „Nei, þetta er eitthvað annað mál.“ Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki kannast við nein dæmi þess efnis að þingmaður hefði verið handtekinn áður.
Alþingi Píratar Næturlíf Lögreglumál Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Sjá meira