Segir þingið lamað vegna sundrungar innan ríkisstjórnar Atli Ísleifsson skrifar 23. nóvember 2023 11:08 Þingmenn ræddi stöðuna á þinginu undir liðnum Fundarstjórn forseta á Alþingi í morgun. Vísir/Vilhelm Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir ríkisstjórnina óstarfhæfa vegna sundrungar og Alþingi vera lamað fyrir vikið. Bendir þingmaðurinn á því til stuðnings á fá stjórnarfrumvörp hafi komið til þingsins og að það sem af sé hausti hafi þingið einungis afgreitt tvö stjórnarfrumvörp. Þetta sagði þingmaðurinn undir liðnum fundarstjórn forseta á þingfundi sem hófst klukkan 10:30 í morgun. Þingmaðurinn hóf ræðu sína á að segja að nauðsyn væri á að „ræða fílinn í herberginu“. Alþingi væri lamað og verðbólga væri ekki á leið niður. Vextir haldist ógnarháir og flóknir kjarasamningar framundan. „En það er lítið í dagskrá Alþingis sem speglar stöðuna. Hvers vegna er ég að nefna þetta? Ríkisstjórnin er svo sundruð að hingað berast engin frumvörp frá ráðherrum. Deyja málin öll á ríkisstjórnarfundum? Alþingi hefur afgreitt tvö stjórnarfrumvörp í allt haust. Annað þeirra varðaði varnargarð og skatta á almenning vegna ástandsins í Grindavík. Kom óvænt á dagskrá. Hitt málið varðaði breytingar á lögum um vakstöð siglinga. Ágætis mál alveg hreint. En var vaktstöð siglinga erindið sem ríkisstjórnin var að leita að í haust? Fjöldi frumvarpa frá ríkisstjórninni sem boðuð voru fyrir haustið eru 109. Í lok nóvember eru 39 mál komin til þingsins. Ríkisstjórnin er orðin óstarfhæf vegna sundrungar og Alþingi er lamað fyrir vikið. Þetta þarf að segja upphátt,“ sagði Þorbjörg Sigríður. Heldur stór orð um verkleysi og vandræðagang Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknar, svaraði því til að það væru vissulega ekki mikið af þingmálum á þinginu þessa stundina. „Ég ætla samt að segja að það er ekki það versta. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að þingið sé að reyna að setja of mörg mál á dagskrá. Og sem ráðherra get ég alveg tekið til mín að hafa verið of brattur með það. Ég vil samt segja að mér fannst gagnrýnin ósanngjörn. Af þeim tíu málum sem ég ætlaði að koma með fyrir lok október eru átta komin inn í þingið. Ég hafnaði einu. Af fimm þingsályktunum sem ég ætlaði að koma með fram að jólum eru þrjár hér inni á þinginu og tvær á leiðinni,“ sagði ráðherrann. Ráðherrann sagðist vera á því að notuð væru heldur stór orð hjá þingmönnum stjórnarandstöðunnar um verkleysi og vandræðagang. „Það er alveg klárt að verðbólguna tæklum við ekki með vaktstöð siglinga en það er verkefni sem skiptir máli. Við hljótum að geta unnið mál í þinginu alls konar mál á meðan fjárlögin er okkar stærsta mál sem varðar að ná niður verðbólgunni.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Viðreisn Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Þetta sagði þingmaðurinn undir liðnum fundarstjórn forseta á þingfundi sem hófst klukkan 10:30 í morgun. Þingmaðurinn hóf ræðu sína á að segja að nauðsyn væri á að „ræða fílinn í herberginu“. Alþingi væri lamað og verðbólga væri ekki á leið niður. Vextir haldist ógnarháir og flóknir kjarasamningar framundan. „En það er lítið í dagskrá Alþingis sem speglar stöðuna. Hvers vegna er ég að nefna þetta? Ríkisstjórnin er svo sundruð að hingað berast engin frumvörp frá ráðherrum. Deyja málin öll á ríkisstjórnarfundum? Alþingi hefur afgreitt tvö stjórnarfrumvörp í allt haust. Annað þeirra varðaði varnargarð og skatta á almenning vegna ástandsins í Grindavík. Kom óvænt á dagskrá. Hitt málið varðaði breytingar á lögum um vakstöð siglinga. Ágætis mál alveg hreint. En var vaktstöð siglinga erindið sem ríkisstjórnin var að leita að í haust? Fjöldi frumvarpa frá ríkisstjórninni sem boðuð voru fyrir haustið eru 109. Í lok nóvember eru 39 mál komin til þingsins. Ríkisstjórnin er orðin óstarfhæf vegna sundrungar og Alþingi er lamað fyrir vikið. Þetta þarf að segja upphátt,“ sagði Þorbjörg Sigríður. Heldur stór orð um verkleysi og vandræðagang Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknar, svaraði því til að það væru vissulega ekki mikið af þingmálum á þinginu þessa stundina. „Ég ætla samt að segja að það er ekki það versta. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að þingið sé að reyna að setja of mörg mál á dagskrá. Og sem ráðherra get ég alveg tekið til mín að hafa verið of brattur með það. Ég vil samt segja að mér fannst gagnrýnin ósanngjörn. Af þeim tíu málum sem ég ætlaði að koma með fyrir lok október eru átta komin inn í þingið. Ég hafnaði einu. Af fimm þingsályktunum sem ég ætlaði að koma með fram að jólum eru þrjár hér inni á þinginu og tvær á leiðinni,“ sagði ráðherrann. Ráðherrann sagðist vera á því að notuð væru heldur stór orð hjá þingmönnum stjórnarandstöðunnar um verkleysi og vandræðagang. „Það er alveg klárt að verðbólguna tæklum við ekki með vaktstöð siglinga en það er verkefni sem skiptir máli. Við hljótum að geta unnið mál í þinginu alls konar mál á meðan fjárlögin er okkar stærsta mál sem varðar að ná niður verðbólgunni.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Viðreisn Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira