Talað í sitthvora áttina Guðbrandur Einarsson skrifar 23. nóvember 2023 08:30 Seðlabankinn hefur nú ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum að þessu sinni. Bankinn metur það svo að hvorki sé tilefni til hækkunar né lækkunar en helst er á honum að heyra að ef ekki væri fyrir óvissu vegna stöðunnar í Grindavík þá myndi hann hækka vexti. Það liggur fyrir að verðbólga er ekki að minnka. Stýrivextir eru nú þegar 9,25% og það er ekki einfalt fyrir fólk að takast á við enn frekari hækkanir afborgana sem í mörgum tilfellum hafa tvöfaldast hjá þeim sem tóku óverðtryggð lán á sínum tíma. Staðan er önnur hjá þeim sem eru með verðtryggð lán en þar horfa margir upp á það að sjá eignahlutinn í heimili sínu étast upp og jafnvel hverfa. Það er hlutverk Seðlabankans á sjá til þess að verðbólga sé innan fyrirfram ákveðinna markmiða sem eru 2,5 prósent. Seðlabankinn hefur hins vegar annað tæki en stýrivaxtahækkanir og það verður að teljast óeðlilegt að þeim sé ekki beitt í baráttunni við verðbólgu. Gjaldeyrisvarasjóður Seðlabanka er sagður mjög stór og það væri rétt af Seðlabankanum að beita honum við aðstæður sem þessar. Gengi krónunnar hefur verið að veikjast. Það hefur veikst um 4,5% síðast liðna tvo mánuði og 6% síðastliðna 3 mánuði. Það að krónunni sé leyft að veikjast vinnur gegn markmiðum bankans um að ná niður verðbólgu. Í raun er óskiljanlegt að bankinn skuli leyfa gengi krónunnar að veikjast við aðstæður sem þessar. Greinendur gera sér engar vonir um að verðbólga komi til með að minnka fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. Það er útlit fyrir að margar fjölskyldur munu gefast upp. Að Seðlabankinn sé að vinna í sitthvora áttina gengur ekki ef við ætlum að ná einhverjum árangri í baráttunni við verðbólguna og allt of háa vexti. Á sama tíma og stýrivextir á Íslandi eru 9,25% eru stýrivextir í Albaníu 3%. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Viðreisn Alþingi Seðlabankinn Íslenska krónan Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Seðlabankinn hefur nú ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum að þessu sinni. Bankinn metur það svo að hvorki sé tilefni til hækkunar né lækkunar en helst er á honum að heyra að ef ekki væri fyrir óvissu vegna stöðunnar í Grindavík þá myndi hann hækka vexti. Það liggur fyrir að verðbólga er ekki að minnka. Stýrivextir eru nú þegar 9,25% og það er ekki einfalt fyrir fólk að takast á við enn frekari hækkanir afborgana sem í mörgum tilfellum hafa tvöfaldast hjá þeim sem tóku óverðtryggð lán á sínum tíma. Staðan er önnur hjá þeim sem eru með verðtryggð lán en þar horfa margir upp á það að sjá eignahlutinn í heimili sínu étast upp og jafnvel hverfa. Það er hlutverk Seðlabankans á sjá til þess að verðbólga sé innan fyrirfram ákveðinna markmiða sem eru 2,5 prósent. Seðlabankinn hefur hins vegar annað tæki en stýrivaxtahækkanir og það verður að teljast óeðlilegt að þeim sé ekki beitt í baráttunni við verðbólgu. Gjaldeyrisvarasjóður Seðlabanka er sagður mjög stór og það væri rétt af Seðlabankanum að beita honum við aðstæður sem þessar. Gengi krónunnar hefur verið að veikjast. Það hefur veikst um 4,5% síðast liðna tvo mánuði og 6% síðastliðna 3 mánuði. Það að krónunni sé leyft að veikjast vinnur gegn markmiðum bankans um að ná niður verðbólgu. Í raun er óskiljanlegt að bankinn skuli leyfa gengi krónunnar að veikjast við aðstæður sem þessar. Greinendur gera sér engar vonir um að verðbólga komi til með að minnka fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. Það er útlit fyrir að margar fjölskyldur munu gefast upp. Að Seðlabankinn sé að vinna í sitthvora áttina gengur ekki ef við ætlum að ná einhverjum árangri í baráttunni við verðbólguna og allt of háa vexti. Á sama tíma og stýrivextir á Íslandi eru 9,25% eru stýrivextir í Albaníu 3%. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar