„Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. nóvember 2024 15:45 Theodór Elmar (t.h.) segir að í draumaheimi hefðu þeir Kjartan Henry (t.v.) lokið ferlinum saman hjá KR. Samsett/Vísir „Það hefði verið fullkominn endir,“ segir Theodór Elmar Bjarnason um fyrrum liðsfélaga sinn hjá KR, Kjartan Henry Finnbogason. Kjartan yfirgaf KR sumarið 2022 sem fylgdi mikið fjaðrafok og náðu þeir félagarnir því örfáum leikjum saman með Vesturbæjarliðinu. Kjartan Henry og Theodór Elmar spiluðu saman upp yngri flokka hjá KR og brutu sér báðir inn leið í aðallið félagsins sumarið 2004, þá 17 og 18 ára gamlir. Báðir heilluðu mjög og skiptu saman til skoska stórveldisins Celtic í Glasgow. Þar voru þeir báðir til 2008 en Kjartan Henry sneri heim í KR sumarið 2010 og var til 2014. Á þeim tíma vann KR til tveggja Íslandsmeistaratitla og þriggja bikartitla. Hann fór aftur út en þeir félagar sameinuðust svo í KR þegar Theodór Elmar sneri heim sumarið 2021. Það fór hins vegar ekki alveg á þann veg. „Það hefði verið fullkomið í fullkomnum heimi. En maður hefur lært það að það er sjaldnast þannig. Það er bara óskhyggja. Ég segi alltaf að 95 prósent í fótboltanum eru vonbrigði. Svo eru einhver fimm prósent að upplifa geggjaðar tilfinningar. Annars ertu alltaf að vinna þig í gegnum að hafa tapað leikjum eða slíkt. Þú ert að spila fyrir þessi fimm prósent sem gefa þér svo mikið,“ „Þau gefa þér svo mikið af því að stærsti hlutinn er alltaf verið að berja þig niður. Þeir sterkustu standa alltaf aftur upp,“ segir Elmar Viss um að þeir sameinist aftur Margur sá fyrir sér að þeir myndu klára ferilinn saman í Vesturbænum en sumarið 2022 sauð upp úr milli Kjartans og þeirra sem valdið höfðu í Vesturbænum. Hann eyddi sumrinu meira og minna á bekknum og var svo látinn fara þegar leiktíðinni lauk. Kjartan lék með FH og skoraði ellefu mörk sumarið 2023 og hætti eftir það tímabil til að taka við sem aðstoðarþjálfari hjá Hafnafjarðarfélaginu. „Svona var hans endir. Þetta var bara ömurlegt í alla staði. KR sér eftir honum, auðvitað. En svo fór sem fór og hann er náttúrulega bara glaður í nýju starfi og gerir það vel. Á endanum gleymist þetta bara, tíminn læknar þessi sár og við sameinumst aftur,“ segir Elmar. Sjá má ummæli Elmars um málið í spilaranum að ofan. Viðtalið verður birt í heild á Vísi á sunnudagsmorgun. KR Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Kjartan Henry og Theodór Elmar spiluðu saman upp yngri flokka hjá KR og brutu sér báðir inn leið í aðallið félagsins sumarið 2004, þá 17 og 18 ára gamlir. Báðir heilluðu mjög og skiptu saman til skoska stórveldisins Celtic í Glasgow. Þar voru þeir báðir til 2008 en Kjartan Henry sneri heim í KR sumarið 2010 og var til 2014. Á þeim tíma vann KR til tveggja Íslandsmeistaratitla og þriggja bikartitla. Hann fór aftur út en þeir félagar sameinuðust svo í KR þegar Theodór Elmar sneri heim sumarið 2021. Það fór hins vegar ekki alveg á þann veg. „Það hefði verið fullkomið í fullkomnum heimi. En maður hefur lært það að það er sjaldnast þannig. Það er bara óskhyggja. Ég segi alltaf að 95 prósent í fótboltanum eru vonbrigði. Svo eru einhver fimm prósent að upplifa geggjaðar tilfinningar. Annars ertu alltaf að vinna þig í gegnum að hafa tapað leikjum eða slíkt. Þú ert að spila fyrir þessi fimm prósent sem gefa þér svo mikið,“ „Þau gefa þér svo mikið af því að stærsti hlutinn er alltaf verið að berja þig niður. Þeir sterkustu standa alltaf aftur upp,“ segir Elmar Viss um að þeir sameinist aftur Margur sá fyrir sér að þeir myndu klára ferilinn saman í Vesturbænum en sumarið 2022 sauð upp úr milli Kjartans og þeirra sem valdið höfðu í Vesturbænum. Hann eyddi sumrinu meira og minna á bekknum og var svo látinn fara þegar leiktíðinni lauk. Kjartan lék með FH og skoraði ellefu mörk sumarið 2023 og hætti eftir það tímabil til að taka við sem aðstoðarþjálfari hjá Hafnafjarðarfélaginu. „Svona var hans endir. Þetta var bara ömurlegt í alla staði. KR sér eftir honum, auðvitað. En svo fór sem fór og hann er náttúrulega bara glaður í nýju starfi og gerir það vel. Á endanum gleymist þetta bara, tíminn læknar þessi sár og við sameinumst aftur,“ segir Elmar. Sjá má ummæli Elmars um málið í spilaranum að ofan. Viðtalið verður birt í heild á Vísi á sunnudagsmorgun.
KR Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira