Gengur með jólakortin 280 kílómetra í desember Lovísa Arnardóttir skrifar 21. nóvember 2023 12:30 Einar er vanur göngumaður og óttast ekkert að ganga í erfiðu veðri í desember. Einar Skúlason, í gönguhópnum Vesen og vergangi, ætlar í desember að ganga 280 kílómetra leið frá Seyðisfirði til Akureyrar. Við komu til Akureyrar ætlar hann að dreifa í hús jólakortum til fólks og fyrirtækja. Einar Skúlason ætlar að ganga 280 kílómetra frá Seyðisfirði til Akureyrar í desember. Leiðin sem hann ætlar að ganga er svokölluð þjóðleið, eða gamla póstleiðin frá Seyðisfirði til Akureyrar. Þegar hann kemur til Akureyrar ætlar hann svo að fara með jólakort og jólakveðjur til fólks og fyrirtækja en öll sala á kortunum sem hann gengur með rennur óskipt til Krabbameinsfélagsins á Akureyri. „Ég hef tekið svona langar ferðir en aldrei á þessum tíma. Þetta er erfiðari tími. Það er ekki kominn nægilegur snjór til að treysta á gönguskíði og mesta skammdegið. Þetta er mikil áskorun,“ segir Einar. Ekkert tiltökumál áður fyrr Hann segir að fyrir hundrað árum hefði það þó ekki verið eins mikið tiltökumál að ganga þessa leið. Fólk hafi gengið þessa leið reglulega og það oftast gengið vel. „Fólk hefur samt orðið úti þarna. Bæði með því að vera á leiðinni milli bæja en líka í eftiráleitum,“ segir Einar. Hann segir að listamaðurinn Stórval hafi fengið heilaskaða á þessari leið eftir að hafa grafið sig í fönn í þrjá daga. „Hann fékk heilaskaða og gat ekki verið bóndi lengur, og varð þá listamaður.“ Gangan hefst á Seyðisfirði þann 4. desember. Vegalengdin er um það bil 280 kílómetrar. Vegna veðurs og skammdegis er gert ráð fyrir því að gangan geti tekið tólf til sautján daga. „Ef það snjóar mikið þá hægir það á mér,“ segir Einar. Hann mun ganga með gervihnattasendi á sér sem sendir staðsetningu með reglubundnu millibili og þannig getur hann einnig verið í sambandi ef eitthvað bjátar á. Einar endar ferðina á Akureyri.Mynd/Tryggvi Páll Einar ætlar að ganga einn og með allt á bakinu og mun tjalda þegar ekki býðst að gista í húsi. Meðal viðkomustaða verða Egilsstaðir, Fjallssel ofan Fellabæjar, Skeggjastaðir og Skjöldólfsstaðir í Jökuldal, Sænautasel á Jökuldalsheiði, Möðrudalur á Fjöllum, Reykjahlíð í Mývatnssveit, Arndísarstaðir og Fosshóll í Bárðardal, Ljósavatnsskarð, Sigríðarstaðir, mynni Fnjóskadals, yfir Vaðlaheiði og endað á Akureyri fyrir jól. „Ég veit nú að ég kemst inn einhvers staðar. Ef það verður fært þá verður Sæmundarsel opnað fyrir mig, og ég veit að ég kemst inn á allavega þremur öðrum stöðum. En ég verð með tjaldið og prímusinn,“ segir Einar. Hann segir að jafnaði ekkert vandamál að tjalda í svona veðri nema það sé vindur. „Ef veðrið verður mjög slæmt þá verð ég að bíða það af mér. Ég er þannig í betri stöðu en fólk var fyrir hundrað árum þegar það gekk þessa leið. Með betri veðurspár og geng með gervihnattasendi. Það er einfaldara að vera í sambandi og láta vita af sér,“ segir Einar sem ætlar að gera það á hverjum degi. Ekki eins mikið jólastúss og áður Eins og fram hefur komið er gangan á Aðventunni, í aðdraganda jólahátíðarinnar. Einar segir að eftir að synir hans komust á fullorðinsár hafi ekki verið eins mikið jólastúss á heimilinu. Hann muni njóta aðventunnar eins og Fjalla-Bensi gerði í bókinni Aðventu og verði í því sögusviði sem margir lesi fyrir jólin. Það er hefð hjá mörgum að lesa bókina í aðdraganda jóla. „Ég verð í innhverfri íhugun þarna. Það er nefnilega þannig þegar maður gengur einn svo langa leið að þetta er eins og hugleiðsla, löng samfelld hugleiðsla. Maður hefur mjög gott af því. En á sama tíma horfir maður á umhverfið, veltir fyrir sér landslaginu og þeim minningum og sögum sem leynast í landslaginu.“ Verðurðu ekkert einmana? „Jú, ég verð alveg sólginn í félagsskap þegar ég er búinn með svona ferðir. En ég býst við því að hitta fólk á leiðinni,“ segir Einar og að líklegt sé, sem dæmi, að hann hitti fólk þegar hann fer um Mývatn og Möðrudal. „Það var þannig, með þessa gömlu leið, að það var miklu praktískara að hún færi ekki of mikið af leið. Póstarnir og fólk treystu á það að fá mat og gistingu á bæjum. Þess vegna voru þessar gömlu leiðir á milli bæjanna. Bæirnir eru færri í dag en þetta er ekki eins afskekkt og þetta var áður kannski,“ segir Einar. Mögulega efni í rannsókn Spurður af hverju hann vilji leggja þetta á sig segir Einar að hann hafi alltaf haft mikinn áhuga á gömlu þjóð- og póstleiðunum. Hvaða leiðir fólk hafi farið og hvernig það hafi gert það áður en bílarnir komu til sögunnar. Þá segir hann að hann sé einnig í meistaranámi í þjóðfræði við Háskóla Íslands og að mögulega muni hann nýta þessa reynslu í rannsókn. „Besta leiðin til að komast nærri leiðunum er að fara þær á þeim tíma sem fólk var að fara þær í gamla daga. Menn fóru stundum á sumrin en þá var svo mikið að gera í búskap. Með því að fara leiðina á svona óhefðbundnum tímum finnst mér ég átta mig betur á því hvernig fólk hugsaði,“ segir Einar og að með þessu nái hann einnig vonandi að vekja athygli fólks á þjóðleiðunum. Hafi fólk áhuga á að skoða þær betur getur það farin inn á vef landmælinga og skoðað gömul kort. „Þetta eru fornleifar. En ef enginn fer þær, þá hverfa þær. Þetta eru einu fornleifarnar sem við megum og verðum að nota svo þær hverfi ekki.“ Gott að gera líka gagn Kortin sem Einar ætlar að ganga með er hægt að versla hjá Krabbameinsfélaginu á Akureyri og mun allur ágóði renna óskiptur til félagsins. „Það er gaman að gera gagn fyrir einhvern sem er á endastöðinni,“ segir Einar um ástæða þess að hann ákvað að ganga fyrir Krabbameinsfélagið á Akureyri. Póstkortið sem hægt er að versla til styrktar Krabbameinsfélagsins á Akureyri. Hægt er að fá Einar til að skila kortinu til fólks og fyrirtækja á Akureyri. Hann segir það til í myndinni að ganga með póstkortin í hús en mögulega fái hann far. „Það veltur á því hvað ég verð fljótur að ganga löngu leiðina. Ef ég verð kominn til Akureyrar rétt fyrir jól þá er gott að koma þessu fólki til fólks í bíl en ef ég verð tímanlega þá tek ég göngutúra til fólks og skila kortunum beint til þeirra. En ég þori ekki að lofa að ganga beint á öll heimili, en ég mun reyna það.,“ segir Einar léttur. Hægt verður að fylgjast með á Íslandskorti hvernig ferðinni miðar á vefsíðu KAON og á Facebook síðu viðburðarins en Einar gerir ráð fyrir því að hafa tíma á kvöldin að setja inn upplýsingar um ferðina þann daginn. Hægt er að versla jólakort til styrktar Krabbameinsfélagsins á Akureyri og panta boðsendingu með Einari til 1. desember. Hér er hægt að versla kortið. Jólakortið, sem sýnir útlínur Herðubreiðar, er hannað af listamanninum Lindu Guðlaugsdóttur og er það hennar framlag til söfnunarinnar. Á vefsíðu KAON eru allar nánari upplýsingar um pöntun á jólakortum: Póstleiðin á aðventu 2023 | Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis (kaon.is) Fjallamennska Jól Múlaþing Akureyri Krabbamein Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sjá meira
Einar Skúlason ætlar að ganga 280 kílómetra frá Seyðisfirði til Akureyrar í desember. Leiðin sem hann ætlar að ganga er svokölluð þjóðleið, eða gamla póstleiðin frá Seyðisfirði til Akureyrar. Þegar hann kemur til Akureyrar ætlar hann svo að fara með jólakort og jólakveðjur til fólks og fyrirtækja en öll sala á kortunum sem hann gengur með rennur óskipt til Krabbameinsfélagsins á Akureyri. „Ég hef tekið svona langar ferðir en aldrei á þessum tíma. Þetta er erfiðari tími. Það er ekki kominn nægilegur snjór til að treysta á gönguskíði og mesta skammdegið. Þetta er mikil áskorun,“ segir Einar. Ekkert tiltökumál áður fyrr Hann segir að fyrir hundrað árum hefði það þó ekki verið eins mikið tiltökumál að ganga þessa leið. Fólk hafi gengið þessa leið reglulega og það oftast gengið vel. „Fólk hefur samt orðið úti þarna. Bæði með því að vera á leiðinni milli bæja en líka í eftiráleitum,“ segir Einar. Hann segir að listamaðurinn Stórval hafi fengið heilaskaða á þessari leið eftir að hafa grafið sig í fönn í þrjá daga. „Hann fékk heilaskaða og gat ekki verið bóndi lengur, og varð þá listamaður.“ Gangan hefst á Seyðisfirði þann 4. desember. Vegalengdin er um það bil 280 kílómetrar. Vegna veðurs og skammdegis er gert ráð fyrir því að gangan geti tekið tólf til sautján daga. „Ef það snjóar mikið þá hægir það á mér,“ segir Einar. Hann mun ganga með gervihnattasendi á sér sem sendir staðsetningu með reglubundnu millibili og þannig getur hann einnig verið í sambandi ef eitthvað bjátar á. Einar endar ferðina á Akureyri.Mynd/Tryggvi Páll Einar ætlar að ganga einn og með allt á bakinu og mun tjalda þegar ekki býðst að gista í húsi. Meðal viðkomustaða verða Egilsstaðir, Fjallssel ofan Fellabæjar, Skeggjastaðir og Skjöldólfsstaðir í Jökuldal, Sænautasel á Jökuldalsheiði, Möðrudalur á Fjöllum, Reykjahlíð í Mývatnssveit, Arndísarstaðir og Fosshóll í Bárðardal, Ljósavatnsskarð, Sigríðarstaðir, mynni Fnjóskadals, yfir Vaðlaheiði og endað á Akureyri fyrir jól. „Ég veit nú að ég kemst inn einhvers staðar. Ef það verður fært þá verður Sæmundarsel opnað fyrir mig, og ég veit að ég kemst inn á allavega þremur öðrum stöðum. En ég verð með tjaldið og prímusinn,“ segir Einar. Hann segir að jafnaði ekkert vandamál að tjalda í svona veðri nema það sé vindur. „Ef veðrið verður mjög slæmt þá verð ég að bíða það af mér. Ég er þannig í betri stöðu en fólk var fyrir hundrað árum þegar það gekk þessa leið. Með betri veðurspár og geng með gervihnattasendi. Það er einfaldara að vera í sambandi og láta vita af sér,“ segir Einar sem ætlar að gera það á hverjum degi. Ekki eins mikið jólastúss og áður Eins og fram hefur komið er gangan á Aðventunni, í aðdraganda jólahátíðarinnar. Einar segir að eftir að synir hans komust á fullorðinsár hafi ekki verið eins mikið jólastúss á heimilinu. Hann muni njóta aðventunnar eins og Fjalla-Bensi gerði í bókinni Aðventu og verði í því sögusviði sem margir lesi fyrir jólin. Það er hefð hjá mörgum að lesa bókina í aðdraganda jóla. „Ég verð í innhverfri íhugun þarna. Það er nefnilega þannig þegar maður gengur einn svo langa leið að þetta er eins og hugleiðsla, löng samfelld hugleiðsla. Maður hefur mjög gott af því. En á sama tíma horfir maður á umhverfið, veltir fyrir sér landslaginu og þeim minningum og sögum sem leynast í landslaginu.“ Verðurðu ekkert einmana? „Jú, ég verð alveg sólginn í félagsskap þegar ég er búinn með svona ferðir. En ég býst við því að hitta fólk á leiðinni,“ segir Einar og að líklegt sé, sem dæmi, að hann hitti fólk þegar hann fer um Mývatn og Möðrudal. „Það var þannig, með þessa gömlu leið, að það var miklu praktískara að hún færi ekki of mikið af leið. Póstarnir og fólk treystu á það að fá mat og gistingu á bæjum. Þess vegna voru þessar gömlu leiðir á milli bæjanna. Bæirnir eru færri í dag en þetta er ekki eins afskekkt og þetta var áður kannski,“ segir Einar. Mögulega efni í rannsókn Spurður af hverju hann vilji leggja þetta á sig segir Einar að hann hafi alltaf haft mikinn áhuga á gömlu þjóð- og póstleiðunum. Hvaða leiðir fólk hafi farið og hvernig það hafi gert það áður en bílarnir komu til sögunnar. Þá segir hann að hann sé einnig í meistaranámi í þjóðfræði við Háskóla Íslands og að mögulega muni hann nýta þessa reynslu í rannsókn. „Besta leiðin til að komast nærri leiðunum er að fara þær á þeim tíma sem fólk var að fara þær í gamla daga. Menn fóru stundum á sumrin en þá var svo mikið að gera í búskap. Með því að fara leiðina á svona óhefðbundnum tímum finnst mér ég átta mig betur á því hvernig fólk hugsaði,“ segir Einar og að með þessu nái hann einnig vonandi að vekja athygli fólks á þjóðleiðunum. Hafi fólk áhuga á að skoða þær betur getur það farin inn á vef landmælinga og skoðað gömul kort. „Þetta eru fornleifar. En ef enginn fer þær, þá hverfa þær. Þetta eru einu fornleifarnar sem við megum og verðum að nota svo þær hverfi ekki.“ Gott að gera líka gagn Kortin sem Einar ætlar að ganga með er hægt að versla hjá Krabbameinsfélaginu á Akureyri og mun allur ágóði renna óskiptur til félagsins. „Það er gaman að gera gagn fyrir einhvern sem er á endastöðinni,“ segir Einar um ástæða þess að hann ákvað að ganga fyrir Krabbameinsfélagið á Akureyri. Póstkortið sem hægt er að versla til styrktar Krabbameinsfélagsins á Akureyri. Hægt er að fá Einar til að skila kortinu til fólks og fyrirtækja á Akureyri. Hann segir það til í myndinni að ganga með póstkortin í hús en mögulega fái hann far. „Það veltur á því hvað ég verð fljótur að ganga löngu leiðina. Ef ég verð kominn til Akureyrar rétt fyrir jól þá er gott að koma þessu fólki til fólks í bíl en ef ég verð tímanlega þá tek ég göngutúra til fólks og skila kortunum beint til þeirra. En ég þori ekki að lofa að ganga beint á öll heimili, en ég mun reyna það.,“ segir Einar léttur. Hægt verður að fylgjast með á Íslandskorti hvernig ferðinni miðar á vefsíðu KAON og á Facebook síðu viðburðarins en Einar gerir ráð fyrir því að hafa tíma á kvöldin að setja inn upplýsingar um ferðina þann daginn. Hægt er að versla jólakort til styrktar Krabbameinsfélagsins á Akureyri og panta boðsendingu með Einari til 1. desember. Hér er hægt að versla kortið. Jólakortið, sem sýnir útlínur Herðubreiðar, er hannað af listamanninum Lindu Guðlaugsdóttur og er það hennar framlag til söfnunarinnar. Á vefsíðu KAON eru allar nánari upplýsingar um pöntun á jólakortum: Póstleiðin á aðventu 2023 | Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis (kaon.is)
Fjallamennska Jól Múlaþing Akureyri Krabbamein Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sjá meira