Venesúelska samsærið Eva Hauksdóttir skrifar 17. nóvember 2023 09:31 Til er fólk sem trúir því að jörðin sé flöt. Það fólk er almennt álitið kjánar. Það er samt ekki órökrétt ályktun í huga þess sem kann lítið í eðlisfræði. Ef lögun jarðar það væri umdeild meðal vísindamanna væri ég mögulega opin fyrir flatjarðarkenningum. Sú hugmynd að ríkisstjórnir veraldar og vísindasamfélagið hafi sameinast um að ljúga upp heimsmynd sem á sér enga stoð, er að mínu viti töluvert ótrúlegri en það að jörðin sé flöt. Jafnvel þótt einhver trúverðugur hvati væri fyrir hendi er útilokað að hægt væri að leyna svo víðtæku samsæri. Kannski ætti það ekki að koma á óvart að illa upplýstir einstaklingar trúi á samsæri stjórnvalda en það er áhugavert að slíkar hugmyndir skuli þrífast á okkar dögum. Enn meiri furðu vekur að stjórnvöld skuli trúa á víðtækt samsæri almennra borgara. Ekkert að óttast Útlendingastofnun er merkilegt fyrirbæri. Að því leyti er hún ennþá áhugaverðari en flatjarðarsinnar að forsvarsmenn hennar trúa á samsæri. Þeir trúa því að milljónir manns hafi yfirgefið Venesúela og sótt um alþjóðlega vernd án þess að vera í neinni hættu. Útlendingastofnun trúir því að allt þetta fólk sé í rauninni bara að flýja verðbólguna. Þau hafi sameinast um að ljúga því að í Venesúela starfi glæpagengi í skjóli stjórnvalda. Þau hafi bundist samtökum um að ljúga því að það sé í besta falli tilgangslaust fyrir þolendur afbrota að leita til lögreglu og að það geti jafnvel sett kærendur í stórkostlega hættu. Í stöðluðu bréfi sem Útlendingastofnun sendir fólki frá Venesúela þegar því er synjað um alþjóðlega vernd, kemur m.a. fram að upp á síðkastið hafi verið dregið úr manndrápum og að 86% landsmanna segist ekki hafa orðið fyrir afbrotum á síðustu 12 mánuðum. Hin 14% þarf víst ekkert að ræða, hvað þá þessar milljónir sem hafa flúið land og eru því ekki til frásagnar. Útlendingastofnun telur það að lögreglan hafi ekki brugðist við kærum vegna vopnaðra rána, húsbrota, frelsissviptingu og fjárkúgun, ekki vera neina sönnun fyrir því að þessi brot verði ekki rannsökuð með tíð og tíma enda munu víst vera einhver dæmi um það í Venesúela að lögreglan taki kærur alvarlega. Farsæl útlendingastefna Fyrr í vikunni stuðluðu íslensk stjórnvöld að farsælli heimför brottrekinna samsærismanna til Venesúela. Þegar allt kemur til alls hefur dregið úr kerfisbundnum mannréttindabrotum og þar með engin ástæða fyrir þetta fólk að þvælast úr landi. Íslenska ríkið kostaði flugið og gaf samsærisfólkinu meira að segja pening svo þau þyrftu ekki að fara beint á götuna. Þetta farsæla fólk mun hafa yfirgefið landið "sjálfviljugt". Það merkir í raun að þau biðu ekki eftir því að vera flutt burt með valdi, heldur sýndu samstarfsvilja í von um að eiga afturkvæmt inn á Schengen svæðið. Við komuna til Venesúela beið þeirra meðferð sem þarf ekki að koma neinum á óvart, nema auðvitað stjórnvöldum sem trúa á venesúelska samsærið. Samkvæmt frásögn fólks sem hlaut þessa farsælu heimför í boði Íslenska ríkisins, en hefur tekist að koma boðum til aðstandenda sinna, gerðist eftirfarandi: Þegar þau lentu á flugvellinum í Caracas voru þau svipt frelsi sínu og rekin upp í rútur. Þeim var ekki sagt hvað væri að gerast og aðstandendur sem voru mættir í flugstöðina fengu heldur engar upplýsingar. Þau voru flutt í miðstöð þar sem þau undirgengust læknisskoðun án þess að hafa neitt um það að segja. Allt fé sem þau höfðu handbært var gert upptækt. Vegabréfin voru tekin af þeim. Það voru teknar af þeim lögreglumyndir og persónuupplýsingar skráðar, þetta á líka við um börnin sem voru með í för. Þeim var gert að undirrita yfirlýsingar þar sem þau játa það á sig að vera "óvinir ríkisins". Ég veit ekki hvort það er túlkað sem landráð eða eitthvað vægara. Einu upplýsingarnar sem þau hafa fengið eru þær að þeim verði sleppt fljótlega, þegar yfirvöld hafi aflað nægra upplýsinga. Afleiðingarnar af þessari farsældarstefnu Íslenska ríkisins er sú að fólkið er nú án vegabréfa og kemst ekki burt nema mögulega með smyglurum. Þar sem þau hafa játað á sig einhverskonar andstöðu eða svik við föðurlandið er hægt að kippa þeim úr umferð hvenær sem er. Líklegt er að einhverjir úr þessum 180 manna hóps lendi í fangelsi fyrir það eitt að hafa sótt um alþjóðlega vernd. Ég spái því að Útlendingastofnun taki þá afstöðu að þessar frásagnir séu ómarktækar og bara enn einn þátturinn í venesúelska samsærinu. Næstu umsækjendur sem fá tilkynningu um brottvísun fá væntanlega þær skýringar að engar sannanir séu fyrir því að fleiri en 180 manns hafi hlotið „farsæla heimför“. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Hælisleitendur Venesúela Mest lesið Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Til er fólk sem trúir því að jörðin sé flöt. Það fólk er almennt álitið kjánar. Það er samt ekki órökrétt ályktun í huga þess sem kann lítið í eðlisfræði. Ef lögun jarðar það væri umdeild meðal vísindamanna væri ég mögulega opin fyrir flatjarðarkenningum. Sú hugmynd að ríkisstjórnir veraldar og vísindasamfélagið hafi sameinast um að ljúga upp heimsmynd sem á sér enga stoð, er að mínu viti töluvert ótrúlegri en það að jörðin sé flöt. Jafnvel þótt einhver trúverðugur hvati væri fyrir hendi er útilokað að hægt væri að leyna svo víðtæku samsæri. Kannski ætti það ekki að koma á óvart að illa upplýstir einstaklingar trúi á samsæri stjórnvalda en það er áhugavert að slíkar hugmyndir skuli þrífast á okkar dögum. Enn meiri furðu vekur að stjórnvöld skuli trúa á víðtækt samsæri almennra borgara. Ekkert að óttast Útlendingastofnun er merkilegt fyrirbæri. Að því leyti er hún ennþá áhugaverðari en flatjarðarsinnar að forsvarsmenn hennar trúa á samsæri. Þeir trúa því að milljónir manns hafi yfirgefið Venesúela og sótt um alþjóðlega vernd án þess að vera í neinni hættu. Útlendingastofnun trúir því að allt þetta fólk sé í rauninni bara að flýja verðbólguna. Þau hafi sameinast um að ljúga því að í Venesúela starfi glæpagengi í skjóli stjórnvalda. Þau hafi bundist samtökum um að ljúga því að það sé í besta falli tilgangslaust fyrir þolendur afbrota að leita til lögreglu og að það geti jafnvel sett kærendur í stórkostlega hættu. Í stöðluðu bréfi sem Útlendingastofnun sendir fólki frá Venesúela þegar því er synjað um alþjóðlega vernd, kemur m.a. fram að upp á síðkastið hafi verið dregið úr manndrápum og að 86% landsmanna segist ekki hafa orðið fyrir afbrotum á síðustu 12 mánuðum. Hin 14% þarf víst ekkert að ræða, hvað þá þessar milljónir sem hafa flúið land og eru því ekki til frásagnar. Útlendingastofnun telur það að lögreglan hafi ekki brugðist við kærum vegna vopnaðra rána, húsbrota, frelsissviptingu og fjárkúgun, ekki vera neina sönnun fyrir því að þessi brot verði ekki rannsökuð með tíð og tíma enda munu víst vera einhver dæmi um það í Venesúela að lögreglan taki kærur alvarlega. Farsæl útlendingastefna Fyrr í vikunni stuðluðu íslensk stjórnvöld að farsælli heimför brottrekinna samsærismanna til Venesúela. Þegar allt kemur til alls hefur dregið úr kerfisbundnum mannréttindabrotum og þar með engin ástæða fyrir þetta fólk að þvælast úr landi. Íslenska ríkið kostaði flugið og gaf samsærisfólkinu meira að segja pening svo þau þyrftu ekki að fara beint á götuna. Þetta farsæla fólk mun hafa yfirgefið landið "sjálfviljugt". Það merkir í raun að þau biðu ekki eftir því að vera flutt burt með valdi, heldur sýndu samstarfsvilja í von um að eiga afturkvæmt inn á Schengen svæðið. Við komuna til Venesúela beið þeirra meðferð sem þarf ekki að koma neinum á óvart, nema auðvitað stjórnvöldum sem trúa á venesúelska samsærið. Samkvæmt frásögn fólks sem hlaut þessa farsælu heimför í boði Íslenska ríkisins, en hefur tekist að koma boðum til aðstandenda sinna, gerðist eftirfarandi: Þegar þau lentu á flugvellinum í Caracas voru þau svipt frelsi sínu og rekin upp í rútur. Þeim var ekki sagt hvað væri að gerast og aðstandendur sem voru mættir í flugstöðina fengu heldur engar upplýsingar. Þau voru flutt í miðstöð þar sem þau undirgengust læknisskoðun án þess að hafa neitt um það að segja. Allt fé sem þau höfðu handbært var gert upptækt. Vegabréfin voru tekin af þeim. Það voru teknar af þeim lögreglumyndir og persónuupplýsingar skráðar, þetta á líka við um börnin sem voru með í för. Þeim var gert að undirrita yfirlýsingar þar sem þau játa það á sig að vera "óvinir ríkisins". Ég veit ekki hvort það er túlkað sem landráð eða eitthvað vægara. Einu upplýsingarnar sem þau hafa fengið eru þær að þeim verði sleppt fljótlega, þegar yfirvöld hafi aflað nægra upplýsinga. Afleiðingarnar af þessari farsældarstefnu Íslenska ríkisins er sú að fólkið er nú án vegabréfa og kemst ekki burt nema mögulega með smyglurum. Þar sem þau hafa játað á sig einhverskonar andstöðu eða svik við föðurlandið er hægt að kippa þeim úr umferð hvenær sem er. Líklegt er að einhverjir úr þessum 180 manna hóps lendi í fangelsi fyrir það eitt að hafa sótt um alþjóðlega vernd. Ég spái því að Útlendingastofnun taki þá afstöðu að þessar frásagnir séu ómarktækar og bara enn einn þátturinn í venesúelska samsærinu. Næstu umsækjendur sem fá tilkynningu um brottvísun fá væntanlega þær skýringar að engar sannanir séu fyrir því að fleiri en 180 manns hafi hlotið „farsæla heimför“. Höfundur er lögmaður.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun