Segir þingið lamað vegna sundrungar innan ríkisstjórnar Atli Ísleifsson skrifar 23. nóvember 2023 11:08 Þingmenn ræddi stöðuna á þinginu undir liðnum Fundarstjórn forseta á Alþingi í morgun. Vísir/Vilhelm Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir ríkisstjórnina óstarfhæfa vegna sundrungar og Alþingi vera lamað fyrir vikið. Bendir þingmaðurinn á því til stuðnings á fá stjórnarfrumvörp hafi komið til þingsins og að það sem af sé hausti hafi þingið einungis afgreitt tvö stjórnarfrumvörp. Þetta sagði þingmaðurinn undir liðnum fundarstjórn forseta á þingfundi sem hófst klukkan 10:30 í morgun. Þingmaðurinn hóf ræðu sína á að segja að nauðsyn væri á að „ræða fílinn í herberginu“. Alþingi væri lamað og verðbólga væri ekki á leið niður. Vextir haldist ógnarháir og flóknir kjarasamningar framundan. „En það er lítið í dagskrá Alþingis sem speglar stöðuna. Hvers vegna er ég að nefna þetta? Ríkisstjórnin er svo sundruð að hingað berast engin frumvörp frá ráðherrum. Deyja málin öll á ríkisstjórnarfundum? Alþingi hefur afgreitt tvö stjórnarfrumvörp í allt haust. Annað þeirra varðaði varnargarð og skatta á almenning vegna ástandsins í Grindavík. Kom óvænt á dagskrá. Hitt málið varðaði breytingar á lögum um vakstöð siglinga. Ágætis mál alveg hreint. En var vaktstöð siglinga erindið sem ríkisstjórnin var að leita að í haust? Fjöldi frumvarpa frá ríkisstjórninni sem boðuð voru fyrir haustið eru 109. Í lok nóvember eru 39 mál komin til þingsins. Ríkisstjórnin er orðin óstarfhæf vegna sundrungar og Alþingi er lamað fyrir vikið. Þetta þarf að segja upphátt,“ sagði Þorbjörg Sigríður. Heldur stór orð um verkleysi og vandræðagang Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknar, svaraði því til að það væru vissulega ekki mikið af þingmálum á þinginu þessa stundina. „Ég ætla samt að segja að það er ekki það versta. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að þingið sé að reyna að setja of mörg mál á dagskrá. Og sem ráðherra get ég alveg tekið til mín að hafa verið of brattur með það. Ég vil samt segja að mér fannst gagnrýnin ósanngjörn. Af þeim tíu málum sem ég ætlaði að koma með fyrir lok október eru átta komin inn í þingið. Ég hafnaði einu. Af fimm þingsályktunum sem ég ætlaði að koma með fram að jólum eru þrjár hér inni á þinginu og tvær á leiðinni,“ sagði ráðherrann. Ráðherrann sagðist vera á því að notuð væru heldur stór orð hjá þingmönnum stjórnarandstöðunnar um verkleysi og vandræðagang. „Það er alveg klárt að verðbólguna tæklum við ekki með vaktstöð siglinga en það er verkefni sem skiptir máli. Við hljótum að geta unnið mál í þinginu alls konar mál á meðan fjárlögin er okkar stærsta mál sem varðar að ná niður verðbólgunni.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Viðreisn Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Þetta sagði þingmaðurinn undir liðnum fundarstjórn forseta á þingfundi sem hófst klukkan 10:30 í morgun. Þingmaðurinn hóf ræðu sína á að segja að nauðsyn væri á að „ræða fílinn í herberginu“. Alþingi væri lamað og verðbólga væri ekki á leið niður. Vextir haldist ógnarháir og flóknir kjarasamningar framundan. „En það er lítið í dagskrá Alþingis sem speglar stöðuna. Hvers vegna er ég að nefna þetta? Ríkisstjórnin er svo sundruð að hingað berast engin frumvörp frá ráðherrum. Deyja málin öll á ríkisstjórnarfundum? Alþingi hefur afgreitt tvö stjórnarfrumvörp í allt haust. Annað þeirra varðaði varnargarð og skatta á almenning vegna ástandsins í Grindavík. Kom óvænt á dagskrá. Hitt málið varðaði breytingar á lögum um vakstöð siglinga. Ágætis mál alveg hreint. En var vaktstöð siglinga erindið sem ríkisstjórnin var að leita að í haust? Fjöldi frumvarpa frá ríkisstjórninni sem boðuð voru fyrir haustið eru 109. Í lok nóvember eru 39 mál komin til þingsins. Ríkisstjórnin er orðin óstarfhæf vegna sundrungar og Alþingi er lamað fyrir vikið. Þetta þarf að segja upphátt,“ sagði Þorbjörg Sigríður. Heldur stór orð um verkleysi og vandræðagang Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknar, svaraði því til að það væru vissulega ekki mikið af þingmálum á þinginu þessa stundina. „Ég ætla samt að segja að það er ekki það versta. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að þingið sé að reyna að setja of mörg mál á dagskrá. Og sem ráðherra get ég alveg tekið til mín að hafa verið of brattur með það. Ég vil samt segja að mér fannst gagnrýnin ósanngjörn. Af þeim tíu málum sem ég ætlaði að koma með fyrir lok október eru átta komin inn í þingið. Ég hafnaði einu. Af fimm þingsályktunum sem ég ætlaði að koma með fram að jólum eru þrjár hér inni á þinginu og tvær á leiðinni,“ sagði ráðherrann. Ráðherrann sagðist vera á því að notuð væru heldur stór orð hjá þingmönnum stjórnarandstöðunnar um verkleysi og vandræðagang. „Það er alveg klárt að verðbólguna tæklum við ekki með vaktstöð siglinga en það er verkefni sem skiptir máli. Við hljótum að geta unnið mál í þinginu alls konar mál á meðan fjárlögin er okkar stærsta mál sem varðar að ná niður verðbólgunni.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Viðreisn Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Sjá meira