Íslenski boltinn

Æfinga­tíminn hentaði ekki og því fór Kristinn frá KR

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kristinn Jónsson er án félags.
Kristinn Jónsson er án félags. Vísir/Hulda Margrét

Gregg Ryder, nýráðinn þjálfari KR í Bestu deild karla í knattspyrnu, segir að Kristinn Jónsson hafi farið frá félaginu þar sem æfingatími félagsins hentaði honum ekki.

Ryder var gestur Hjörvars Hafliðasonar í „Einn á móti markmanni.“ Þar ræddi hann endurkomu sína í íslenska boltann sem og stöðu KR liðsins. Hann var spurður út í brotthvarf Kennie Chopart og Kristins Jónssonar en bakverðirnir tveir ákváðu að róa á önnur mið eftir að samningur þeirra við KR rann út nýverið.

Samkvæmt Ryder þá vildi Chopart fá nýja áskorun og var búinn að taka ákvörðun áður en Ryder tók við. Chopart hefru verið í KR síðan 2016 en hann hefur einnig spilað fyrir Fjölni og Stjörnuna hér á landi.

Hvað Kristinn varðar þá hentar æfingatími KR honum einfaldlega ekki.

„Kristinn var sá fyrsti sem ég ræddi við því ég vissi að samningur hans væri að renna út. Ég vildi halda honum en það gekk ekki upp þar sem við æfum í hádeginu. Kristinn er í góðri vinnu og það var mjög erfitt fyrir hann að breyta því,“ sagði Ryder við Hjörvar.

Kristinn gekk í raðir KR árið 2018 en hann er uppalinn hjá Breiðabliki.


Tengdar fréttir

Kristinn Jónsson segir bless við KR

Kristinn Jónsson mun ekki spila áfram með KR í Bestu deild karla í fótbolta og félagið hefur því misst tvo reynslubolta á stuttum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×